Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2025 22:33 Ágúst Jakob Ólafsson er verkstjóri ÍAV við Reykjanesbraut. Lýður Valberg Sveinsson Breikkun Reykjanesbrautar um Straumsvík og Hvassahraun er á undan áætlun og stefnir í að búið verði að tvöfalda hana alla fyrir veturinn. Vegfarendur fá smjörþefinn á næstu dögum þegar umferð verður í fyrsta sinn hleypt á nýja akreinar. Í fréttum Sýnar var vinnusvæðið heimsótt og rætt við Ágúst Jakob Ólafsson, verkstjóra ÍAV við Reykjanesbraut. Tvö ár frá því Íslenskir aðalverktakar hófu breikkun þessa nærri sex kílómetra kafla, þess síðasta sem eftir er að tvöfalda milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur, og felst mikil samgöngubót í verkinu. „Já, þetta verður mikill munur. Það verður kominn 2+2 alla leið inn í Hafnarfjörð og alveg á Fitjarnar. Það verður betri veglýsing á báðar akreinar. Þetta verður mun betra en fyrri áfangar,“ segir Ágúst. Starfsmenn Colas lögðu kalt malbik í dag sem neðsta lag undir heitt malbik.Lýður Valberg Sveinsson Og malbikið verður þykkara en menn hafa átt að venjast hérlendis en malbikunarflokkur frá Colas var í dag að leggja út kalt malbik, svokallað kaldbik. „Sem er sjö sentímetra lag sem er sett fyrst undir. Síðan koma tvö heit malbikslög ofan á það. Þannig að heildarþykktin á malbikinu er sautján sentímetrar hérna á stofnbrautinni. Þetta er til að auka burðinn og lengja endingartíma vegarins. Svo hann verði sterkari og betri og jafnari heldur en hefur verið áður,“ segir verkstjórinn. Verið er að ganga frá vegriðum og búið að mála línur á hluta vegarins. Ágúst segir verkið hafa gengið vel en verktakarnir kvarta helst undan hraðakstri ökumanna meðfram verkstað. Malbik er komið á stóran hluta nýrrar akreinar Reykjanesbrautar.Lýður Valberg Sveinsson En hvenær fá vegfarendur að reyna nýju kaflana? „Það gerist núna hugsanlega seinnipartinn í þessari viku eða þá í byrjun næstu viku. Þá hleypum við inná. Við eigum eftir að færa umferðina hérna svona tvisvar til þrisvar sinnum í sumar. Við þurfum að rjúfa gömlu brautina á tveimur stöðum.“ Ágúst segir stefnt að því að ljúka malbikun fyrir lok næsta mánaðar. Áður var búið að ljúka brúasmíði. Upphaflega var gert ráð fyrir verklokum um mitt næsta ár en núna þykir ljóst að þau verða mun fyrr. Horfur eru á að stóru tímamótin verði jafnvel vel fyrir veturinn; þegar vegfarendur geta ekið Reykjanesbrautina alla tvöfalda. „Við stefnum að því að leyfa mönnum að keyra hérna á tvöföldu fyrir veturinn, það er markmið,“ segir verkstjóri ÍAV í frétt Sýnar, sem sjá má hér: Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Umferðaröryggi Keflavíkurflugvöllur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58 Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Í fréttum Sýnar var vinnusvæðið heimsótt og rætt við Ágúst Jakob Ólafsson, verkstjóra ÍAV við Reykjanesbraut. Tvö ár frá því Íslenskir aðalverktakar hófu breikkun þessa nærri sex kílómetra kafla, þess síðasta sem eftir er að tvöfalda milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur, og felst mikil samgöngubót í verkinu. „Já, þetta verður mikill munur. Það verður kominn 2+2 alla leið inn í Hafnarfjörð og alveg á Fitjarnar. Það verður betri veglýsing á báðar akreinar. Þetta verður mun betra en fyrri áfangar,“ segir Ágúst. Starfsmenn Colas lögðu kalt malbik í dag sem neðsta lag undir heitt malbik.Lýður Valberg Sveinsson Og malbikið verður þykkara en menn hafa átt að venjast hérlendis en malbikunarflokkur frá Colas var í dag að leggja út kalt malbik, svokallað kaldbik. „Sem er sjö sentímetra lag sem er sett fyrst undir. Síðan koma tvö heit malbikslög ofan á það. Þannig að heildarþykktin á malbikinu er sautján sentímetrar hérna á stofnbrautinni. Þetta er til að auka burðinn og lengja endingartíma vegarins. Svo hann verði sterkari og betri og jafnari heldur en hefur verið áður,“ segir verkstjórinn. Verið er að ganga frá vegriðum og búið að mála línur á hluta vegarins. Ágúst segir verkið hafa gengið vel en verktakarnir kvarta helst undan hraðakstri ökumanna meðfram verkstað. Malbik er komið á stóran hluta nýrrar akreinar Reykjanesbrautar.Lýður Valberg Sveinsson En hvenær fá vegfarendur að reyna nýju kaflana? „Það gerist núna hugsanlega seinnipartinn í þessari viku eða þá í byrjun næstu viku. Þá hleypum við inná. Við eigum eftir að færa umferðina hérna svona tvisvar til þrisvar sinnum í sumar. Við þurfum að rjúfa gömlu brautina á tveimur stöðum.“ Ágúst segir stefnt að því að ljúka malbikun fyrir lok næsta mánaðar. Áður var búið að ljúka brúasmíði. Upphaflega var gert ráð fyrir verklokum um mitt næsta ár en núna þykir ljóst að þau verða mun fyrr. Horfur eru á að stóru tímamótin verði jafnvel vel fyrir veturinn; þegar vegfarendur geta ekið Reykjanesbrautina alla tvöfalda. „Við stefnum að því að leyfa mönnum að keyra hérna á tvöföldu fyrir veturinn, það er markmið,“ segir verkstjóri ÍAV í frétt Sýnar, sem sjá má hér:
Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Umferðaröryggi Keflavíkurflugvöllur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58 Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58
Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50