Hommar mega enn ekki gefa blóð Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2025 23:17 Björn Rúnar segir það mikil tímamót að hafa í dag tekið upp svokallaða NAT-skimun. Það geti orðið til þess að hommar geti fengið að gefa blóð. Vísir/Arnar Samkynhneigðir karlmenn mega enn ekki gefa blóð á Íslandi. Fjallað var um það í fréttum í október á síðasta ári að búið væri að breyta reglugerð þannig að samkynhneigðir karlmenn mættu gefa blóð og að reglugerðin myndi taka gildi í dag, 1. júlí. Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Blóðbankans, segir það ekki rétt. Það hafi verið misskilningur hjá ráðherra þegar hann fullyrti þetta í fréttum í október. Það rétta sé að í dag hafi formlega verið tekin í notkun svokölluð NAT-skimun sem geti greint hvort blóðgjafar séu með lifrarbólgu B, lifrarbólgu C eða HIV. „Við byrjuðum að keyra þessa NAT-skimun á öllum blóðgjöfum í dag. Þá erum við að skima fyrir þessum algengustu veirusýkingum fyrir lifrarbólgu og HIV. Við byrjuðum að keyra það í janúar en byrjuðum í dag að keyra þetta á öllum blóðgjöfunum okkar,“ segir Björn Rúnar. Þrjár nefndir þurfa að koma saman Hann segir að þessi skimun verði keyrð áfram í nokkra mánuði og á sama tíma þurfi þrjár nefndir að koma saman til að endurmeta áhættumat þar sem kveðið er á um að samkynhneigðir karlmenn séu í áhættuhópi og megi því ekki gefa blóð. Nefndirnar þrjár eru ráðgjafanefnd um blóðhlutanotkun, nefnd um blóðhlutanotkun á Landspítalanum og sóttvarnaráð. „Þau þurfa að taka afstöðu til þess hvort það eigi að breyta áhættumatinu. Það þarf að gera formlegt áhættumat um smitsjúkdóma og fara í ákveðnar ráðstafanir út frá því sem áhættumatið segir,“ segir Björn Rúnar og að ráðuneytið og landlæknisembættið framkvæmi eftir að þessar nefndir og ráð gefi sitt álit. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Björn Rúnar segir færri konur gefa blóð á Íslandi samanborið við önnur Evrópulönd. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar segir að loknu þessi ferli gæti íslenski blóðbankinn leyft samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Það hafi verið gert í Evrópu, en alltaf að undangengnu áhættumati. „Við erum búin að óska eftir því formlega við þessa aðila og bíðum bara eftir því hver niðurstaðan verður.“ Baráttumál í blóðgjöf Björn Rúnar segist hafa barist fyrir þessu máli frá því að hann tók við sem framkvæmdastjóri. Hann hafi nú fengið fjárheimild fyrir skimuninni og hún komin í gagnið. Næst þurfi að sannreyna niðurstöður og bera saman við fyrri leiðir. Það verði gert í nokkra mánuði og þegar þau eru orðin sátt verði hægt að breyta þessu. „Það verður að gera það eftir að allt annað í þessu ferli á sér stað.“ Hann segir Blóðbankann alltaf vinna að því að fjölga blóðgjöfum. „Þetta er stórkostlegur hópur, og ómetanlegur, við gætum aldrei nógsamlega þakkað þeim. En við erum alltaf að reyna að stækka hópinn og sérstaklega reyna að fá fleiri konur sem blóðgjafa. Það skortir dálítið á það miðað við önnur Evrópu.“ Ný blóðgjafastöð í Kringlunni Hann segir margt á döfinni hjá þeim. Um miðjan ágúst verði opnuð ný blóðgjafastöð í Kringlunni og svo sé verið að innrétta lítinn blóðgjafabíl sem verði ekið um landið. „Það er virkilega ánægjulegt að innleiða þetta og byrja í dag. Við erum gríðarlega stolt af því og margar hendur sem hafa unnið að þessu. En síðan þarf að breyta áhættumatinu og reglugerðinni í réttum skrefum. Þetta er fyrsta skrefið í því ferli, mjög mikilvægt skref.