„Þurfum að huga að forvörnum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2025 12:05 Alma Möller segir löggjöfina setta fram til að vernda börn og ungmenni. Vísir/Ívar Fannar/Egill Heilbrigðisráðherra segir áform um lagasetningu er varðar heildstæða löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur fyrst og fremst sett fram til að vernda börn og ungmenni. Heilbrigðisráðherra birti á dögunum áform um lagasetningu sem miða að því að setja eina heildstæða löggjöf um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Þar segir að í ljósi þess hve notkun rafretta og nikótínpúða sé útbreidd og um að ræða vörur sem eru skaðlegar heilsu séu aðgerðir nauðsynlegar. Notkun á rafrettum og nikótínpúðum hefur aukist mikið síðustu ár samkvæmt tölum frá Landlækni. Heilbrigðisráðherra segir áformin lúta að því að vernda börn og ungmenni fyrir skaðlegum áhrifum nikótíns „Þarna er til dæmis verið að huga að því að það verði spurt um skilríki. Það er verið að huga að því með auglýsingar, hvort það eigi að skilgreina hámarks nikótínmagn því það er hærra hér en annars staðar. Það er hugað að bragðefnum sem sérstaklega höfða til barna,“ sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra. Áformin sett fram til samráðs Alma segir það vitað mál að nikótín hafi skaðleg áhrif á þroska heilans hjá ungu fólki og geti valdið kvíða. „Þetta er auðvitað mikilvægt í ljósi þess að við sjáum vaxandi kvíða hjá börnum og ungmennum. Við getum ekki bara bætt við meðferðarúrræðum, við þurfum að huga að forvörnum.“ Í viðtali við eiganda verslunar sem selur nikótínvörur sagðist hún óttast að boð og bönn ráðherra myndu þýða að fyrirtæki hennar færi í þrot. Hún sagði alla vilja gera vel í þessum efnum og gagnrýndi stjórnvöld fyrir samráðsleysi. Alma segir enn tækifæri til samráðs. „Þetta sem kynnt var eru áform um lagasetningu sem sett eru fram einmitt til samráðs. Fólk verður auðvitað að koma sínum áhyggjum á framfæri með formlegum hætti,“ sagði Alma að lokum. Segir ekki verið að höfða til þeirra sem þurfi að losna við tóbak Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands, telur árangur hvað varðar reykingar tilkominn vegna mjög öflugra forvarnaraðgerða en að það sé áhyggjuefni að ungmenni ánetjist notkun nikótínpúða hraðar en gerðist með sígarettur. Engin tilviljun sé að bragðefni séu sett í tóbak og nikótínvörur. „Þau eru sett til að auka söluna. Sömuleiðis eru umbúðirnar gerðar litríkar og líkjast sælgætisumbúðum og það er gert til að höfða til barna og ungmenna. Það er ekki verið að höfða til þeirra sem eru reykingamenn og þurfa að losna við tóbak,“ segir Karl Andersen prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands. Karl telur áðurnefnd áform um lagasetningu af hinu góða og samhljóma tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Eftir að við höfum náð þessum góða árangri með reyktóbakið þá er verið að kasta á glæ þessum árangri ef við ætlum að færa nikótínneysluna yfir í þessar vörur sem eru þá markaðssettar án stórra hindrana gagnvart ungu fólki.“ Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verslun Embætti landlæknis Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra birti á dögunum áform um lagasetningu sem miða að því að setja eina heildstæða löggjöf um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Þar segir að í ljósi þess hve notkun rafretta og nikótínpúða sé útbreidd og um að ræða vörur sem eru skaðlegar heilsu séu aðgerðir nauðsynlegar. Notkun á rafrettum og nikótínpúðum hefur aukist mikið síðustu ár samkvæmt tölum frá Landlækni. Heilbrigðisráðherra segir áformin lúta að því að vernda börn og ungmenni fyrir skaðlegum áhrifum nikótíns „Þarna er til dæmis verið að huga að því að það verði spurt um skilríki. Það er verið að huga að því með auglýsingar, hvort það eigi að skilgreina hámarks nikótínmagn því það er hærra hér en annars staðar. Það er hugað að bragðefnum sem sérstaklega höfða til barna,“ sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra. Áformin sett fram til samráðs Alma segir það vitað mál að nikótín hafi skaðleg áhrif á þroska heilans hjá ungu fólki og geti valdið kvíða. „Þetta er auðvitað mikilvægt í ljósi þess að við sjáum vaxandi kvíða hjá börnum og ungmennum. Við getum ekki bara bætt við meðferðarúrræðum, við þurfum að huga að forvörnum.“ Í viðtali við eiganda verslunar sem selur nikótínvörur sagðist hún óttast að boð og bönn ráðherra myndu þýða að fyrirtæki hennar færi í þrot. Hún sagði alla vilja gera vel í þessum efnum og gagnrýndi stjórnvöld fyrir samráðsleysi. Alma segir enn tækifæri til samráðs. „Þetta sem kynnt var eru áform um lagasetningu sem sett eru fram einmitt til samráðs. Fólk verður auðvitað að koma sínum áhyggjum á framfæri með formlegum hætti,“ sagði Alma að lokum. Segir ekki verið að höfða til þeirra sem þurfi að losna við tóbak Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands, telur árangur hvað varðar reykingar tilkominn vegna mjög öflugra forvarnaraðgerða en að það sé áhyggjuefni að ungmenni ánetjist notkun nikótínpúða hraðar en gerðist með sígarettur. Engin tilviljun sé að bragðefni séu sett í tóbak og nikótínvörur. „Þau eru sett til að auka söluna. Sömuleiðis eru umbúðirnar gerðar litríkar og líkjast sælgætisumbúðum og það er gert til að höfða til barna og ungmenna. Það er ekki verið að höfða til þeirra sem eru reykingamenn og þurfa að losna við tóbak,“ segir Karl Andersen prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands. Karl telur áðurnefnd áform um lagasetningu af hinu góða og samhljóma tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Eftir að við höfum náð þessum góða árangri með reyktóbakið þá er verið að kasta á glæ þessum árangri ef við ætlum að færa nikótínneysluna yfir í þessar vörur sem eru þá markaðssettar án stórra hindrana gagnvart ungu fólki.“
Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verslun Embætti landlæknis Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira