Skrefi nær því að leyfa dauðvona fólki að leita sér dánaraðstoðar Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2025 14:15 Stuðningsfólk frumvarpsins með spjöld á lofti fyrir utan breska þinghúsið í maí. AP/Kirsty Wigglesworth Breska þingið samþykkti frumvarp sem leyfir dauðvona fólki á Englandi og í Wales að velja að binda enda á líf sitt. Skiptar skoðanir voru um frumvarpið og skipti hópur þingmanna um skoðun frá fyrri atkvæðagreiðslu um það í vetur. Aðeins þeir sem eru taldir eiga innan við sex mánuði ólifaða og færir um að taka sjálfir lyf til þess að binda á enda á líf sitt geta sótt um dánaraðstoð samkvæmt frumvarpinu. Það nær einnig aðeins til fullorðinna einstaklinga, þeirra sem eru eldri en átján ára. Gert er ráð fyrir að lögin gætu tekið gildi árið 2029, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir heitar umræður greiddu 314 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 291 gegn því. Þeim fækkaði um 22 sem greiddu atkvæði með því frá því í atkvæðagreiðslu sem fór fram í nóvember. Frumvarpið er ekki stjórnarmál en þingmaður Verkamannaflokksins er flutningsmaður þess. Keir Starmer, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, studdi frumvarpið en Wes Streeting, heilbrigðisráðherra hans, greiddi atkvæði gegn því. Frumvarpið er enn ekki orðið að lögum þar sem það á eftir að ganga til lávarðadeildarinnar. Hún getur tafið málið og náð fram breytingum en ekki stöðvað framgang frumvarpsins. Neðri deild þingsins þyrfti að greiða atkvæði um breytingatillögur frá ókjörnum lávörðunum. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu við meðferð þess í þinginu var að ekki þurfi samþykki dómara fyrir dánaraðstoð. Þess í stað verður nóg að tveir læknar og ráð skipað félagsráðgjöfum, lögfræðingum og sálfræðingum leggi blessun sína yfir umsókn. Kveðið er á um í frumvarpinu að ekki sé hægt að skylda lækna né nokkurn annan til þess að taka þátt í dánaraðstoð eða ferlinu í kringum það. Fréttin hefur verið uppfærð. Dánaraðstoð Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Aðeins þeir sem eru taldir eiga innan við sex mánuði ólifaða og færir um að taka sjálfir lyf til þess að binda á enda á líf sitt geta sótt um dánaraðstoð samkvæmt frumvarpinu. Það nær einnig aðeins til fullorðinna einstaklinga, þeirra sem eru eldri en átján ára. Gert er ráð fyrir að lögin gætu tekið gildi árið 2029, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir heitar umræður greiddu 314 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 291 gegn því. Þeim fækkaði um 22 sem greiddu atkvæði með því frá því í atkvæðagreiðslu sem fór fram í nóvember. Frumvarpið er ekki stjórnarmál en þingmaður Verkamannaflokksins er flutningsmaður þess. Keir Starmer, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, studdi frumvarpið en Wes Streeting, heilbrigðisráðherra hans, greiddi atkvæði gegn því. Frumvarpið er enn ekki orðið að lögum þar sem það á eftir að ganga til lávarðadeildarinnar. Hún getur tafið málið og náð fram breytingum en ekki stöðvað framgang frumvarpsins. Neðri deild þingsins þyrfti að greiða atkvæði um breytingatillögur frá ókjörnum lávörðunum. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu við meðferð þess í þinginu var að ekki þurfi samþykki dómara fyrir dánaraðstoð. Þess í stað verður nóg að tveir læknar og ráð skipað félagsráðgjöfum, lögfræðingum og sálfræðingum leggi blessun sína yfir umsókn. Kveðið er á um í frumvarpinu að ekki sé hægt að skylda lækna né nokkurn annan til þess að taka þátt í dánaraðstoð eða ferlinu í kringum það. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dánaraðstoð Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira