Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2025 23:48 Gideon Saar er utanríkisráðherra Ísraels. Getty/Amir Levy Utanríkisráðherra Ísraels segir að árásir Ísraelsmanna á kjarnorku- og hernaðarinnviði í Íran hafi tafið framleiðslu klerkastjórnarinnar í Íran á kjarnorkuvopnum í að minnsta kosti tvö ár. Gideon Saar utanríkisráðherra ræddi við blaðamann Bild um átökin við Írani í dag. Hann segir það yfirlýst markmið sitt að gera út á við kjarnorkuinnviði Írana en að enn sem komið er sé ekki stefnt að því að ráða niðurlögum æðstaklerksins eða steypa klerkastjórninni af stóli. Loftárásir miklum árangri náð Hann segir það yfirlýst markmið stríðsins við Írani að koma höggi á kjarnorku- og flugskeytaframleiðslu þeirra. Um möguleg tilræði við æðstaklerkinn Ali Khamenei vill hann minna segja. Hann segir þó mikinn árangur hafa náðst í að hefta kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. „Við tölum ekki fyrirfram um að sem við ætlum að gera,“ segir Gideon. Stjórnarskipti í Íran séu þó enn sem komið er ekki á borði ísraelska öryggisráðsins. Saar segist jafnframt ekki trúa á að hægt sé að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. „Ég trúi ekki á diplómatík við Íran. Allar slíkar tilraunir hafa mistekist hingað til,“ segir hann. Íranir noti viðræðurnar til að kaupa tíma Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundaði í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn á stríði Ísraels og Írans. Ísrael Katz varnarmálaráðherra Ísraels hefur látið hafa það eftir sér að Ísraelsmenn hyggist steypa klerkastjórninni af stóli en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tók ekki svo djúpt í árinni. Eins og greint var frá í dag hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti bíða í tvær vikur þar til hann ákveður hvort Bandaríkjaher geri árásir á Íran eða ekki. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Loftárásir hafa gengið á víxl landanna á milli og hefndarárásir á hefndarárásir ofan. Vika er nú liðin frá því að Ísraelsher hóf að gera loftárásir og síðan þá er talið að mörghundruð manns hafi farist í Íran og Ísrael. Ljóst er að ástandið er eldfimt og átökin gætu stigmagnast á hverri stundu þrátt fyrir tilraunir alþjóðasamfélagsins til að leiða löndin til sátta. Þær tilraunir gefur Gideon Saar lítið fyrir. „[Íranir] nota slíkar viðræður til að gabba, kaupa sér tíma og ná frekari árangri [í kjarnorkuvopnaframleiðslu]. Ég trúi því ekki að þeir komi til með að breyta hegðun sinni,“ segir hann við Bild. Ísrael Íran Tengdar fréttir Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið. 20. júní 2025 06:44 Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. 19. júní 2025 11:51 Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Gideon Saar utanríkisráðherra ræddi við blaðamann Bild um átökin við Írani í dag. Hann segir það yfirlýst markmið sitt að gera út á við kjarnorkuinnviði Írana en að enn sem komið er sé ekki stefnt að því að ráða niðurlögum æðstaklerksins eða steypa klerkastjórninni af stóli. Loftárásir miklum árangri náð Hann segir það yfirlýst markmið stríðsins við Írani að koma höggi á kjarnorku- og flugskeytaframleiðslu þeirra. Um möguleg tilræði við æðstaklerkinn Ali Khamenei vill hann minna segja. Hann segir þó mikinn árangur hafa náðst í að hefta kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. „Við tölum ekki fyrirfram um að sem við ætlum að gera,“ segir Gideon. Stjórnarskipti í Íran séu þó enn sem komið er ekki á borði ísraelska öryggisráðsins. Saar segist jafnframt ekki trúa á að hægt sé að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. „Ég trúi ekki á diplómatík við Íran. Allar slíkar tilraunir hafa mistekist hingað til,“ segir hann. Íranir noti viðræðurnar til að kaupa tíma Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundaði í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn á stríði Ísraels og Írans. Ísrael Katz varnarmálaráðherra Ísraels hefur látið hafa það eftir sér að Ísraelsmenn hyggist steypa klerkastjórninni af stóli en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tók ekki svo djúpt í árinni. Eins og greint var frá í dag hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti bíða í tvær vikur þar til hann ákveður hvort Bandaríkjaher geri árásir á Íran eða ekki. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Loftárásir hafa gengið á víxl landanna á milli og hefndarárásir á hefndarárásir ofan. Vika er nú liðin frá því að Ísraelsher hóf að gera loftárásir og síðan þá er talið að mörghundruð manns hafi farist í Íran og Ísrael. Ljóst er að ástandið er eldfimt og átökin gætu stigmagnast á hverri stundu þrátt fyrir tilraunir alþjóðasamfélagsins til að leiða löndin til sátta. Þær tilraunir gefur Gideon Saar lítið fyrir. „[Íranir] nota slíkar viðræður til að gabba, kaupa sér tíma og ná frekari árangri [í kjarnorkuvopnaframleiðslu]. Ég trúi því ekki að þeir komi til með að breyta hegðun sinni,“ segir hann við Bild.
Ísrael Íran Tengdar fréttir Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið. 20. júní 2025 06:44 Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. 19. júní 2025 11:51 Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið. 20. júní 2025 06:44
Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. 19. júní 2025 11:51
Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50