Staðreyndir um einfaldara regluverk Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2025 12:01 Í störfum mínum sem umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra var einföldun á regluverki og betrumbætur á rekstrarumhverfi minni rekstraraðila eitt mitt helsta markmið. Samþykkti ég því til stuðnings tvær lykilreglugerðir sem gjörbyltu málsmeðferð fyrir fjölda atvinnugreina og tryggði þeim þannig hraðari og einfaldari þjónustu. Árið 2017, fyrir mína tíð sem ráðherra, var færð í lög nokkuð íþyngjandi krafa sem gerði það að verkum að fyrirtæki þurftu að bíða í 4-8 vikur eftir starfsleyfi. Árið 2022 setti ég á svokallaða skráningareglugerð sem stytti biðtímann niður í örfáa daga en sú reglugerð tók til 47 atvinnugreina, eins og t.d. bílaþvottastöðva, hársnyrtistofa, meindýravarna, steypuverksmiðja og fleiri. Þetta tryggði þeim samræmda málsmeðferð og starfsskilyrði um allt land. Tveimur árum síðar setti ég aðra reglugerð um framkvæmd hollustuhátta sem opnaði dyrnar inn um sama ferli fyrir enn fleiri atvinnugreinar með það að markmiði að koma á fót einum viðkomustað fyrir leyfi og skráningar. Þessu hafði atvinnulífið beðið lengi eftir. Eftirmaður minn í ráðherraembættinu, Jóhann Páll Jóhannsson, hefur haldið áfram þessari góðu vinnu og fært fleiri atvinnugreinar undir þessa reglugerð, atvinnugreinar sem biðu á færibandi ráðuneytisins. Þar má til dæmis nefna veitingahús og bakarí. Það ber að hrósa núverandi ráðherra fyrir að keyra þetta mikilvæga verkefni áfram. Til viðbótar við þessar reglugerðarbreytingar, sem léttu á lamandi ferli, var í minni ráðherratíð gerð úttekt á eftirlitskerfinu sjálfu. Þar kom í ljós – og ekki í fyrsta sinn – að kerfið er þunglamalegt og óskilvirkt og hamlar verulega samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Ég hvet því ráðherra og ríkisstjórnina eindregið til að vinna áfram á grundvelli þeirra tillagna sem þar komu fram. Í ljósi framangreinds hefur mér þótt umfjöllun um þessi mál ósanngjörn og að mörgu leyti röng. Ég barðist fyrir einfaldara kerfi og kom í gegn breytingum sem ég er stoltur af og núverandi ráðherra hefur gert vel í að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Í störfum mínum sem umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra var einföldun á regluverki og betrumbætur á rekstrarumhverfi minni rekstraraðila eitt mitt helsta markmið. Samþykkti ég því til stuðnings tvær lykilreglugerðir sem gjörbyltu málsmeðferð fyrir fjölda atvinnugreina og tryggði þeim þannig hraðari og einfaldari þjónustu. Árið 2017, fyrir mína tíð sem ráðherra, var færð í lög nokkuð íþyngjandi krafa sem gerði það að verkum að fyrirtæki þurftu að bíða í 4-8 vikur eftir starfsleyfi. Árið 2022 setti ég á svokallaða skráningareglugerð sem stytti biðtímann niður í örfáa daga en sú reglugerð tók til 47 atvinnugreina, eins og t.d. bílaþvottastöðva, hársnyrtistofa, meindýravarna, steypuverksmiðja og fleiri. Þetta tryggði þeim samræmda málsmeðferð og starfsskilyrði um allt land. Tveimur árum síðar setti ég aðra reglugerð um framkvæmd hollustuhátta sem opnaði dyrnar inn um sama ferli fyrir enn fleiri atvinnugreinar með það að markmiði að koma á fót einum viðkomustað fyrir leyfi og skráningar. Þessu hafði atvinnulífið beðið lengi eftir. Eftirmaður minn í ráðherraembættinu, Jóhann Páll Jóhannsson, hefur haldið áfram þessari góðu vinnu og fært fleiri atvinnugreinar undir þessa reglugerð, atvinnugreinar sem biðu á færibandi ráðuneytisins. Þar má til dæmis nefna veitingahús og bakarí. Það ber að hrósa núverandi ráðherra fyrir að keyra þetta mikilvæga verkefni áfram. Til viðbótar við þessar reglugerðarbreytingar, sem léttu á lamandi ferli, var í minni ráðherratíð gerð úttekt á eftirlitskerfinu sjálfu. Þar kom í ljós – og ekki í fyrsta sinn – að kerfið er þunglamalegt og óskilvirkt og hamlar verulega samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Ég hvet því ráðherra og ríkisstjórnina eindregið til að vinna áfram á grundvelli þeirra tillagna sem þar komu fram. Í ljósi framangreinds hefur mér þótt umfjöllun um þessi mál ósanngjörn og að mörgu leyti röng. Ég barðist fyrir einfaldara kerfi og kom í gegn breytingum sem ég er stoltur af og núverandi ráðherra hefur gert vel í að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar