Trump þakkar Írönum fyrir að láta vita af sér Agnar Már Másson skrifar 23. júní 2025 22:12 Donald Trump Bandaríkjaforseti. EPA Íranar létu yfirvöld í Bandaríkjunum og Katar vita af sér áður en þeir létu til skarar skríða og skutu eldflaugum í átt að bandarísksri herstöð í Katar í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkar þeim fyrir og segir að engan hafi sakað í árásinni. „TIL HAMINGJU HEIMUR, TÍMI ER KOMINN Á FRIÐ,“ fagnar Donald Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social í framhaldi af eldflaugaárás Írana á bandarísku herstöðina í al-Udeid sunnan Dóha, höfuðborgar Katar. Í annarri færslu hæðist Trump að árásum Írana, kallar þær „veikar“ og þakkar jafnfram Írönum fyrir að láta sig vita af árásunum fyrir fram. Embættismenn í Katar og Bandaríkjunum hafa sagt Írani hafa varað sig við árásunum. Árásin virðist því að nokkru leyti hafa verið táknræn, mögulega til þess fallin að sýna sig heima fyrir, en íranski byltingarvörðurinn segist hafa notað sama fjölda eldflauga í árásinn og Bandaríkjamenn notuðu í sinni, fjórtán. Stöðin í al-Udeid er auk þess ein víggirtasta herstöð Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Að sögn forsetans sakaði engan Katara né Bandaríkjamann í árás Írana. Katarar lokuðu lofthelgi sinni í aðdraganda árásarinnar en hafa nú opnað hana á ný. Katarar sögðust áskilja sér rétt til að svara árásunum. „Mögulega getur Íran núna haldið áfram í átt að frið og stillingu á svæðinu og ég hvet Ísrael til að gera slíkt hið sama,“ skrifar Trump. Aftur á móti hafa Ísraelsmenn gefið út rýmingarskipun í Teheran, höfuðborg Íran. Íran Ísrael Katar Bandaríkin Donald Trump Hernaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
„TIL HAMINGJU HEIMUR, TÍMI ER KOMINN Á FRIÐ,“ fagnar Donald Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social í framhaldi af eldflaugaárás Írana á bandarísku herstöðina í al-Udeid sunnan Dóha, höfuðborgar Katar. Í annarri færslu hæðist Trump að árásum Írana, kallar þær „veikar“ og þakkar jafnfram Írönum fyrir að láta sig vita af árásunum fyrir fram. Embættismenn í Katar og Bandaríkjunum hafa sagt Írani hafa varað sig við árásunum. Árásin virðist því að nokkru leyti hafa verið táknræn, mögulega til þess fallin að sýna sig heima fyrir, en íranski byltingarvörðurinn segist hafa notað sama fjölda eldflauga í árásinn og Bandaríkjamenn notuðu í sinni, fjórtán. Stöðin í al-Udeid er auk þess ein víggirtasta herstöð Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Að sögn forsetans sakaði engan Katara né Bandaríkjamann í árás Írana. Katarar lokuðu lofthelgi sinni í aðdraganda árásarinnar en hafa nú opnað hana á ný. Katarar sögðust áskilja sér rétt til að svara árásunum. „Mögulega getur Íran núna haldið áfram í átt að frið og stillingu á svæðinu og ég hvet Ísrael til að gera slíkt hið sama,“ skrifar Trump. Aftur á móti hafa Ísraelsmenn gefið út rýmingarskipun í Teheran, höfuðborg Íran.
Íran Ísrael Katar Bandaríkin Donald Trump Hernaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira