Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar 2. júlí 2025 09:00 Í fyrradag gerðist sá fáheyrði atburður að „sósíalísk“ stjórnmálakona tók þátt í yfirtöku á Vorstjörnunni, dótturfélagi eigin flokks. Úthýsti svo „flokki sínum“ og henti á götuna. Þessi stjórnmálakona heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Hefur hún með þessu tekið afgerandi afstöðu gegn Sósíalistaflokki Íslands og ætti með réttu að segja sig frá öllum trúnaðarstörfum flokksins og skrá sig úr flokknum. Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur ákveðið að taka enn eitt fjölmiðla ævintýri Gunnars Smára Egilssonar fram yfir hagsmuni Sósíalistaflokksins. Vorstjarnan hefur árlega fengið rúman helming af árlegum ríkisstyrk SÍ eða um 13.000.000 kr. sem eyrnamerktur er til stjórnmálastarfs og ráðstafað þeim fjármunum meðal annars til að niðurgreiða húsnæðisleigu einkahlutafélags sem rekur sjónvarpsstöðina Samstöðina. Aðalhvatamaður þessa fyrirkomulags er fyrrverandi formaður framkvæmdarstjórnar SÍ Gunnar Smári Egilsson. Gunnar hefur sagt í vitna viðurvist að nauðsynlegt hefði verið að stofna Vorstjörnuna svo borgarfulltrúar flokksins gætu borgað meira en lög gera ráð fyrir að einstaklingar geti borgað til stjórnmálaflokka. Þess má einnig geta að Gunnar Smári þessi þiggur svo laun af fyrrgreindri sjónvarpsstöð. Einnig borgar Vorstjarnan Internet, hita, rafmagn og þrif Samstöðvarinnar sem er í eigu Alþýðufélagsins ehf. Allt hefur þetta verið mögulegt vegna ríkisstyrks Sósíalistaflokks Íslands. Aðalfundur Vorstjörnunnar sem haldinn var í gær var annar fundur félagsins frá stofnun fyrir fjórum árum. Bar hann allt handbragð þeirrar stjórnar sem Gunnars Smári fór fyrir áður en núverandi stjórn tók við á síðasta aðalfundi SÍ. Til fundarins var ólöglega boðað. Sigrún E. Unnsteinsdóttir stjórnarmaður Vorstjörnunnar var ekki boðuð á fundinn og var algerlega sniðgengin í undirbúningi hans. Spurningar voru bannaðar, fundarmönnum ýmist sagt að þegja eða halda sér saman. Í stjórn voru síðan kosnir 17 stjórnarliðar nákvæmlega eins og hjá Alþýðufélaginu ehf sem á Samstöðina. Tilviljun? Fundi var snarlega slitið þegar fyrrum borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins Trausti Breiðafjörð Magnússon spurði úr sal hvað hefði orðið um þá peninga sem hann lagði inn í Vorstjörnuna á meðan hann var borgarfulltrúi. Hann fékk engin svör. Á fundinum voru ýmsir þjóðþekktir einstaklingar eins og Ólína Þorvarðardóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Vigdís Grímsdóttir og Arnar Jónsson sem Gunnar Smári virðist hafa narrað til fylgilags við sig. Ég er ekki alveg viss um að þau hafi vitað að nota ætti þau til að gera Sósíalistaflokkinn heimilislausan og taka yfir peninga sem upprunnir eru sem ríkisstyrkur til Sósíalistaflokksins. Ég hef áður minnst á flokkseigendafélag Gunnars Smára, að hann hafi persónulega átt Rauða þráðinn, opinberan Facebook þráð flokksins sem hann tók með sér eftir að hafa tapað kosningum á síðasta aðalfundi SÍ. Það nægði honum ekki alveg. Nú hefur hann með ehf væðingu sinni á Sósíalistaflokknum tekist að ná til sín Samstöðinni sem byggð var upp fyrir ríkisstyrki flokksins og sjálfboðaliðum úr Sósíalistaflokknum. Einnig hefur hann náð Vorstjörnunni sem geymir nú á bankabók sinni þó nokkrar milljónir af ríkisstyrk Sósíalistaflokksins og ekki nóg með það, hann hefur ásamt Sönnu Magdalenu og þeirra fylgdarliði úr gömlu stjórninni yfirtekið húsnæði flokksins og varpað honum á dyr. Staðan er því þessi hjá Sósíalistaflokknum: Er án húsnæðis en með á bankabók sinni nokkrar milljónir því Hallfríður Þórarinsdóttir gjaldkeri fyrrum framkvæmdarstjórnar og þeirrar nýju, neitaði Gunnari Smára að millifæra helming ríkisstyrk Sósíalistaflokksins yfir á Vorstjörnuna nema hún fengi að sjá einhverja samninga eða samþykktir þar um. Varð Gunnar Smári algerlega brjálaður við þessa beiðni hennar og rak hana sem gjaldkera flokksins froðufellandi af reiði fyrir það eitt að vilja sjá lögleg skjöl um skuldbindingar flokksins. Staða flokkseigendafélags Gunnars Smára og Sönnu Magdalenu: Eru með fyrrum opinberan spjallþráð Sósíalistaflokksins því Gunnar Smári átti hann persónulega.Hafa yfirtekið Vorstjörnuna, dótturfélag Sósíalistaflokksins, og þar með þó nokkrar milljónir af ríkisstyrk flokksins.Hafa tekið Samstöðina sem var byggð upp fyrir ríkisstyrki Sósíalistaflokksins og sjálfboðastarf félaga Sósíalistaflokksins. Sósíalistaflokkurinn hefur greitt til Samstöðvarinnar rúmar 11 milljónir kr. á þessu ári. Hafa yfirtekið húsnæði Sósíalistaflokksins til fimm ára. Húsnæði sem sjálfboðaliðar flokksins byggðu upp frá grunni. Þetta er í raun kostuleg staða því að í nýrri ólöglegri stjórn Vorstjörnunnar sitja nú nokkrir fyrrum stjórnarliðar Sósíalistaflokksins sem fengu ekki brautargengi á síðasta aðalfundi. Þau neita hreinlega að láta af völdum og hafa nú rænt flokknum með klækjabrögðum sem eingöngu var hægt að framkvæma vegna ehf væðingar Gunnars Smára á flokknum. Í Vorstjörnunni voru bara 23 félagar þangað til fyrir um mánuði síðan. Vorstjarnan var ekki yfirtekin af sósíalistum heldur allra flokka fylgjendum, einna helst krötum og sjálfstæðismönnum sem fyrrum stjórn Sósíalistaflokksins smalaði í félagið. Þetta fólk er nú með Vorstjörnuna í höndunum og þar með fjármuni sem upprunnir eru sem ríkisstyrkur Sósíalistaflokks Íslands. Styrkur sem eyrnamerktur er stjórnmálastarfi. Það má þó segja að þau hafi verið asskoti snjöll í uppsetningu á þessu batteríi öllu saman nema að einn hængur er þar á. Virðing fyrir lögum og rétti hefur ekki verið virtur og mun nýkjörin stjórn Sósíalistaflokksins leita réttar síns fyrir hönd flokksins. Þótt þetta sé ekki sá slagur sem nýkjörin stjórn hefur kosið að eyða kröftum sínum og tíma í, þá ber okkur skylda til að koma reiður á fjármál og innra skipulag flokksins. Þegar það er frá, förum við að einbeita okkur að því sem hjarta okkur stendur næst. Baráttunni fyrir betra samfélagi. Höfundur er stjórnarmaður í framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Í fyrradag gerðist sá fáheyrði atburður að „sósíalísk“ stjórnmálakona tók þátt í yfirtöku á Vorstjörnunni, dótturfélagi eigin flokks. Úthýsti svo „flokki sínum“ og henti á götuna. Þessi stjórnmálakona heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Hefur hún með þessu tekið afgerandi afstöðu gegn Sósíalistaflokki Íslands og ætti með réttu að segja sig frá öllum trúnaðarstörfum flokksins og skrá sig úr flokknum. Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur ákveðið að taka enn eitt fjölmiðla ævintýri Gunnars Smára Egilssonar fram yfir hagsmuni Sósíalistaflokksins. Vorstjarnan hefur árlega fengið rúman helming af árlegum ríkisstyrk SÍ eða um 13.000.000 kr. sem eyrnamerktur er til stjórnmálastarfs og ráðstafað þeim fjármunum meðal annars til að niðurgreiða húsnæðisleigu einkahlutafélags sem rekur sjónvarpsstöðina Samstöðina. Aðalhvatamaður þessa fyrirkomulags er fyrrverandi formaður framkvæmdarstjórnar SÍ Gunnar Smári Egilsson. Gunnar hefur sagt í vitna viðurvist að nauðsynlegt hefði verið að stofna Vorstjörnuna svo borgarfulltrúar flokksins gætu borgað meira en lög gera ráð fyrir að einstaklingar geti borgað til stjórnmálaflokka. Þess má einnig geta að Gunnar Smári þessi þiggur svo laun af fyrrgreindri sjónvarpsstöð. Einnig borgar Vorstjarnan Internet, hita, rafmagn og þrif Samstöðvarinnar sem er í eigu Alþýðufélagsins ehf. Allt hefur þetta verið mögulegt vegna ríkisstyrks Sósíalistaflokks Íslands. Aðalfundur Vorstjörnunnar sem haldinn var í gær var annar fundur félagsins frá stofnun fyrir fjórum árum. Bar hann allt handbragð þeirrar stjórnar sem Gunnars Smári fór fyrir áður en núverandi stjórn tók við á síðasta aðalfundi SÍ. Til fundarins var ólöglega boðað. Sigrún E. Unnsteinsdóttir stjórnarmaður Vorstjörnunnar var ekki boðuð á fundinn og var algerlega sniðgengin í undirbúningi hans. Spurningar voru bannaðar, fundarmönnum ýmist sagt að þegja eða halda sér saman. Í stjórn voru síðan kosnir 17 stjórnarliðar nákvæmlega eins og hjá Alþýðufélaginu ehf sem á Samstöðina. Tilviljun? Fundi var snarlega slitið þegar fyrrum borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins Trausti Breiðafjörð Magnússon spurði úr sal hvað hefði orðið um þá peninga sem hann lagði inn í Vorstjörnuna á meðan hann var borgarfulltrúi. Hann fékk engin svör. Á fundinum voru ýmsir þjóðþekktir einstaklingar eins og Ólína Þorvarðardóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Vigdís Grímsdóttir og Arnar Jónsson sem Gunnar Smári virðist hafa narrað til fylgilags við sig. Ég er ekki alveg viss um að þau hafi vitað að nota ætti þau til að gera Sósíalistaflokkinn heimilislausan og taka yfir peninga sem upprunnir eru sem ríkisstyrkur til Sósíalistaflokksins. Ég hef áður minnst á flokkseigendafélag Gunnars Smára, að hann hafi persónulega átt Rauða þráðinn, opinberan Facebook þráð flokksins sem hann tók með sér eftir að hafa tapað kosningum á síðasta aðalfundi SÍ. Það nægði honum ekki alveg. Nú hefur hann með ehf væðingu sinni á Sósíalistaflokknum tekist að ná til sín Samstöðinni sem byggð var upp fyrir ríkisstyrki flokksins og sjálfboðaliðum úr Sósíalistaflokknum. Einnig hefur hann náð Vorstjörnunni sem geymir nú á bankabók sinni þó nokkrar milljónir af ríkisstyrk Sósíalistaflokksins og ekki nóg með það, hann hefur ásamt Sönnu Magdalenu og þeirra fylgdarliði úr gömlu stjórninni yfirtekið húsnæði flokksins og varpað honum á dyr. Staðan er því þessi hjá Sósíalistaflokknum: Er án húsnæðis en með á bankabók sinni nokkrar milljónir því Hallfríður Þórarinsdóttir gjaldkeri fyrrum framkvæmdarstjórnar og þeirrar nýju, neitaði Gunnari Smára að millifæra helming ríkisstyrk Sósíalistaflokksins yfir á Vorstjörnuna nema hún fengi að sjá einhverja samninga eða samþykktir þar um. Varð Gunnar Smári algerlega brjálaður við þessa beiðni hennar og rak hana sem gjaldkera flokksins froðufellandi af reiði fyrir það eitt að vilja sjá lögleg skjöl um skuldbindingar flokksins. Staða flokkseigendafélags Gunnars Smára og Sönnu Magdalenu: Eru með fyrrum opinberan spjallþráð Sósíalistaflokksins því Gunnar Smári átti hann persónulega.Hafa yfirtekið Vorstjörnuna, dótturfélag Sósíalistaflokksins, og þar með þó nokkrar milljónir af ríkisstyrk flokksins.Hafa tekið Samstöðina sem var byggð upp fyrir ríkisstyrki Sósíalistaflokksins og sjálfboðastarf félaga Sósíalistaflokksins. Sósíalistaflokkurinn hefur greitt til Samstöðvarinnar rúmar 11 milljónir kr. á þessu ári. Hafa yfirtekið húsnæði Sósíalistaflokksins til fimm ára. Húsnæði sem sjálfboðaliðar flokksins byggðu upp frá grunni. Þetta er í raun kostuleg staða því að í nýrri ólöglegri stjórn Vorstjörnunnar sitja nú nokkrir fyrrum stjórnarliðar Sósíalistaflokksins sem fengu ekki brautargengi á síðasta aðalfundi. Þau neita hreinlega að láta af völdum og hafa nú rænt flokknum með klækjabrögðum sem eingöngu var hægt að framkvæma vegna ehf væðingar Gunnars Smára á flokknum. Í Vorstjörnunni voru bara 23 félagar þangað til fyrir um mánuði síðan. Vorstjarnan var ekki yfirtekin af sósíalistum heldur allra flokka fylgjendum, einna helst krötum og sjálfstæðismönnum sem fyrrum stjórn Sósíalistaflokksins smalaði í félagið. Þetta fólk er nú með Vorstjörnuna í höndunum og þar með fjármuni sem upprunnir eru sem ríkisstyrkur Sósíalistaflokks Íslands. Styrkur sem eyrnamerktur er stjórnmálastarfi. Það má þó segja að þau hafi verið asskoti snjöll í uppsetningu á þessu batteríi öllu saman nema að einn hængur er þar á. Virðing fyrir lögum og rétti hefur ekki verið virtur og mun nýkjörin stjórn Sósíalistaflokksins leita réttar síns fyrir hönd flokksins. Þótt þetta sé ekki sá slagur sem nýkjörin stjórn hefur kosið að eyða kröftum sínum og tíma í, þá ber okkur skylda til að koma reiður á fjármál og innra skipulag flokksins. Þegar það er frá, förum við að einbeita okkur að því sem hjarta okkur stendur næst. Baráttunni fyrir betra samfélagi. Höfundur er stjórnarmaður í framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokks Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun