Þjóðkirkja á réttri leið Þórður Guðmundsson skrifar 22. júní 2025 13:01 Af því að það hefur gustað nokkuð um þjóðkirkjuna að undanförnu þá langar mig til þess að varpa fram einni spurningu og koma um leið kirkjunni aðeins til varnar: Hvort er kirkjan fyrir fólkið eða fólkið fyrir kirkjuna? Þetta er svipuð spurning eins og þegar Jesús er að tala um hvíldardaginn í Biblíunni, hvort er fólkið fyrir hvíldardaginn eða hvíldardagurinn fyrir fólkið..? Ef fólkið er fyrir kirkjuna þá er hún fastheldin, íhaldssöm og ósveigjanleg, það eina sem hana vantar þá, er bara fólk til þess halda öllu gangandi. Fólk sem þarf ekkert að velta hlutunum mikið fyrir sér þannig, helst bara vera með og segja að svona hafi þetta alltaf verið og hefðin sjálf hver svo sem hún er, verður að óhagganlegu skurðgoði. Þó svo að breytt form á ýmsu sé síðan aðkallandi þá má hér helst engu breyta né koma með nokkuð nýtt hversu ómerkilegt sem það kann að virðast án þess að einhver verði allt í einu öskuvondur og reiður í hið óendanlega. En svo er það kirkjan fyrir fólkið, sem gerir sér grein fyrir nútímanum, sem býður allt fólk velkomið og vill opna dyrnar fyrir mér og þér og þá skipti engu máli hver ég er. Þar með væri kirkjan óhrædd við að vera sveigjanleg og brjóta þess vegna reglur og hefðir til auðvelda aðgengi fólks að kirkjunni. Kærleiksrík kirkja ætti alltaf að vera til í að hjálpa, en þarf líka að geta viðurkennt þegar hún getur það ekki. Einlæg, heiðarleg og kærleiksrík kirkja er eftirsóknarverð kirkja. Ef við fylgjum þeirri sýn, að umfaðmandi kærleiksrík kirkja eigi mun stærra erindi við íslenskt þjóðfélag heldur en íhaldssöm kirkja (sem vill síður laga sig að ört vaxandi þjóðfélagi í allar áttir), þá getur hvaðeina gott gerst, eins og t.d. vaxandi einlæg kirkja. Talandi svo um það hvort villutrú sé að eiga sér stað núna innan þessa stóra samneytis þá er hægt að svara því neitandi. Þannig tal átti sér oft stað á miðöldum og kom iðulega af einskærum ótta. Af ótta við að eitthvað eyðilegði hefðir og niðurnjörvaðan karlægan heim. Allt villutrúartal tilheyrir þess vegna aldagamalli óttasleginni kirkju sem hefur ekki kjark til þess að horfast í augu við og viðurkenna málfarslegar breytingar í nokkurri handbók eða öðruvísi sálma á öðrum tungumálum. Þess vegna er alveg óþarfi að eyða tíma í argaþras og segja að kirkjan sé á rangri leið vegna þess að hún bara er það ekki. Hún er alltaf á réttri leið þegar hún opnar dyrnar og býður allt fólk velkomið til sín, af hvaða þjóðerni og kyni sem er, hvort sem það er trans eða eitthvað annað. Ef hún gerir það ekki þá hverfur hún okkur og verður með tímanum að engu. Höfundur er guðfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Af því að það hefur gustað nokkuð um þjóðkirkjuna að undanförnu þá langar mig til þess að varpa fram einni spurningu og koma um leið kirkjunni aðeins til varnar: Hvort er kirkjan fyrir fólkið eða fólkið fyrir kirkjuna? Þetta er svipuð spurning eins og þegar Jesús er að tala um hvíldardaginn í Biblíunni, hvort er fólkið fyrir hvíldardaginn eða hvíldardagurinn fyrir fólkið..? Ef fólkið er fyrir kirkjuna þá er hún fastheldin, íhaldssöm og ósveigjanleg, það eina sem hana vantar þá, er bara fólk til þess halda öllu gangandi. Fólk sem þarf ekkert að velta hlutunum mikið fyrir sér þannig, helst bara vera með og segja að svona hafi þetta alltaf verið og hefðin sjálf hver svo sem hún er, verður að óhagganlegu skurðgoði. Þó svo að breytt form á ýmsu sé síðan aðkallandi þá má hér helst engu breyta né koma með nokkuð nýtt hversu ómerkilegt sem það kann að virðast án þess að einhver verði allt í einu öskuvondur og reiður í hið óendanlega. En svo er það kirkjan fyrir fólkið, sem gerir sér grein fyrir nútímanum, sem býður allt fólk velkomið og vill opna dyrnar fyrir mér og þér og þá skipti engu máli hver ég er. Þar með væri kirkjan óhrædd við að vera sveigjanleg og brjóta þess vegna reglur og hefðir til auðvelda aðgengi fólks að kirkjunni. Kærleiksrík kirkja ætti alltaf að vera til í að hjálpa, en þarf líka að geta viðurkennt þegar hún getur það ekki. Einlæg, heiðarleg og kærleiksrík kirkja er eftirsóknarverð kirkja. Ef við fylgjum þeirri sýn, að umfaðmandi kærleiksrík kirkja eigi mun stærra erindi við íslenskt þjóðfélag heldur en íhaldssöm kirkja (sem vill síður laga sig að ört vaxandi þjóðfélagi í allar áttir), þá getur hvaðeina gott gerst, eins og t.d. vaxandi einlæg kirkja. Talandi svo um það hvort villutrú sé að eiga sér stað núna innan þessa stóra samneytis þá er hægt að svara því neitandi. Þannig tal átti sér oft stað á miðöldum og kom iðulega af einskærum ótta. Af ótta við að eitthvað eyðilegði hefðir og niðurnjörvaðan karlægan heim. Allt villutrúartal tilheyrir þess vegna aldagamalli óttasleginni kirkju sem hefur ekki kjark til þess að horfast í augu við og viðurkenna málfarslegar breytingar í nokkurri handbók eða öðruvísi sálma á öðrum tungumálum. Þess vegna er alveg óþarfi að eyða tíma í argaþras og segja að kirkjan sé á rangri leið vegna þess að hún bara er það ekki. Hún er alltaf á réttri leið þegar hún opnar dyrnar og býður allt fólk velkomið til sín, af hvaða þjóðerni og kyni sem er, hvort sem það er trans eða eitthvað annað. Ef hún gerir það ekki þá hverfur hún okkur og verður með tímanum að engu. Höfundur er guðfræðingur
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun