Sænsk „sorpdrottning“ hlaut þungan fangelsisdóm fyrir umhverfisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2025 09:10 Fariba Vancor, sem áður hét Bella Nilsson, við réttarhöldin vegna lögbrota sorphirðufyrirtækisins Think Pink. Vísir/EPA Stjórnendur sænsks sorphirðufyrirtækis hlutu þunga fangelsisdóma fyrir að urða eitraðan úrgangs á nokkrum stöðum í Svíþjóð, þar á meðal fyrrverandi forstjóri sem kallaði sig „sorpdrottninguna“. Málinu hefur verið lýst sem mesta umhverfishneyksli í samtímasögu Svíþjóðar. Fariba Vancor, fyrrverandi forstjóri sorphirðufyrirtækisins Think Pink, hlaut sex ára fangelsisdóm og Thomas Nilsson, fyrrverandi eiginmaður hennar, tveggja ára dóm. Átta aðrir hlutu refsidóma fyrir brot á umhverfislögum. Þá var þeim gert að greiða milljarða króna í bætur til þess að fjármagna hreinsunarstarf við sorphauga fyrirtækisins. Think Pink var með samninga við ýmis sveitarfélög, verktakafyrirtæki og einstaklinga um sorphirðu. Í stað þess að farga úrgangi eins og lög gerðu ráð fyrir hrúgaði fyrirtækið óflokkuðum úrgangi eða urðaði á nítján stöðum, alls um 200.000 tonnum frá 2015 til 2020. Í úrganginum var meðal annars að finna eiturefni eins og arsen, blý og kvikasilfur. Eldur kviknaði í sorphaugi á vegum Think Pink í Botkyrka suður af Stokkhólmi og brann í tvo mánuði. Hjón sem bjuggu í nágrenninu fá greiddar bætur vegna eldsins en eitraðan reyk lagði yfir heimili þeirra. Telur sig alsaklausa Allir sakborningarnir neituðu sök og lögmenn bæði Vancor og Nilsson hafa sagt að þau ætli að áfrýja dómnum. „Hún ber auðvitað ábyrgð en hún telur sig ekki hafa gert neitt rangt,“ sagði Jan Tibbling, verjandi Vancor við sænska ríkisútvarpið eftir að dómurinn féll. Vancor hélt því fram við réttarhöldin að fyrirtæki hennar hefði farið að lögum og að mistök hefðu verið orsök lögbrota. Saksóknarar fullyrtu aftur á móti að Think Pink hafi hvorki getað né ætlað sér að meðhöndla úrganginn samkvæmt lögum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Think Pink hefðu sýnt af sér vítavert gáleysi og beitt blekkingum. Þeir hefðu gerst sekir um skipulagða glæpi sem hefðu leitt af sér umhverfisskaða og veruleg óþægindi fyrir nágranna sorphauganna. Svíþjóð Erlend sakamál Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Fariba Vancor, fyrrverandi forstjóri sorphirðufyrirtækisins Think Pink, hlaut sex ára fangelsisdóm og Thomas Nilsson, fyrrverandi eiginmaður hennar, tveggja ára dóm. Átta aðrir hlutu refsidóma fyrir brot á umhverfislögum. Þá var þeim gert að greiða milljarða króna í bætur til þess að fjármagna hreinsunarstarf við sorphauga fyrirtækisins. Think Pink var með samninga við ýmis sveitarfélög, verktakafyrirtæki og einstaklinga um sorphirðu. Í stað þess að farga úrgangi eins og lög gerðu ráð fyrir hrúgaði fyrirtækið óflokkuðum úrgangi eða urðaði á nítján stöðum, alls um 200.000 tonnum frá 2015 til 2020. Í úrganginum var meðal annars að finna eiturefni eins og arsen, blý og kvikasilfur. Eldur kviknaði í sorphaugi á vegum Think Pink í Botkyrka suður af Stokkhólmi og brann í tvo mánuði. Hjón sem bjuggu í nágrenninu fá greiddar bætur vegna eldsins en eitraðan reyk lagði yfir heimili þeirra. Telur sig alsaklausa Allir sakborningarnir neituðu sök og lögmenn bæði Vancor og Nilsson hafa sagt að þau ætli að áfrýja dómnum. „Hún ber auðvitað ábyrgð en hún telur sig ekki hafa gert neitt rangt,“ sagði Jan Tibbling, verjandi Vancor við sænska ríkisútvarpið eftir að dómurinn féll. Vancor hélt því fram við réttarhöldin að fyrirtæki hennar hefði farið að lögum og að mistök hefðu verið orsök lögbrota. Saksóknarar fullyrtu aftur á móti að Think Pink hafi hvorki getað né ætlað sér að meðhöndla úrganginn samkvæmt lögum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Think Pink hefðu sýnt af sér vítavert gáleysi og beitt blekkingum. Þeir hefðu gerst sekir um skipulagða glæpi sem hefðu leitt af sér umhverfisskaða og veruleg óþægindi fyrir nágranna sorphauganna.
Svíþjóð Erlend sakamál Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira