Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið dregst saman Árni Sæberg skrifar 24. júní 2025 14:41 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Samkvæmt nýrri könnun um stuðning við frumvarp atvinnuvegaráðherra, um hækkun veiðigjalda, hefur dregið úr stuðningi almennings við málið milli mánaða. Stuðningurinn er eftir sem áður mikill. Fátt er meira rætt þessa dagana en frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á útreikningi álagningar veiðigjalda, sem leiða mun til hækkunar innheimtra veiðigjalda. Skoðanakannanafyrirtækið Maskína hefur nú tekið púlsinn á almenningi um málið þrjá mánuði í röð. Svokölluð þjóðgátt Maskínu var spurð eftirfarandi spurningar: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ertu frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum? Stuðningur sjö prósentum minni Samkvæmt nýjustu könnuninni eru 62 prósent almennings hlynnt frumvarpinu, fjórtán prósent í meðallagi hlynnt og 24 prósent andvíg. Sú könnun var framkvæmd dagana 20. til 24. júní og 975 tóku þátt. Í könnun sem framkvæmd var í maí sögðust 69 prósent svarenda hlynntir frumvarpinu, þrettán prósent í meðallagi og átján prósent andvíg. Þá var stuðningurinn í við meiri en í mars, þegar hugur þjóðarinnar til frumvarpsins var kannaður rétt eftir að það var kynnt. Þá voru 63 prósent hlynnt frumvarpinu, sextán prósent í meðallagi hlynnt og 22 prósent andvíg. Þekking nánast óbreytt Þrátt fyrir miklar umræður og umfjöllun um frumvarp atvinnuvegaráðherra virðist þekking almennings á innihaldi þess lítið hafa breyst milli mánaða. Svarendur voru einnig spurðir eftirfarandi spurningar: Þekkir þú fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum vel eða illa? Nú segjast 38 prósent þekkja frumvarpið vel, 37 prósent í meðallagi vel og 24 prósent illa. Í maí sögðust 38 prósent líka þekkja frumvarpið vel en aðeins færri sögðust þekkja það í meðallagi vel, 34 prósent, og fleiri illa, 28 prósent. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. 24. júní 2025 11:43 Fundað á Alþingi fram á nótt og framhald strax klukkan tíu Þingfundur á Alþingi stóð fram til klukkan hálfþrjú í nótt og var frumvarp um veiðigjöld aðal umræðuefnið sem og fundarstjórn forseta. 24. júní 2025 08:34 Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24. júní 2025 06:44 Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. 24. júní 2025 00:29 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Fátt er meira rætt þessa dagana en frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á útreikningi álagningar veiðigjalda, sem leiða mun til hækkunar innheimtra veiðigjalda. Skoðanakannanafyrirtækið Maskína hefur nú tekið púlsinn á almenningi um málið þrjá mánuði í röð. Svokölluð þjóðgátt Maskínu var spurð eftirfarandi spurningar: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ertu frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum? Stuðningur sjö prósentum minni Samkvæmt nýjustu könnuninni eru 62 prósent almennings hlynnt frumvarpinu, fjórtán prósent í meðallagi hlynnt og 24 prósent andvíg. Sú könnun var framkvæmd dagana 20. til 24. júní og 975 tóku þátt. Í könnun sem framkvæmd var í maí sögðust 69 prósent svarenda hlynntir frumvarpinu, þrettán prósent í meðallagi og átján prósent andvíg. Þá var stuðningurinn í við meiri en í mars, þegar hugur þjóðarinnar til frumvarpsins var kannaður rétt eftir að það var kynnt. Þá voru 63 prósent hlynnt frumvarpinu, sextán prósent í meðallagi hlynnt og 22 prósent andvíg. Þekking nánast óbreytt Þrátt fyrir miklar umræður og umfjöllun um frumvarp atvinnuvegaráðherra virðist þekking almennings á innihaldi þess lítið hafa breyst milli mánaða. Svarendur voru einnig spurðir eftirfarandi spurningar: Þekkir þú fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum vel eða illa? Nú segjast 38 prósent þekkja frumvarpið vel, 37 prósent í meðallagi vel og 24 prósent illa. Í maí sögðust 38 prósent líka þekkja frumvarpið vel en aðeins færri sögðust þekkja það í meðallagi vel, 34 prósent, og fleiri illa, 28 prósent.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. 24. júní 2025 11:43 Fundað á Alþingi fram á nótt og framhald strax klukkan tíu Þingfundur á Alþingi stóð fram til klukkan hálfþrjú í nótt og var frumvarp um veiðigjöld aðal umræðuefnið sem og fundarstjórn forseta. 24. júní 2025 08:34 Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24. júní 2025 06:44 Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. 24. júní 2025 00:29 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
„Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. 24. júní 2025 11:43
Fundað á Alþingi fram á nótt og framhald strax klukkan tíu Þingfundur á Alþingi stóð fram til klukkan hálfþrjú í nótt og var frumvarp um veiðigjöld aðal umræðuefnið sem og fundarstjórn forseta. 24. júní 2025 08:34
Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24. júní 2025 06:44
Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. 24. júní 2025 00:29