„Þurfum að huga að forvörnum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2025 12:05 Alma Möller segir löggjöfina setta fram til að vernda börn og ungmenni. Vísir/Ívar Fannar/Egill Heilbrigðisráðherra segir áform um lagasetningu er varðar heildstæða löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur fyrst og fremst sett fram til að vernda börn og ungmenni. Heilbrigðisráðherra birti á dögunum áform um lagasetningu sem miða að því að setja eina heildstæða löggjöf um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Þar segir að í ljósi þess hve notkun rafretta og nikótínpúða sé útbreidd og um að ræða vörur sem eru skaðlegar heilsu séu aðgerðir nauðsynlegar. Notkun á rafrettum og nikótínpúðum hefur aukist mikið síðustu ár samkvæmt tölum frá Landlækni. Heilbrigðisráðherra segir áformin lúta að því að vernda börn og ungmenni fyrir skaðlegum áhrifum nikótíns „Þarna er til dæmis verið að huga að því að það verði spurt um skilríki. Það er verið að huga að því með auglýsingar, hvort það eigi að skilgreina hámarks nikótínmagn því það er hærra hér en annars staðar. Það er hugað að bragðefnum sem sérstaklega höfða til barna,“ sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra. Áformin sett fram til samráðs Alma segir það vitað mál að nikótín hafi skaðleg áhrif á þroska heilans hjá ungu fólki og geti valdið kvíða. „Þetta er auðvitað mikilvægt í ljósi þess að við sjáum vaxandi kvíða hjá börnum og ungmennum. Við getum ekki bara bætt við meðferðarúrræðum, við þurfum að huga að forvörnum.“ Í viðtali við eiganda verslunar sem selur nikótínvörur sagðist hún óttast að boð og bönn ráðherra myndu þýða að fyrirtæki hennar færi í þrot. Hún sagði alla vilja gera vel í þessum efnum og gagnrýndi stjórnvöld fyrir samráðsleysi. Alma segir enn tækifæri til samráðs. „Þetta sem kynnt var eru áform um lagasetningu sem sett eru fram einmitt til samráðs. Fólk verður auðvitað að koma sínum áhyggjum á framfæri með formlegum hætti,“ sagði Alma að lokum. Segir ekki verið að höfða til þeirra sem þurfi að losna við tóbak Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands, telur árangur hvað varðar reykingar tilkominn vegna mjög öflugra forvarnaraðgerða en að það sé áhyggjuefni að ungmenni ánetjist notkun nikótínpúða hraðar en gerðist með sígarettur. Engin tilviljun sé að bragðefni séu sett í tóbak og nikótínvörur. „Þau eru sett til að auka söluna. Sömuleiðis eru umbúðirnar gerðar litríkar og líkjast sælgætisumbúðum og það er gert til að höfða til barna og ungmenna. Það er ekki verið að höfða til þeirra sem eru reykingamenn og þurfa að losna við tóbak,“ segir Karl Andersen prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands. Karl telur áðurnefnd áform um lagasetningu af hinu góða og samhljóma tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Eftir að við höfum náð þessum góða árangri með reyktóbakið þá er verið að kasta á glæ þessum árangri ef við ætlum að færa nikótínneysluna yfir í þessar vörur sem eru þá markaðssettar án stórra hindrana gagnvart ungu fólki.“ Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verslun Embætti landlæknis Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra birti á dögunum áform um lagasetningu sem miða að því að setja eina heildstæða löggjöf um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Þar segir að í ljósi þess hve notkun rafretta og nikótínpúða sé útbreidd og um að ræða vörur sem eru skaðlegar heilsu séu aðgerðir nauðsynlegar. Notkun á rafrettum og nikótínpúðum hefur aukist mikið síðustu ár samkvæmt tölum frá Landlækni. Heilbrigðisráðherra segir áformin lúta að því að vernda börn og ungmenni fyrir skaðlegum áhrifum nikótíns „Þarna er til dæmis verið að huga að því að það verði spurt um skilríki. Það er verið að huga að því með auglýsingar, hvort það eigi að skilgreina hámarks nikótínmagn því það er hærra hér en annars staðar. Það er hugað að bragðefnum sem sérstaklega höfða til barna,“ sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra. Áformin sett fram til samráðs Alma segir það vitað mál að nikótín hafi skaðleg áhrif á þroska heilans hjá ungu fólki og geti valdið kvíða. „Þetta er auðvitað mikilvægt í ljósi þess að við sjáum vaxandi kvíða hjá börnum og ungmennum. Við getum ekki bara bætt við meðferðarúrræðum, við þurfum að huga að forvörnum.“ Í viðtali við eiganda verslunar sem selur nikótínvörur sagðist hún óttast að boð og bönn ráðherra myndu þýða að fyrirtæki hennar færi í þrot. Hún sagði alla vilja gera vel í þessum efnum og gagnrýndi stjórnvöld fyrir samráðsleysi. Alma segir enn tækifæri til samráðs. „Þetta sem kynnt var eru áform um lagasetningu sem sett eru fram einmitt til samráðs. Fólk verður auðvitað að koma sínum áhyggjum á framfæri með formlegum hætti,“ sagði Alma að lokum. Segir ekki verið að höfða til þeirra sem þurfi að losna við tóbak Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands, telur árangur hvað varðar reykingar tilkominn vegna mjög öflugra forvarnaraðgerða en að það sé áhyggjuefni að ungmenni ánetjist notkun nikótínpúða hraðar en gerðist með sígarettur. Engin tilviljun sé að bragðefni séu sett í tóbak og nikótínvörur. „Þau eru sett til að auka söluna. Sömuleiðis eru umbúðirnar gerðar litríkar og líkjast sælgætisumbúðum og það er gert til að höfða til barna og ungmenna. Það er ekki verið að höfða til þeirra sem eru reykingamenn og þurfa að losna við tóbak,“ segir Karl Andersen prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands. Karl telur áðurnefnd áform um lagasetningu af hinu góða og samhljóma tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Eftir að við höfum náð þessum góða árangri með reyktóbakið þá er verið að kasta á glæ þessum árangri ef við ætlum að færa nikótínneysluna yfir í þessar vörur sem eru þá markaðssettar án stórra hindrana gagnvart ungu fólki.“
Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verslun Embætti landlæknis Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira