Hommar mega enn ekki gefa blóð Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2025 23:17 Björn Rúnar segir það mikil tímamót að hafa í dag tekið upp svokallaða NAT-skimun. Það geti orðið til þess að hommar geti fengið að gefa blóð. Vísir/Arnar Samkynhneigðir karlmenn mega enn ekki gefa blóð á Íslandi. Fjallað var um það í fréttum í október á síðasta ári að búið væri að breyta reglugerð þannig að samkynhneigðir karlmenn mættu gefa blóð og að reglugerðin myndi taka gildi í dag, 1. júlí. Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Blóðbankans, segir það ekki rétt. Það hafi verið misskilningur hjá ráðherra þegar hann fullyrti þetta í fréttum í október. Það rétta sé að í dag hafi formlega verið tekin í notkun svokölluð NAT-skimun sem geti greint hvort blóðgjafar séu með lifrarbólgu B, lifrarbólgu C eða HIV. „Við byrjuðum að keyra þessa NAT-skimun á öllum blóðgjöfum í dag. Þá erum við að skima fyrir þessum algengustu veirusýkingum fyrir lifrarbólgu og HIV. Við byrjuðum að keyra það í janúar en byrjuðum í dag að keyra þetta á öllum blóðgjöfunum okkar,“ segir Björn Rúnar. Þrjár nefndir þurfa að koma saman Hann segir að þessi skimun verði keyrð áfram í nokkra mánuði og á sama tíma þurfi þrjár nefndir að koma saman til að endurmeta áhættumat þar sem kveðið er á um að samkynhneigðir karlmenn séu í áhættuhópi og megi því ekki gefa blóð. Nefndirnar þrjár eru ráðgjafanefnd um blóðhlutanotkun, nefnd um blóðhlutanotkun á Landspítalanum og sóttvarnaráð. „Þau þurfa að taka afstöðu til þess hvort það eigi að breyta áhættumatinu. Það þarf að gera formlegt áhættumat um smitsjúkdóma og fara í ákveðnar ráðstafanir út frá því sem áhættumatið segir,“ segir Björn Rúnar og að ráðuneytið og landlæknisembættið framkvæmi eftir að þessar nefndir og ráð gefi sitt álit. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Björn Rúnar segir færri konur gefa blóð á Íslandi samanborið við önnur Evrópulönd. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar segir að loknu þessi ferli gæti íslenski blóðbankinn leyft samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Það hafi verið gert í Evrópu, en alltaf að undangengnu áhættumati. „Við erum búin að óska eftir því formlega við þessa aðila og bíðum bara eftir því hver niðurstaðan verður.“ Baráttumál í blóðgjöf Björn Rúnar segist hafa barist fyrir þessu máli frá því að hann tók við sem framkvæmdastjóri. Hann hafi nú fengið fjárheimild fyrir skimuninni og hún komin í gagnið. Næst þurfi að sannreyna niðurstöður og bera saman við fyrri leiðir. Það verði gert í nokkra mánuði og þegar þau eru orðin sátt verði hægt að breyta þessu. „Það verður að gera það eftir að allt annað í þessu ferli á sér stað.“ Hann segir Blóðbankann alltaf vinna að því að fjölga blóðgjöfum. „Þetta er stórkostlegur hópur, og ómetanlegur, við gætum aldrei nógsamlega þakkað þeim. En við erum alltaf að reyna að stækka hópinn og sérstaklega reyna að fá fleiri konur sem blóðgjafa. Það skortir dálítið á það miðað við önnur Evrópu.“ Ný blóðgjafastöð í Kringlunni Hann segir margt á döfinni hjá þeim. Um miðjan ágúst verði opnuð ný blóðgjafastöð í Kringlunni og svo sé verið að innrétta lítinn blóðgjafabíl sem verði ekið um landið. „Það er virkilega ánægjulegt að innleiða þetta og byrja í dag. Við erum gríðarlega stolt af því og margar hendur sem hafa unnið að þessu. En síðan þarf að breyta áhættumatinu og reglugerðinni í réttum skrefum. Þetta er fyrsta skrefið í því ferli, mjög mikilvægt skref.“ Blóðgjöf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Hinsegin Landspítalinn Embætti landlæknis Tengdar fréttir Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið. 4. október 2024 18:02 Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Blóðbankans, segir það ekki rétt. Það hafi verið misskilningur hjá ráðherra þegar hann fullyrti þetta í fréttum í október. Það rétta sé að í dag hafi formlega verið tekin í notkun svokölluð NAT-skimun sem geti greint hvort blóðgjafar séu með lifrarbólgu B, lifrarbólgu C eða HIV. „Við byrjuðum að keyra þessa NAT-skimun á öllum blóðgjöfum í dag. Þá erum við að skima fyrir þessum algengustu veirusýkingum fyrir lifrarbólgu og HIV. Við byrjuðum að keyra það í janúar en byrjuðum í dag að keyra þetta á öllum blóðgjöfunum okkar,“ segir Björn Rúnar. Þrjár nefndir þurfa að koma saman Hann segir að þessi skimun verði keyrð áfram í nokkra mánuði og á sama tíma þurfi þrjár nefndir að koma saman til að endurmeta áhættumat þar sem kveðið er á um að samkynhneigðir karlmenn séu í áhættuhópi og megi því ekki gefa blóð. Nefndirnar þrjár eru ráðgjafanefnd um blóðhlutanotkun, nefnd um blóðhlutanotkun á Landspítalanum og sóttvarnaráð. „Þau þurfa að taka afstöðu til þess hvort það eigi að breyta áhættumatinu. Það þarf að gera formlegt áhættumat um smitsjúkdóma og fara í ákveðnar ráðstafanir út frá því sem áhættumatið segir,“ segir Björn Rúnar og að ráðuneytið og landlæknisembættið framkvæmi eftir að þessar nefndir og ráð gefi sitt álit. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Björn Rúnar segir færri konur gefa blóð á Íslandi samanborið við önnur Evrópulönd. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar segir að loknu þessi ferli gæti íslenski blóðbankinn leyft samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Það hafi verið gert í Evrópu, en alltaf að undangengnu áhættumati. „Við erum búin að óska eftir því formlega við þessa aðila og bíðum bara eftir því hver niðurstaðan verður.“ Baráttumál í blóðgjöf Björn Rúnar segist hafa barist fyrir þessu máli frá því að hann tók við sem framkvæmdastjóri. Hann hafi nú fengið fjárheimild fyrir skimuninni og hún komin í gagnið. Næst þurfi að sannreyna niðurstöður og bera saman við fyrri leiðir. Það verði gert í nokkra mánuði og þegar þau eru orðin sátt verði hægt að breyta þessu. „Það verður að gera það eftir að allt annað í þessu ferli á sér stað.“ Hann segir Blóðbankann alltaf vinna að því að fjölga blóðgjöfum. „Þetta er stórkostlegur hópur, og ómetanlegur, við gætum aldrei nógsamlega þakkað þeim. En við erum alltaf að reyna að stækka hópinn og sérstaklega reyna að fá fleiri konur sem blóðgjafa. Það skortir dálítið á það miðað við önnur Evrópu.“ Ný blóðgjafastöð í Kringlunni Hann segir margt á döfinni hjá þeim. Um miðjan ágúst verði opnuð ný blóðgjafastöð í Kringlunni og svo sé verið að innrétta lítinn blóðgjafabíl sem verði ekið um landið. „Það er virkilega ánægjulegt að innleiða þetta og byrja í dag. Við erum gríðarlega stolt af því og margar hendur sem hafa unnið að þessu. En síðan þarf að breyta áhættumatinu og reglugerðinni í réttum skrefum. Þetta er fyrsta skrefið í því ferli, mjög mikilvægt skref.“
Blóðgjöf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Hinsegin Landspítalinn Embætti landlæknis Tengdar fréttir Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið. 4. október 2024 18:02 Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið. 4. október 2024 18:02
Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47