Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2025 19:44 Erna hefur um árabil rekið verslunina Gryfjuna sem sérhæfir sig í sölu nikótínvara. Vísir/Lýður Valberg Verslunareigandi segir að gangi áform heilbrigðisráðherra eftir um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og níkótínvörur muni fyrirtæki hennar fara í þrot. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir samráðsleysi og segir alla vilja vanda til verka þegar kemur að sölu nikótíns. Heilbrigðisráðherra hefur birt áform um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir meðal annars að þörf sé á frekari aðgerðum í ljósi þess hve útbreidd notkun nikótínvara sé orðin. Nýjustu tölur Landlæknis sýna að dagleg notkun nikótínpúða er að aukast og eru þeir algengasta neysluform nikótíns. Áform ráðherrans fela í sér bann við sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni sem höfða til barna og að umbúðir þeirra verði einsleitar líkt og á við um umbúðir tóbaksvara. Saknar samráðs Erna Margrét Oddsdóttir verslunareigandi Gryfjunnar sem selur nikótínvörur líkt og rafrettur og nikótínpúða segir að gangi áformin óbreytt í gegn þýði það að sérverslanir með nikótín muni þurfa að leggja upp laupana. „Og það er ekki jákvætt því að sérverslanirnar, við erum með lokað fyrir gluggana, þú sérð ekki hérna inn, við megum ekkert auglýsa eða neitt svoleiðis, hér máttu ekki koma inn nema þú sért orðinn átján, sem þýðir að þetta færi bara í bensínstöðvarnar, bara í litlu búðirnar þar sem er kannski ekki eins mikið eftirlit og ekki eins mikið power í að vilja stoppa. Ég held ekki að við myndum lifa þetta af, aðallega bara út af bragðefninu, jú jú ef þeir vilja breyta umbúðunum...en það skiptir fólk ekkert máli hvernig umbúðirnar eru.“ Hún segir stjórnvöld ekkert samráð eiga við verslunareigendur. Sjálf sé hún með fullt af hugmyndum um hvernig megi þrengja reglur og koma í veg fyrir að börn geti keypt nikótínvörur. „Það eru svo margar aðgerðir sem hægt er að fara í á undan því að banna. Boð og bönn virka ekki, það er fullorðið fólk sem er að nota bragðefni, bragðefni eru ekki óþarfa hlutur sem er settur í upp á fönnið, þetta er það sem hjálpar fólki að hætta að reykja,“ segir Erna. „Það þurfa að vera ákveðnar reglur, við viljum ekki að ungmenni séu að nota þessar vörur, þau eiga ekki að komast í þessar vörur, en setjum harðari reglur, hvar er lekinn í kerfinu? Hver er að selja börnunum? Hvernig eru þau að fá þetta? Það er það sem þarf að skoða, stoppa það.“ Nikótínpúðar Heilbrigðismál Verslun Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur birt áform um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir meðal annars að þörf sé á frekari aðgerðum í ljósi þess hve útbreidd notkun nikótínvara sé orðin. Nýjustu tölur Landlæknis sýna að dagleg notkun nikótínpúða er að aukast og eru þeir algengasta neysluform nikótíns. Áform ráðherrans fela í sér bann við sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni sem höfða til barna og að umbúðir þeirra verði einsleitar líkt og á við um umbúðir tóbaksvara. Saknar samráðs Erna Margrét Oddsdóttir verslunareigandi Gryfjunnar sem selur nikótínvörur líkt og rafrettur og nikótínpúða segir að gangi áformin óbreytt í gegn þýði það að sérverslanir með nikótín muni þurfa að leggja upp laupana. „Og það er ekki jákvætt því að sérverslanirnar, við erum með lokað fyrir gluggana, þú sérð ekki hérna inn, við megum ekkert auglýsa eða neitt svoleiðis, hér máttu ekki koma inn nema þú sért orðinn átján, sem þýðir að þetta færi bara í bensínstöðvarnar, bara í litlu búðirnar þar sem er kannski ekki eins mikið eftirlit og ekki eins mikið power í að vilja stoppa. Ég held ekki að við myndum lifa þetta af, aðallega bara út af bragðefninu, jú jú ef þeir vilja breyta umbúðunum...en það skiptir fólk ekkert máli hvernig umbúðirnar eru.“ Hún segir stjórnvöld ekkert samráð eiga við verslunareigendur. Sjálf sé hún með fullt af hugmyndum um hvernig megi þrengja reglur og koma í veg fyrir að börn geti keypt nikótínvörur. „Það eru svo margar aðgerðir sem hægt er að fara í á undan því að banna. Boð og bönn virka ekki, það er fullorðið fólk sem er að nota bragðefni, bragðefni eru ekki óþarfa hlutur sem er settur í upp á fönnið, þetta er það sem hjálpar fólki að hætta að reykja,“ segir Erna. „Það þurfa að vera ákveðnar reglur, við viljum ekki að ungmenni séu að nota þessar vörur, þau eiga ekki að komast í þessar vörur, en setjum harðari reglur, hvar er lekinn í kerfinu? Hver er að selja börnunum? Hvernig eru þau að fá þetta? Það er það sem þarf að skoða, stoppa það.“
Nikótínpúðar Heilbrigðismál Verslun Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Sjá meira