Sænsk „sorpdrottning“ hlaut þungan fangelsisdóm fyrir umhverfisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2025 09:10 Fariba Vancor, sem áður hét Bella Nilsson, við réttarhöldin vegna lögbrota sorphirðufyrirtækisins Think Pink. Vísir/EPA Stjórnendur sænsks sorphirðufyrirtækis hlutu þunga fangelsisdóma fyrir að urða eitraðan úrgangs á nokkrum stöðum í Svíþjóð, þar á meðal fyrrverandi forstjóri sem kallaði sig „sorpdrottninguna“. Málinu hefur verið lýst sem mesta umhverfishneyksli í samtímasögu Svíþjóðar. Fariba Vancor, fyrrverandi forstjóri sorphirðufyrirtækisins Think Pink, hlaut sex ára fangelsisdóm og Thomas Nilsson, fyrrverandi eiginmaður hennar, tveggja ára dóm. Átta aðrir hlutu refsidóma fyrir brot á umhverfislögum. Þá var þeim gert að greiða milljarða króna í bætur til þess að fjármagna hreinsunarstarf við sorphauga fyrirtækisins. Think Pink var með samninga við ýmis sveitarfélög, verktakafyrirtæki og einstaklinga um sorphirðu. Í stað þess að farga úrgangi eins og lög gerðu ráð fyrir hrúgaði fyrirtækið óflokkuðum úrgangi eða urðaði á nítján stöðum, alls um 200.000 tonnum frá 2015 til 2020. Í úrganginum var meðal annars að finna eiturefni eins og arsen, blý og kvikasilfur. Eldur kviknaði í sorphaugi á vegum Think Pink í Botkyrka suður af Stokkhólmi og brann í tvo mánuði. Hjón sem bjuggu í nágrenninu fá greiddar bætur vegna eldsins en eitraðan reyk lagði yfir heimili þeirra. Telur sig alsaklausa Allir sakborningarnir neituðu sök og lögmenn bæði Vancor og Nilsson hafa sagt að þau ætli að áfrýja dómnum. „Hún ber auðvitað ábyrgð en hún telur sig ekki hafa gert neitt rangt,“ sagði Jan Tibbling, verjandi Vancor við sænska ríkisútvarpið eftir að dómurinn féll. Vancor hélt því fram við réttarhöldin að fyrirtæki hennar hefði farið að lögum og að mistök hefðu verið orsök lögbrota. Saksóknarar fullyrtu aftur á móti að Think Pink hafi hvorki getað né ætlað sér að meðhöndla úrganginn samkvæmt lögum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Think Pink hefðu sýnt af sér vítavert gáleysi og beitt blekkingum. Þeir hefðu gerst sekir um skipulagða glæpi sem hefðu leitt af sér umhverfisskaða og veruleg óþægindi fyrir nágranna sorphauganna. Svíþjóð Erlend sakamál Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fariba Vancor, fyrrverandi forstjóri sorphirðufyrirtækisins Think Pink, hlaut sex ára fangelsisdóm og Thomas Nilsson, fyrrverandi eiginmaður hennar, tveggja ára dóm. Átta aðrir hlutu refsidóma fyrir brot á umhverfislögum. Þá var þeim gert að greiða milljarða króna í bætur til þess að fjármagna hreinsunarstarf við sorphauga fyrirtækisins. Think Pink var með samninga við ýmis sveitarfélög, verktakafyrirtæki og einstaklinga um sorphirðu. Í stað þess að farga úrgangi eins og lög gerðu ráð fyrir hrúgaði fyrirtækið óflokkuðum úrgangi eða urðaði á nítján stöðum, alls um 200.000 tonnum frá 2015 til 2020. Í úrganginum var meðal annars að finna eiturefni eins og arsen, blý og kvikasilfur. Eldur kviknaði í sorphaugi á vegum Think Pink í Botkyrka suður af Stokkhólmi og brann í tvo mánuði. Hjón sem bjuggu í nágrenninu fá greiddar bætur vegna eldsins en eitraðan reyk lagði yfir heimili þeirra. Telur sig alsaklausa Allir sakborningarnir neituðu sök og lögmenn bæði Vancor og Nilsson hafa sagt að þau ætli að áfrýja dómnum. „Hún ber auðvitað ábyrgð en hún telur sig ekki hafa gert neitt rangt,“ sagði Jan Tibbling, verjandi Vancor við sænska ríkisútvarpið eftir að dómurinn féll. Vancor hélt því fram við réttarhöldin að fyrirtæki hennar hefði farið að lögum og að mistök hefðu verið orsök lögbrota. Saksóknarar fullyrtu aftur á móti að Think Pink hafi hvorki getað né ætlað sér að meðhöndla úrganginn samkvæmt lögum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Think Pink hefðu sýnt af sér vítavert gáleysi og beitt blekkingum. Þeir hefðu gerst sekir um skipulagða glæpi sem hefðu leitt af sér umhverfisskaða og veruleg óþægindi fyrir nágranna sorphauganna.
Svíþjóð Erlend sakamál Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“