“ Blóðgjöf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Hinsegin Landspítalinn Embætti landlæknis Tengdar fréttir Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið. 4. október 2024 18:02 Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Blóðbankans, segir það ekki rétt. Það hafi verið misskilningur hjá ráðherra þegar hann fullyrti þetta í fréttum í október. Það rétta sé að í dag hafi formlega verið tekin í notkun svokölluð NAT-skimun sem geti greint hvort blóðgjafar séu með lifrarbólgu B, lifrarbólgu C eða HIV. „Við byrjuðum að keyra þessa NAT-skimun á öllum blóðgjöfum í dag. Þá erum við að skima fyrir þessum algengustu veirusýkingum fyrir lifrarbólgu og HIV. Við byrjuðum að keyra það í janúar en byrjuðum í dag að keyra þetta á öllum blóðgjöfunum okkar,“ segir Björn Rúnar. Þrjár nefndir þurfa að koma saman Hann segir að þessi skimun verði keyrð áfram í nokkra mánuði og á sama tíma þurfi þrjár nefndir að koma saman til að endurmeta áhættumat þar sem kveðið er á um að samkynhneigðir karlmenn séu í áhættuhópi og megi því ekki gefa blóð. Nefndirnar þrjár eru ráðgjafanefnd um blóðhlutanotkun, nefnd um blóðhlutanotkun á Landspítalanum og sóttvarnaráð. „Þau þurfa að taka afstöðu til þess hvort það eigi að breyta áhættumatinu. Það þarf að gera formlegt áhættumat um smitsjúkdóma og fara í ákveðnar ráðstafanir út frá því sem áhættumatið segir,“ segir Björn Rúnar og að ráðuneytið og landlæknisembættið framkvæmi eftir að þessar nefndir og ráð gefi sitt álit. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Björn Rúnar segir færri konur gefa blóð á Íslandi samanborið við önnur Evrópulönd. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar segir að loknu þessi ferli gæti íslenski blóðbankinn leyft samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Það hafi verið gert í Evrópu, en alltaf að undangengnu áhættumati. „Við erum búin að óska eftir því formlega við þessa aðila og bíðum bara eftir því hver niðurstaðan verður.“ Baráttumál í blóðgjöf Björn Rúnar segist hafa barist fyrir þessu máli frá því að hann tók við sem framkvæmdastjóri. Hann hafi nú fengið fjárheimild fyrir skimuninni og hún komin í gagnið. Næst þurfi að sannreyna niðurstöður og bera saman við fyrri leiðir. Það verði gert í nokkra mánuði og þegar þau eru orðin sátt verði hægt að breyta þessu. „Það verður að gera það eftir að allt annað í þessu ferli á sér stað.“ Hann segir Blóðbankann alltaf vinna að því að fjölga blóðgjöfum. „Þetta er stórkostlegur hópur, og ómetanlegur, við gætum aldrei nógsamlega þakkað þeim. En við erum alltaf að reyna að stækka hópinn og sérstaklega reyna að fá fleiri konur sem blóðgjafa. Það skortir dálítið á það miðað við önnur Evrópu.“ Ný blóðgjafastöð í Kringlunni Hann segir margt á döfinni hjá þeim. Um miðjan ágúst verði opnuð ný blóðgjafastöð í Kringlunni og svo sé verið að innrétta lítinn blóðgjafabíl sem verði ekið um landið. „Það er virkilega ánægjulegt að innleiða þetta og byrja í dag. Við erum gríðarlega stolt af því og margar hendur sem hafa unnið að þessu. En síðan þarf að breyta áhættumatinu og reglugerðinni í réttum skrefum. Þetta er fyrsta skrefið í því ferli, mjög mikilvægt skref.“
Blóðgjöf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Hinsegin Landspítalinn Embætti landlæknis Tengdar fréttir Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið. 4. október 2024 18:02 Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið. 4. október 2024 18:02
Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47