Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi Agnar Már Másson skrifar 25. júní 2025 20:35 „Trump, hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það,“ sagði Þorgerður. Svandísi er ekki skemmt. Vísir/Samsett Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hjólar í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra fyrir að kalla Donald Trump „heillandi“ í viðtali í dag. Framkoma Þorgerðar sé niðurlægjandi fyrir konur og alla sem láta sig mannréttindi varða. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra greindi frá því í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að hún hefði tekið í höndina á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hún lýsti Bandaríkjaforseta sem heillandi. „Hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það,“ sagði Þorgerður. Svandís, sem var ráðherra úr röðum Vinstri grænna í síðustu ríkisstjórn, hjólar í Þorgerði í færslu á Facebook þar sem hún bendir á að Trump hafi ítrekað ógnað lýðræðinu, mannréttindum, kvenfrelsi og alþjóðalögum, og ekkert bendi til annars en að hann haldi því áfram. „Íslensk stjórnvöld hittu Trump á NATO-fundi á dögunum – og það sem situr eftir er að utanríkisráðherra lýsir honum sem heillandi karli í fréttum,“ skrifar Svandís. „Það er niðurlægjandi. Ekki bara fyrir konur. Ekki bara fyrir lýðræðissinna. Heldur fyrir okkur öll – sem viljum að Ísland standi með mannréttindum, friði og frelsi.“ Þá tekur hún fram að Vinstrihreyfingin, grænt framboð hafni þessum „undirlægjutóni“ en flokkur Svandísar hefur tapað verulegu fylgi að undanförnu og tókst ekki að tryggja sér sæti í síðustu þingkosningum í nóvember. Hann á þó sextán sveitarstjórnarfulltrúa víða um landið. „Við trúum á utanríkisstefnu með sjálfsvirðingu. Við trúum á að Ísland tali af reisn – líka við valdamenn,“ skrifar hún og bætir við að hlutverk Íslands sem smáríkis sé ekki að „smjaðra“, heldur að tala skýrt og standa með réttlæti og mannréttindum. „Það er ekkert „heillandi“ við að ógna lýðræðinu. Það er alvarlegt. Og við mætum því með reisn og sjálfsvirðingu.“ Donald Trump Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn NATO Utanríkismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra greindi frá því í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að hún hefði tekið í höndina á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hún lýsti Bandaríkjaforseta sem heillandi. „Hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það,“ sagði Þorgerður. Svandís, sem var ráðherra úr röðum Vinstri grænna í síðustu ríkisstjórn, hjólar í Þorgerði í færslu á Facebook þar sem hún bendir á að Trump hafi ítrekað ógnað lýðræðinu, mannréttindum, kvenfrelsi og alþjóðalögum, og ekkert bendi til annars en að hann haldi því áfram. „Íslensk stjórnvöld hittu Trump á NATO-fundi á dögunum – og það sem situr eftir er að utanríkisráðherra lýsir honum sem heillandi karli í fréttum,“ skrifar Svandís. „Það er niðurlægjandi. Ekki bara fyrir konur. Ekki bara fyrir lýðræðissinna. Heldur fyrir okkur öll – sem viljum að Ísland standi með mannréttindum, friði og frelsi.“ Þá tekur hún fram að Vinstrihreyfingin, grænt framboð hafni þessum „undirlægjutóni“ en flokkur Svandísar hefur tapað verulegu fylgi að undanförnu og tókst ekki að tryggja sér sæti í síðustu þingkosningum í nóvember. Hann á þó sextán sveitarstjórnarfulltrúa víða um landið. „Við trúum á utanríkisstefnu með sjálfsvirðingu. Við trúum á að Ísland tali af reisn – líka við valdamenn,“ skrifar hún og bætir við að hlutverk Íslands sem smáríkis sé ekki að „smjaðra“, heldur að tala skýrt og standa með réttlæti og mannréttindum. „Það er ekkert „heillandi“ við að ógna lýðræðinu. Það er alvarlegt. Og við mætum því með reisn og sjálfsvirðingu.“
Donald Trump Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn NATO Utanríkismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira