Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Árni Sæberg skrifar 27. júní 2025 16:38 Jakub Polkowski á þáverandi heimili sínu í Keflavík. vísir Einkahlutafélag sem keypti hús í Keflavík á nauðungarsölu fyrir þrjár milljónir króna hefur selt húsið fyrir 78 milljónir. Ungur öryrki var borinn út úr húsinu vegna vangreiddra gjalda. Hann hefur nú verið krafinn um að setja fram málskostnaðartryggingu vegna máls sem hann hefur höfðað á hendur félaginu, Reykjanesbæ og íslenska ríkinu. Húsið varð landsþekkt yfir nótt í júní í fyrra þegar greint var frá því að hús Jakubs Polkowski, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, hafi verið selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir króna, vegna vanskila Jakubs á gjöldum. Vissi ekki að hann þyrfti að borga gjöldin Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð en Jakub og fjölskylda fluttu í félagslegt húsnæði á vegum Reykjanesbæjar ágúst í fyrra. Kaupandi hússins var útgerðarstjóri úr Sandgerði, sem var eindregið hvattur til þess að draga kaupin til baka. Hann sagðist í samtali við fréttastofu á sínum tíma ekki hafa gert neitt rangt, hann hafi einfaldlega mætt á uppboð líkt og hann hafi margoft áður gert. Hann sagðist hafa gert allskonar kaup á uppboðum í gegnum tíðina og sagðist meðal annars hafa keypt sér bát á góðu verði skömmu áður. Greint var frá því í fyrra að húsið hefði verið sett á sölu og uppsett verð væri 82 milljónir króna. Samkvæmt afsali sem gefið var út í maí greiddu nýir eigendur hússins 78 milljónir króna fyrir það. Það gerir 75 milljóna króna söluhagnað. Fasteignasali sem annaðist söluna sagði þó í samtali við Vísi að ráðist hefði verið í talsverðar endurbætur á húsinu áður en það var sett á sölu. Höfðaði mál en það kostar rúma milljón ÖBÍ réttindasamtök ákváðu skömmu eftir að málið kom upp að höfða mál á hendur kaupanda hússins og íslenska ríkinu. Það gerði Jakob sömuleiðis en hann stefndi kaupandanum, ríkinu og Reykjanesbæ í febrúar þessa árs til greiðslu 59 milljóna króna. Sæstjarnan gerði kröfu um að Jakub legði fram 1,45 milljónir króna í málskostnaðartryggingu. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness varðandi kröfuna segir að Sæstjarnan hafi reist kröfu sína á því að Jakub væri ekki borgunarmaður fyrir málskostnaði þeim sem hann kynni að verða dæmdur til að greiða vegna málarekstursins. Til að mynda hefði árangurslaust fjárnám verið gert hjá honum í þrígang. „Stefnandi sé öryrki sem búi í félagslegu húsnæði á vegum Reykjanesbæjar og hafi í þrígang verið dæmdur til refsingar í málum er varða fíkniefnabrot, vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni.“ Héraðsdómur félls á kröfur Sæstjörnunnar að mestu leyti og gerði Jakubi að reiða fram 1,1 milljón króna í málskostnaðartryggingu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms og í dag birti Hæstiréttur ákvörðun sína um að hafna kæruleyfisumsókn Jakubs. Hann þarf því að leggja fram 1,1 milljón vilji hann halda málarekstrinum áfram. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Húsnæðismál Stjórnsýsla Dómsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Húsið varð landsþekkt yfir nótt í júní í fyrra þegar greint var frá því að hús Jakubs Polkowski, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, hafi verið selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir króna, vegna vanskila Jakubs á gjöldum. Vissi ekki að hann þyrfti að borga gjöldin Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð en Jakub og fjölskylda fluttu í félagslegt húsnæði á vegum Reykjanesbæjar ágúst í fyrra. Kaupandi hússins var útgerðarstjóri úr Sandgerði, sem var eindregið hvattur til þess að draga kaupin til baka. Hann sagðist í samtali við fréttastofu á sínum tíma ekki hafa gert neitt rangt, hann hafi einfaldlega mætt á uppboð líkt og hann hafi margoft áður gert. Hann sagðist hafa gert allskonar kaup á uppboðum í gegnum tíðina og sagðist meðal annars hafa keypt sér bát á góðu verði skömmu áður. Greint var frá því í fyrra að húsið hefði verið sett á sölu og uppsett verð væri 82 milljónir króna. Samkvæmt afsali sem gefið var út í maí greiddu nýir eigendur hússins 78 milljónir króna fyrir það. Það gerir 75 milljóna króna söluhagnað. Fasteignasali sem annaðist söluna sagði þó í samtali við Vísi að ráðist hefði verið í talsverðar endurbætur á húsinu áður en það var sett á sölu. Höfðaði mál en það kostar rúma milljón ÖBÍ réttindasamtök ákváðu skömmu eftir að málið kom upp að höfða mál á hendur kaupanda hússins og íslenska ríkinu. Það gerði Jakob sömuleiðis en hann stefndi kaupandanum, ríkinu og Reykjanesbæ í febrúar þessa árs til greiðslu 59 milljóna króna. Sæstjarnan gerði kröfu um að Jakub legði fram 1,45 milljónir króna í málskostnaðartryggingu. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness varðandi kröfuna segir að Sæstjarnan hafi reist kröfu sína á því að Jakub væri ekki borgunarmaður fyrir málskostnaði þeim sem hann kynni að verða dæmdur til að greiða vegna málarekstursins. Til að mynda hefði árangurslaust fjárnám verið gert hjá honum í þrígang. „Stefnandi sé öryrki sem búi í félagslegu húsnæði á vegum Reykjanesbæjar og hafi í þrígang verið dæmdur til refsingar í málum er varða fíkniefnabrot, vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni.“ Héraðsdómur félls á kröfur Sæstjörnunnar að mestu leyti og gerði Jakubi að reiða fram 1,1 milljón króna í málskostnaðartryggingu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms og í dag birti Hæstiréttur ákvörðun sína um að hafna kæruleyfisumsókn Jakubs. Hann þarf því að leggja fram 1,1 milljón vilji hann halda málarekstrinum áfram.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Húsnæðismál Stjórnsýsla Dómsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira