Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði! Harpa Barkardóttir skrifar 24. júní 2025 09:30 Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, biðla til stjórnvalda um að gera Eyjafjörð að friðunarsvæði fyrir sjókvíaeldi. Það eru blikur á lofti. Í farvatninu eru áform Kleifa ehf. á Ólafsfirði um stórfellt laxeldi í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Á ráðstefnu Hringborðs hafs og eldis og Arion banka í byrjun júní á þessu ári lét atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, í veðri vaka að Hafrannsóknarstofnun skyldi hefja vinnu við burðarþolsmat fyrir fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. Fyrir 5 árum var í burðarliðnum ámóta verkefni, 20.000 tonna framleiðsla á laxi í sjókvíum í Eyjafirði. Á þeim tíma samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að leggja til við þáverandi ráðherra atvinnuvega og nýsköpunar, Kristján Þór Júlíusson, að Eyjafjörður yrði friðaður fyrir fiskeldi í sjókvíum. Fleiri sveitarfélög við fjörðinn tóku í sama streng, afstaðan var nokkuð afdráttarlaus. Í kjölfarið óskaði ráðherra eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar um hvort stofnunin teldi að takmarka skyldi eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í Eyjafirði. Skemst er frá því að segja að í svari stofnunarinnar við erindi ráðuneytis stendur m.a.; “Hafrannsóknarstofnun telur tifefni til þess að banna fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. Ástæður þess eru staða villtra stofna laxfiska, þá sérstaklega bleikju og hugsanleg neikvæð áhrif á lífríki fjarðarins.” Við hljótum að geta gengið út frá því að þessi afdráttarlausa niðurstaða Hafrannsóknarstofnunar standi nú fimm árum síðar. Í nýlegu lögfræðiáliti um stöðu sveitarfélaga m.t.t. burðarþolsmats vegna fiskeldis segir að löggjafinn hafi ekki tryggt sveitarfélögum næga aðkomu að framkvæmd laga um fiskeldi. Frumskylda sveitarfélaga er að gæta hagsmuna íbúa sinna og starfræksla sjókvíaeldis af þeirri stærðargráðu sem um ræðir hefur mikil áhrif á hagsmuni íbúa alls staðar í Eyjafirði, í dag og um ókomna tíð. Lífríki fjarðarins er í húfi. Ásýnd hans og orðstír einnig. Virkasta úrræði sveitarfélaga er að hafa áhrif á umræðuna áður en ráðherra tekur ákvörðun um burðarþolsmat. Tíminn er núna. Þótt ráðherra sé ekki skylt að leita álits sveitarfélaga lögum samkvæmt skulum við treysta því að hann gangi málefnalega til borðs og leiti eftir og taki tillit til þess sem hlutaðeigandi sveitarfélög og íbúar þeirra hafa um málið að segja. Til þess að fiskeldi eigi sér blómlega framtíð þarf að vanda það hvernig áframhaldandi uppbygging skuli eiga sér stað. Það er hægt að skapa sátt milli öflugrar matvælaframleiðslu og verndunar á dýrmætum vistkerfum. Sú sátt næst með nútímalegum lausnum, en ekki með tugþúsunda tonna framleiðslu í opnum sjókvíum í Eyjafirði. Lærdómurinn af átökunum á Seyðisfirði þarf að vera okkur víti til varnaðar. Þar hafa íbúar mátt horfa upp á að áform um sjókvíaeldi eru keyrð áfram þvert á yfirlýstan vilja mikils meirihluta íbúa. Kerfið virðist hafa tekið völdin; hver stofnunin bendir á aðra og ábyrgðin týnist á milli stjórnsýslustiga á meðan vilji heimamanna er virtur að vettugi. Slíka atburðarás verðum við að stöðva í fæðingu hér í Eyjafirði. Tökum höndum saman, stöndum vörð um fjörðinn okkar. Höfundur situr í stjórn SUNN. