Bríet og Reykjavíkurdætur á Kvennavöku annað kvöld Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júní 2025 12:12 Fjölmargir kvenkyns listamenn koma fram á vökunni annað kvöld. Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét/Einar Aðstandendur Kvennaárs blása til Kvennavöku að kvöldi dags í Hljómskálagarðinum þann 19. júní, á morgun. Tilefnið er meðal annars 110 ára afmæli kosningarréttar kvenna, en árið í ár hefur verið skilgreint sem sérstakt Kvennaár, þar sem ýmissa sögulegra tímamóta er minnst og kröfur um fullnaðarjafnrétti settar fram. Bríet, Reykjavíkurdætur, Countess Malaise, Heimilistónar og mammaðín koma fram. Guðrún Árný stýrir samsöng á tónleikunum og Sandra Barilli og Sindri „Sparkle“ verða kynnar. „Við vildum fylla sviðið af kraftmiklum konum og kvárum, sem flytja tónlist með boðskap sem fær fólk ekki aðeins til að steita hnefann, heldur öskursyngja með,“ segir Inga Auðbjörg K. Straumland, verkefnastýra Kvennaárs. „Ég held að það verði meira en bara andakvak sem ómar yfir Tjörninni þetta kvöld,“ bætir hún við. Eina takmarkið að hafa gaman „Við viljum að konur og kvár geti tekið sér hlé frá amstri dagsins og sleppt sér aðeins í kvöldsólinni. Margir þeirra viðburða sem við bjóðum upp á eru fræðandi eða jafnvel svolítið þungir. Í þetta skiptið er eina takmarkið að hafa gaman. Að finna kraftinn í samstöðunni,“ bætir hún við og hvetur konur og þau kvár sem finna sig í félagsskapnum til þess að taka kvöldið frá. Tónlist og matur í Hljómskálagarðinum Tónleikarnir hefjast kl. 19:00 í Hljómskálagarðinum og standa í um tvo tíma. „Það eru jafnframt alls kyns fyrirpartý í boði, svo um að gera að kíkja í eitt svoleiðis eða koma snemma niður í Hljómskálagarð og gæða sér á götubita.“ Fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks taka höndum saman og hafa lýst því yfir að árið 2025 sé Kvennaár, ár þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og vanmati á framlagi kvenna og kvára nær nýjum hæðum, en líka ár þar sem konur og kvár koma saman í krafti samstöðu og dansa, öskra og syngja. Kvennár stendur yfir allt árið 2025 og nánari upplýsingar um kröfur og dagskrá ársins eru á kvennaar.is. Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Bríet, Reykjavíkurdætur, Countess Malaise, Heimilistónar og mammaðín koma fram. Guðrún Árný stýrir samsöng á tónleikunum og Sandra Barilli og Sindri „Sparkle“ verða kynnar. „Við vildum fylla sviðið af kraftmiklum konum og kvárum, sem flytja tónlist með boðskap sem fær fólk ekki aðeins til að steita hnefann, heldur öskursyngja með,“ segir Inga Auðbjörg K. Straumland, verkefnastýra Kvennaárs. „Ég held að það verði meira en bara andakvak sem ómar yfir Tjörninni þetta kvöld,“ bætir hún við. Eina takmarkið að hafa gaman „Við viljum að konur og kvár geti tekið sér hlé frá amstri dagsins og sleppt sér aðeins í kvöldsólinni. Margir þeirra viðburða sem við bjóðum upp á eru fræðandi eða jafnvel svolítið þungir. Í þetta skiptið er eina takmarkið að hafa gaman. Að finna kraftinn í samstöðunni,“ bætir hún við og hvetur konur og þau kvár sem finna sig í félagsskapnum til þess að taka kvöldið frá. Tónlist og matur í Hljómskálagarðinum Tónleikarnir hefjast kl. 19:00 í Hljómskálagarðinum og standa í um tvo tíma. „Það eru jafnframt alls kyns fyrirpartý í boði, svo um að gera að kíkja í eitt svoleiðis eða koma snemma niður í Hljómskálagarð og gæða sér á götubita.“ Fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks taka höndum saman og hafa lýst því yfir að árið 2025 sé Kvennaár, ár þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og vanmati á framlagi kvenna og kvára nær nýjum hæðum, en líka ár þar sem konur og kvár koma saman í krafti samstöðu og dansa, öskra og syngja. Kvennár stendur yfir allt árið 2025 og nánari upplýsingar um kröfur og dagskrá ársins eru á kvennaar.is.
Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira