Bríet og Reykjavíkurdætur á Kvennavöku annað kvöld Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júní 2025 12:12 Fjölmargir kvenkyns listamenn koma fram á vökunni annað kvöld. Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét/Einar Aðstandendur Kvennaárs blása til Kvennavöku að kvöldi dags í Hljómskálagarðinum þann 19. júní, á morgun. Tilefnið er meðal annars 110 ára afmæli kosningarréttar kvenna, en árið í ár hefur verið skilgreint sem sérstakt Kvennaár, þar sem ýmissa sögulegra tímamóta er minnst og kröfur um fullnaðarjafnrétti settar fram. Bríet, Reykjavíkurdætur, Countess Malaise, Heimilistónar og mammaðín koma fram. Guðrún Árný stýrir samsöng á tónleikunum og Sandra Barilli og Sindri „Sparkle“ verða kynnar. „Við vildum fylla sviðið af kraftmiklum konum og kvárum, sem flytja tónlist með boðskap sem fær fólk ekki aðeins til að steita hnefann, heldur öskursyngja með,“ segir Inga Auðbjörg K. Straumland, verkefnastýra Kvennaárs. „Ég held að það verði meira en bara andakvak sem ómar yfir Tjörninni þetta kvöld,“ bætir hún við. Eina takmarkið að hafa gaman „Við viljum að konur og kvár geti tekið sér hlé frá amstri dagsins og sleppt sér aðeins í kvöldsólinni. Margir þeirra viðburða sem við bjóðum upp á eru fræðandi eða jafnvel svolítið þungir. Í þetta skiptið er eina takmarkið að hafa gaman. Að finna kraftinn í samstöðunni,“ bætir hún við og hvetur konur og þau kvár sem finna sig í félagsskapnum til þess að taka kvöldið frá. Tónlist og matur í Hljómskálagarðinum Tónleikarnir hefjast kl. 19:00 í Hljómskálagarðinum og standa í um tvo tíma. „Það eru jafnframt alls kyns fyrirpartý í boði, svo um að gera að kíkja í eitt svoleiðis eða koma snemma niður í Hljómskálagarð og gæða sér á götubita.“ Fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks taka höndum saman og hafa lýst því yfir að árið 2025 sé Kvennaár, ár þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og vanmati á framlagi kvenna og kvára nær nýjum hæðum, en líka ár þar sem konur og kvár koma saman í krafti samstöðu og dansa, öskra og syngja. Kvennár stendur yfir allt árið 2025 og nánari upplýsingar um kröfur og dagskrá ársins eru á kvennaar.is. Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Bríet, Reykjavíkurdætur, Countess Malaise, Heimilistónar og mammaðín koma fram. Guðrún Árný stýrir samsöng á tónleikunum og Sandra Barilli og Sindri „Sparkle“ verða kynnar. „Við vildum fylla sviðið af kraftmiklum konum og kvárum, sem flytja tónlist með boðskap sem fær fólk ekki aðeins til að steita hnefann, heldur öskursyngja með,“ segir Inga Auðbjörg K. Straumland, verkefnastýra Kvennaárs. „Ég held að það verði meira en bara andakvak sem ómar yfir Tjörninni þetta kvöld,“ bætir hún við. Eina takmarkið að hafa gaman „Við viljum að konur og kvár geti tekið sér hlé frá amstri dagsins og sleppt sér aðeins í kvöldsólinni. Margir þeirra viðburða sem við bjóðum upp á eru fræðandi eða jafnvel svolítið þungir. Í þetta skiptið er eina takmarkið að hafa gaman. Að finna kraftinn í samstöðunni,“ bætir hún við og hvetur konur og þau kvár sem finna sig í félagsskapnum til þess að taka kvöldið frá. Tónlist og matur í Hljómskálagarðinum Tónleikarnir hefjast kl. 19:00 í Hljómskálagarðinum og standa í um tvo tíma. „Það eru jafnframt alls kyns fyrirpartý í boði, svo um að gera að kíkja í eitt svoleiðis eða koma snemma niður í Hljómskálagarð og gæða sér á götubita.“ Fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks taka höndum saman og hafa lýst því yfir að árið 2025 sé Kvennaár, ár þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og vanmati á framlagi kvenna og kvára nær nýjum hæðum, en líka ár þar sem konur og kvár koma saman í krafti samstöðu og dansa, öskra og syngja. Kvennár stendur yfir allt árið 2025 og nánari upplýsingar um kröfur og dagskrá ársins eru á kvennaar.is.
Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“