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Akureyri Dalvíkurbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Fjallabyggð Hörgársveit Grýtubakkahreppur Eyjafjarðarsveit Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, biðla til stjórnvalda um að gera Eyjafjörð að friðunarsvæði fyrir sjókvíaeldi. Það eru blikur á lofti. Í farvatninu eru áform Kleifa ehf. á Ólafsfirði um stórfellt laxeldi í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Á ráðstefnu Hringborðs hafs og eldis og Arion banka í byrjun júní á þessu ári lét atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, í veðri vaka að Hafrannsóknarstofnun skyldi hefja vinnu við burðarþolsmat fyrir fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. Fyrir 5 árum var í burðarliðnum ámóta verkefni, 20.000 tonna framleiðsla á laxi í sjókvíum í Eyjafirði. Á þeim tíma samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að leggja til við þáverandi ráðherra atvinnuvega og nýsköpunar, Kristján Þór Júlíusson, að Eyjafjörður yrði friðaður fyrir fiskeldi í sjókvíum. Fleiri sveitarfélög við fjörðinn tóku í sama streng, afstaðan var nokkuð afdráttarlaus. Í kjölfarið óskaði ráðherra eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar um hvort stofnunin teldi að takmarka skyldi eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í Eyjafirði. Skemst er frá því að segja að í svari stofnunarinnar við erindi ráðuneytis stendur m.a.; “Hafrannsóknarstofnun telur tifefni til þess að banna fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. Ástæður þess eru staða villtra stofna laxfiska, þá sérstaklega bleikju og hugsanleg neikvæð áhrif á lífríki fjarðarins.” Við hljótum að geta gengið út frá því að þessi afdráttarlausa niðurstaða Hafrannsóknarstofnunar standi nú fimm árum síðar. Í nýlegu lögfræðiáliti um stöðu sveitarfélaga m.t.t. burðarþolsmats vegna fiskeldis segir að löggjafinn hafi ekki tryggt sveitarfélögum næga aðkomu að framkvæmd laga um fiskeldi. Frumskylda sveitarfélaga er að gæta hagsmuna íbúa sinna og starfræksla sjókvíaeldis af þeirri stærðargráðu sem um ræðir hefur mikil áhrif á hagsmuni íbúa alls staðar í Eyjafirði, í dag og um ókomna tíð. Lífríki fjarðarins er í húfi. Ásýnd hans og orðstír einnig. Virkasta úrræði sveitarfélaga er að hafa áhrif á umræðuna áður en ráðherra tekur ákvörðun um burðarþolsmat. Tíminn er núna. Þótt ráðherra sé ekki skylt að leita álits sveitarfélaga lögum samkvæmt skulum við treysta því að hann gangi málefnalega til borðs og leiti eftir og taki tillit til þess sem hlutaðeigandi sveitarfélög og íbúar þeirra hafa um málið að segja. Til þess að fiskeldi eigi sér blómlega framtíð þarf að vanda það hvernig áframhaldandi uppbygging skuli eiga sér stað. Það er hægt að skapa sátt milli öflugrar matvælaframleiðslu og verndunar á dýrmætum vistkerfum. Sú sátt næst með nútímalegum lausnum, en ekki með tugþúsunda tonna framleiðslu í opnum sjókvíum í Eyjafirði. Lærdómurinn af átökunum á Seyðisfirði þarf að vera okkur víti til varnaðar. Þar hafa íbúar mátt horfa upp á að áform um sjókvíaeldi eru keyrð áfram þvert á yfirlýstan vilja mikils meirihluta íbúa. Kerfið virðist hafa tekið völdin; hver stofnunin bendir á aðra og ábyrgðin týnist á milli stjórnsýslustiga á meðan vilji heimamanna er virtur að vettugi. Slíka atburðarás verðum við að stöðva í fæðingu hér í Eyjafirði. Tökum höndum saman, stöndum vörð um fjörðinn okkar. Höfundur situr í stjórn SUNN.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar