Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar 3. júlí 2025 13:02 Málfrelsi er einn af hornsteinum lýðræðisins og lykilforsenda virkrar samfélagsumræðu. Þessa dagana velta mörg fyrir sér, að gefnu tilefni, hvenær réttlætanlegt sé að takmarka málsfrelsi innan sjálfra stofnana lýðræðisins. Málfrelsi sem mannréttindi Rétturinn til tjáningar nýtur verndar samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, þar á meðal 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 73. gr. stjórnarskrár Íslands. Málfrelsi felur í sér rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar, veita upplýsingar og taka þátt í opinberri umræðu án ótta við refsingu eða afskipti stjórnvalda. Þannig er það einnig gegnumgangandi viðmið í lýðræðisríkjum að tjáningarfrelsi sé grundvallarréttindi en jafnframt viðurkennt að það megi takmarka það við ákveðnar aðstæður. Takmarkanir í þágu lýðræðisins Þótt málfrelsi sé mikilvægt, er það ekki algert. Samkvæmt alþjóðlegum réttarheimildum, svo sem þeim sem að ofan greinir, má setja því takmarkanir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum: þær þurfa að vera lögbundnar, þjóna lögmætu markmiði, og vera nauðsynlegar í lýðræðislegu samfélagi. Markmiðin geta meðal annars falist í að vernda þjóðaröryggi, almannaheill, siðgæði eða réttindi annarra, en einnig að tryggja skilvirka og málefnalega starfsemi lýðræðislegra stofnana. Þetta á meðal annars við um starfsemi þjóðþinga. Þar getur verið nauðsynlegt að setja reglur um fundarsköp og ræðutíma, til að tryggja að umræðan sé markviss, virðing sé borin fyrir tíma annarra þingmanna og að öllum sjónarmiðum sé gefið sanngjarnt rými. Skipulag ræðutíma er ekki brot á málfrelsi Þegar sett eru ákvæði um hversu oft þingmenn mega taka til máls, eða hve langan tíma þeir hafa til umráða, er því ekki um að ræða skerðingu á kjarnanum í tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru til þess fallnar að styðja við uppbyggilega umræðu og tryggja jafnræði innan þingsins og þar með einnig treysta undirstöður lýðræðisins sjálfs. Þetta er mikilvægt sjónarhorn, því stundum er því haldið fram að slíkar reglur feli í sér þöggun eða einhverja skerðingu á málfrelsinu. Því er í raun öfugt farið: Reglur um ræðutíma, málsmeðferð og umræður innan þings eru hluti af nauðsynlegum verkfærum til að verja lýðræðislega umræðu gegn stjórnleysi, málþófi eða misnotkun á ræðufrelsi. Lög um þingsköp Alþingis Fundarsköp Alþingis hafa verið lögfest með þingskaparlögum. Þau innihalda reglur um störf Alþingis og má þar m.a. finna reglur um hegðun í þingsal, ávörp þingmanna og reglur um lengd ræðutíma og hversu margar ræður má halda. Með lögum um þingsköp er þingmönnum m.ö.o. settar ákveðnar skorður, í þágu lýðræðis, og hafa lögin ekki talist ganga í berhögg við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi. Í 2. mgr. 71. gr. laganna segir að forseti Alþingis geti stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig lagt til, að umræðum um mál skuli lokið. Skulu slíkar tillögur forseta án umræðu bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Birtingarmynd virks og ábyrgs lýðræðis Málfrelsi er forsenda virkrar og opinnar samfélagsumræðu. En rétt eins og frelsi einstaklingsins til athafna getur verið takmarkað til að tryggja frelsi annarra, getur tjáningarfrelsi sætt eðlilegum skorðum í þágu samræðu, jafnræðis og lýðræðislegrar virkni. Innan þjóðþinga eru reglur um fjölda og lengd ræða þingmanna hluti af heilbrigðum stjórnskipulegum ramma en ekki brot á tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru þvert á móti birtingarmynd virks og ábyrgðs lýðræðis. Þetta tel ég að Alþingi Íslendinga og fundarstjórinn, sjálfur forseti Alþingis ættu að hafa í huga. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Alþingi Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Málfrelsi er einn af hornsteinum lýðræðisins og lykilforsenda virkrar samfélagsumræðu. Þessa dagana velta mörg fyrir sér, að gefnu tilefni, hvenær réttlætanlegt sé að takmarka málsfrelsi innan sjálfra stofnana lýðræðisins. Málfrelsi sem mannréttindi Rétturinn til tjáningar nýtur verndar samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, þar á meðal 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 73. gr. stjórnarskrár Íslands. Málfrelsi felur í sér rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar, veita upplýsingar og taka þátt í opinberri umræðu án ótta við refsingu eða afskipti stjórnvalda. Þannig er það einnig gegnumgangandi viðmið í lýðræðisríkjum að tjáningarfrelsi sé grundvallarréttindi en jafnframt viðurkennt að það megi takmarka það við ákveðnar aðstæður. Takmarkanir í þágu lýðræðisins Þótt málfrelsi sé mikilvægt, er það ekki algert. Samkvæmt alþjóðlegum réttarheimildum, svo sem þeim sem að ofan greinir, má setja því takmarkanir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum: þær þurfa að vera lögbundnar, þjóna lögmætu markmiði, og vera nauðsynlegar í lýðræðislegu samfélagi. Markmiðin geta meðal annars falist í að vernda þjóðaröryggi, almannaheill, siðgæði eða réttindi annarra, en einnig að tryggja skilvirka og málefnalega starfsemi lýðræðislegra stofnana. Þetta á meðal annars við um starfsemi þjóðþinga. Þar getur verið nauðsynlegt að setja reglur um fundarsköp og ræðutíma, til að tryggja að umræðan sé markviss, virðing sé borin fyrir tíma annarra þingmanna og að öllum sjónarmiðum sé gefið sanngjarnt rými. Skipulag ræðutíma er ekki brot á málfrelsi Þegar sett eru ákvæði um hversu oft þingmenn mega taka til máls, eða hve langan tíma þeir hafa til umráða, er því ekki um að ræða skerðingu á kjarnanum í tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru til þess fallnar að styðja við uppbyggilega umræðu og tryggja jafnræði innan þingsins og þar með einnig treysta undirstöður lýðræðisins sjálfs. Þetta er mikilvægt sjónarhorn, því stundum er því haldið fram að slíkar reglur feli í sér þöggun eða einhverja skerðingu á málfrelsinu. Því er í raun öfugt farið: Reglur um ræðutíma, málsmeðferð og umræður innan þings eru hluti af nauðsynlegum verkfærum til að verja lýðræðislega umræðu gegn stjórnleysi, málþófi eða misnotkun á ræðufrelsi. Lög um þingsköp Alþingis Fundarsköp Alþingis hafa verið lögfest með þingskaparlögum. Þau innihalda reglur um störf Alþingis og má þar m.a. finna reglur um hegðun í þingsal, ávörp þingmanna og reglur um lengd ræðutíma og hversu margar ræður má halda. Með lögum um þingsköp er þingmönnum m.ö.o. settar ákveðnar skorður, í þágu lýðræðis, og hafa lögin ekki talist ganga í berhögg við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi. Í 2. mgr. 71. gr. laganna segir að forseti Alþingis geti stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig lagt til, að umræðum um mál skuli lokið. Skulu slíkar tillögur forseta án umræðu bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Birtingarmynd virks og ábyrgs lýðræðis Málfrelsi er forsenda virkrar og opinnar samfélagsumræðu. En rétt eins og frelsi einstaklingsins til athafna getur verið takmarkað til að tryggja frelsi annarra, getur tjáningarfrelsi sætt eðlilegum skorðum í þágu samræðu, jafnræðis og lýðræðislegrar virkni. Innan þjóðþinga eru reglur um fjölda og lengd ræða þingmanna hluti af heilbrigðum stjórnskipulegum ramma en ekki brot á tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru þvert á móti birtingarmynd virks og ábyrgðs lýðræðis. Þetta tel ég að Alþingi Íslendinga og fundarstjórinn, sjálfur forseti Alþingis ættu að hafa í huga. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar