Segja manninn hafa glímt við alvarleg veikindi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júní 2025 18:57 Maður og dóttir hans fundust látinn á hótelherbergi á Edition hótelinu í Reykjavík fyrir rúmlega viku. Móðirin var handtekin með stungusár. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem fannst látinn ásamt dóttur sinni á hótelherbergi á Edition hótelinu í Reykjavík var illa á sig kominn vegna alvarlegrar nýrnabilunar og hefði átt að vera reglulega í skilunarvél. Þetta fullyrðir fréttastofa RÚV en lögreglan hefur ekki viljað tjá sig frekar um málið. Samkvæmt umfjöllun RÚV var maðurinn frá Nýju Kaledóníu, eyjaklasa í Suðvestur-Kyrrahafi sem tilheyrir Frakklandi. Konan er aftur á móti fædd í Frakklandi en foreldrar hennar eru frá Asíu. Þau áttu aðeins þessa einu dóttur, sem fannst látin ásamt föður sínum í herberginu. Bæði áttu þau systkini sem lögreglan hefur verið í samskiptum við. Eins og greint hefur verið frá er franska konan á sextugsaldri og er hún grunuð um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana. Gæsluvarðhald yfir henni var framlengt um tvær vikur fyrir helgi og gildir til 4. júlí. Samkvæmt umfjöllun RÚV gisti fjölskyldan allar nætur ferðalagsins á Edition hótelinu, en fór í dagsferðir um landið og hegðaði sér þannig eins og hefðbundnir ferðamenn. Þau hafi komið hingað 7. júní og verið með tvö herbergi bókuð á hótelinu, og hafi átt að fljúga aftur til Dyflinnar morguninn sem maðurinn og dóttirin fundust látin, en eins og greint hefur verið frá bjó fjölskyldan í Dyflinni á Írlandi. Sagt er að fjölskyldan hafi verið efnuð, og hafi flutt frá Frakklandi til Dyflinnar árið 2017. Ekkert þeirra sé á hefðbundnum samfélagsmiðlum og því litlar upplýsingar um fólkið að finna á netinu. Manndráp á Reykjavík Edition Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þetta fullyrðir fréttastofa RÚV en lögreglan hefur ekki viljað tjá sig frekar um málið. Samkvæmt umfjöllun RÚV var maðurinn frá Nýju Kaledóníu, eyjaklasa í Suðvestur-Kyrrahafi sem tilheyrir Frakklandi. Konan er aftur á móti fædd í Frakklandi en foreldrar hennar eru frá Asíu. Þau áttu aðeins þessa einu dóttur, sem fannst látin ásamt föður sínum í herberginu. Bæði áttu þau systkini sem lögreglan hefur verið í samskiptum við. Eins og greint hefur verið frá er franska konan á sextugsaldri og er hún grunuð um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana. Gæsluvarðhald yfir henni var framlengt um tvær vikur fyrir helgi og gildir til 4. júlí. Samkvæmt umfjöllun RÚV gisti fjölskyldan allar nætur ferðalagsins á Edition hótelinu, en fór í dagsferðir um landið og hegðaði sér þannig eins og hefðbundnir ferðamenn. Þau hafi komið hingað 7. júní og verið með tvö herbergi bókuð á hótelinu, og hafi átt að fljúga aftur til Dyflinnar morguninn sem maðurinn og dóttirin fundust látin, en eins og greint hefur verið frá bjó fjölskyldan í Dyflinni á Írlandi. Sagt er að fjölskyldan hafi verið efnuð, og hafi flutt frá Frakklandi til Dyflinnar árið 2017. Ekkert þeirra sé á hefðbundnum samfélagsmiðlum og því litlar upplýsingar um fólkið að finna á netinu.
Manndráp á Reykjavík Edition Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira