Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Árni Sæberg skrifar 3. júlí 2025 15:58 Silja Bára Ómarsdóttir, nýsleginn rektor HÍ, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir Félag atvinnurekenda hefur sent nýjum rektor Háskóla Íslands, Silju Báru Ómarsdóttur, erindi og farið fram á að rektor sjái til þess að HÍ uppfylli ákvæði samkeppnislaga og tilmæli stjórnvalda með því að rekstur Endurmenntunar HÍ verði bókhalds- og stjórnunarlega aðskilinn öðrum rekstri skólans. Í umfjöllun á vef Félags atvinnurekenda, sem hefur um árabil krafið háskólann um það sama, segir að Endurmenntun ástundi harða samkeppni við einkarekin fyrirtæki á sviði endur- og símenntunar. Í erindi FA komi fram að vegna skorts á fjárhagslegum aðskilnaði hafi einkareknir keppinautar Endurmenntunar enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fjárframlögum skattgreiðenda til HÍ. Einu viðbrögðin að segjast fara að lögum Í erindi FA til rektors sé vitnað til samkeppnislaga, sem kveði á um að Samkeppniseftirlitið geti mælt fyrir um að samkeppnisrekstur opinberra stofnana sé aðgreindur frá öðrum rekstri og ekki niðurgreiddur af starfsemi sem njóti einkaleyfis eða verndar. Jafnframt sé vitnað til bréfs eftirlitsins til þáverandi mennta- og menningarmálaráðuneytis árið 2021, en eftirlitið hefði þá mælst til þess við ráðuneytið að það færi þess á leit við opinberu háskólana að þeir birtu opinberlega upplýsingar um hvernig fjárhagslegum aðskilnaði er háttað á milli annars vegar þess rekstrar sem rekinn er að hluta til eða öllu leyti af opinberu fé og hins vegar þeirrar starfsemi sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila. „Að mati Samkeppniseftirlitsins er eðlilegt að fagráðuneyti málaflokksins geri kröfu um þetta í samhengi við fjárveitingar til viðkomandi skóla,“ hefði sagt í erindi Samkeppniseftirlitsins. Í erindi FA sé því jafnframt lýst að einu viðbrögð HÍ hefðu verið þau, eftir áralangan eftirrekstur FA, að birta eftirfarandi klausu á vef háskólans: „Rekstur Endurmenntunar HÍ byggir eingöngu á eigin tekjum, þ.e. námskeiðsgjöldum. Endurmenntun HÍ nýtur engra opinberra fjárframlaga.“ Ófullnægjandi viðbrögð „Að mati FA eru þetta allsendis ófullnægjandi viðbrögð af hálfu HÍ. Endurmenntun er rekin á sömu kennitölu og HÍ, engin grein er gerð fyrir rekstri hennar sérstaklega í ársreikningi HÍ og ekkert sérstakt rekstraryfirlit er birt. Þegar sagt er að Endurmenntun njóti engra opinberra fjárveitinga vantar alveg að gerð sé grein fyrir því í rekstraryfirliti, sem er aðgengilegt fyrir keppinauta Endurmenntunar, hvernig t.d. aðgangur hennar að húsnæði, yfirstjórn, markaðssetningu og vörumerki Háskóla Íslands er verðlagður. Einkarekin fræðslufyrirtæki, sem Endurmenntun keppir grimmt við, hafa þannig enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fjárframlögum skattgreiðenda til HÍ,“ segi í erindi FA. FA veki einnig athygli rektors á stefnu og leiðbeiningum fjármálaráðuneytins um fjárhags- og stjórnunarlegan aðskilnað samkeppnisrekstrar opinberra aðila. Í stefnunni, sem gefin var út 1997, segi: „Ef tekjur stofnunar af samkeppnisrekstri eru hærri en 50 m.kr. eða markaðshlutdeild hans er meiri en 15% af skilgreindum markaði, skal eiga sér stað fjárhagslegur og stjórnunarlegur aðskilnaður milli samkeppnisrekstrarins og annarrar starfsemi stofnunarinnar.“ Sé 50 milljóna króna talan framreiknuð til dagsins í dag séu það um 180 milljónir króna. Í ársreikningi HÍ árið 2013 hafi verið sagt frá því í skýringum að tekjur HÍ af endurmenntun það ár hefðu numið 470 milljónum, en engar slíkar upplýsingar hafi verið birtar undanfarin ár þannig að ekki liggur fyrir hvert umfang rekstrarins er. „FA dregur þó í efa að tekjurnar hafi dregist saman.“ Enginn frambjóðandi brást við opnum bréfum Loks segir að í erindinu hafi FA rifjað upp að engin svör hafi borist frá rektor eða öðrum frambjóðendum til rektorsembættisins þegar framkvæmdastjóri FA skrifaði þeim tvö opin bréf í febrúar og mars síðastliðnum, þegar rektorskjör stóð yfir, og óskaði eftir afstöðu þeirra til samkeppnishátta HÍ. „FA leyfir sér engu að síður að trúa því ekki að óreyndu að rektor vilji hunza samkeppnislöggjöfina, tilmæli Samkeppniseftirlitsins og stefnu og leiðbeiningar stjórnvalda um fjárhagslegan og stjórnunarlegan aðskilnað samkeppnisrekstrar frá öðrum rekstri. FA fer þess eindregið á leit við rektor að hún beiti sér fyrir því að greinargóðar og sannreynanlegar upplýsingar um rekstrar- og stjórnunarlegan aðskilnað Endurmenntunar HÍ frá annarri starfsemi skólans verði birtar opinberlega.“ Háskólar Atvinnurekendur Skóla- og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Í umfjöllun á vef Félags atvinnurekenda, sem hefur um árabil krafið háskólann um það sama, segir að Endurmenntun ástundi harða samkeppni við einkarekin fyrirtæki á sviði endur- og símenntunar. Í erindi FA komi fram að vegna skorts á fjárhagslegum aðskilnaði hafi einkareknir keppinautar Endurmenntunar enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fjárframlögum skattgreiðenda til HÍ. Einu viðbrögðin að segjast fara að lögum Í erindi FA til rektors sé vitnað til samkeppnislaga, sem kveði á um að Samkeppniseftirlitið geti mælt fyrir um að samkeppnisrekstur opinberra stofnana sé aðgreindur frá öðrum rekstri og ekki niðurgreiddur af starfsemi sem njóti einkaleyfis eða verndar. Jafnframt sé vitnað til bréfs eftirlitsins til þáverandi mennta- og menningarmálaráðuneytis árið 2021, en eftirlitið hefði þá mælst til þess við ráðuneytið að það færi þess á leit við opinberu háskólana að þeir birtu opinberlega upplýsingar um hvernig fjárhagslegum aðskilnaði er háttað á milli annars vegar þess rekstrar sem rekinn er að hluta til eða öllu leyti af opinberu fé og hins vegar þeirrar starfsemi sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila. „Að mati Samkeppniseftirlitsins er eðlilegt að fagráðuneyti málaflokksins geri kröfu um þetta í samhengi við fjárveitingar til viðkomandi skóla,“ hefði sagt í erindi Samkeppniseftirlitsins. Í erindi FA sé því jafnframt lýst að einu viðbrögð HÍ hefðu verið þau, eftir áralangan eftirrekstur FA, að birta eftirfarandi klausu á vef háskólans: „Rekstur Endurmenntunar HÍ byggir eingöngu á eigin tekjum, þ.e. námskeiðsgjöldum. Endurmenntun HÍ nýtur engra opinberra fjárframlaga.“ Ófullnægjandi viðbrögð „Að mati FA eru þetta allsendis ófullnægjandi viðbrögð af hálfu HÍ. Endurmenntun er rekin á sömu kennitölu og HÍ, engin grein er gerð fyrir rekstri hennar sérstaklega í ársreikningi HÍ og ekkert sérstakt rekstraryfirlit er birt. Þegar sagt er að Endurmenntun njóti engra opinberra fjárveitinga vantar alveg að gerð sé grein fyrir því í rekstraryfirliti, sem er aðgengilegt fyrir keppinauta Endurmenntunar, hvernig t.d. aðgangur hennar að húsnæði, yfirstjórn, markaðssetningu og vörumerki Háskóla Íslands er verðlagður. Einkarekin fræðslufyrirtæki, sem Endurmenntun keppir grimmt við, hafa þannig enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fjárframlögum skattgreiðenda til HÍ,“ segi í erindi FA. FA veki einnig athygli rektors á stefnu og leiðbeiningum fjármálaráðuneytins um fjárhags- og stjórnunarlegan aðskilnað samkeppnisrekstrar opinberra aðila. Í stefnunni, sem gefin var út 1997, segi: „Ef tekjur stofnunar af samkeppnisrekstri eru hærri en 50 m.kr. eða markaðshlutdeild hans er meiri en 15% af skilgreindum markaði, skal eiga sér stað fjárhagslegur og stjórnunarlegur aðskilnaður milli samkeppnisrekstrarins og annarrar starfsemi stofnunarinnar.“ Sé 50 milljóna króna talan framreiknuð til dagsins í dag séu það um 180 milljónir króna. Í ársreikningi HÍ árið 2013 hafi verið sagt frá því í skýringum að tekjur HÍ af endurmenntun það ár hefðu numið 470 milljónum, en engar slíkar upplýsingar hafi verið birtar undanfarin ár þannig að ekki liggur fyrir hvert umfang rekstrarins er. „FA dregur þó í efa að tekjurnar hafi dregist saman.“ Enginn frambjóðandi brást við opnum bréfum Loks segir að í erindinu hafi FA rifjað upp að engin svör hafi borist frá rektor eða öðrum frambjóðendum til rektorsembættisins þegar framkvæmdastjóri FA skrifaði þeim tvö opin bréf í febrúar og mars síðastliðnum, þegar rektorskjör stóð yfir, og óskaði eftir afstöðu þeirra til samkeppnishátta HÍ. „FA leyfir sér engu að síður að trúa því ekki að óreyndu að rektor vilji hunza samkeppnislöggjöfina, tilmæli Samkeppniseftirlitsins og stefnu og leiðbeiningar stjórnvalda um fjárhagslegan og stjórnunarlegan aðskilnað samkeppnisrekstrar frá öðrum rekstri. FA fer þess eindregið á leit við rektor að hún beiti sér fyrir því að greinargóðar og sannreynanlegar upplýsingar um rekstrar- og stjórnunarlegan aðskilnað Endurmenntunar HÍ frá annarri starfsemi skólans verði birtar opinberlega.“
Háskólar Atvinnurekendur Skóla- og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira