Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Agnar Már Másson skrifar 17. júní 2025 12:31 Jóhann Páll Jóhansson hyggst í vikunni virkja breyta regluverkinu sem forveri hans, Guðlaugur Þór Þórðarson, setti á sínum tíma. Breytingarnar taka gildi í vikunni. Visir/Samsett Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til. Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu vikuna hefur reglugerð sem sett var af síðustu ríkisstjórn leikið veitingamenn grátt, sem og og aðra fyrirtækjaeigendur. Reglugerðin, sem var sett af Guðlaugi Þór Þórðarsyni þegar hann var umhverfisráðherra í síðustu ríkisstjórn, kveður á um fjögurra vikna auglýsinga- og umsagnarskyldu. Þetta hefur meðal annars gert það að verkum að alþjóðlega veitingakeðjan Starbucks frestaði opnun sinni fram í lok sumars, í stað þesss að opna samkvæmt áætlun í maí. Heilbrigðiseftirlitsstofnanir mótmæltu breytingunum á sínum tíma. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taldi breytingarnar valda „óþarfa flækjustigi“ og taldi „enga ástæðu“ fyrir því að auglýsa starfsleyfi samkvæmt hollustuháttareglugerð enda ættu þau öll að standast kröfur reglugerðarinnar sem og kröfur í gildandi skipulagi og hafa samþykkar teikningar hjá byggingarfulltrúa. „Svona krafa er mjög íþyngjandi fyrir atvinnulífið auk þess sem flækjustig eykst talsvert,“ sagði í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi bentu á í sinni umsögn að reglugerðin myndi „óumdeilanlega gera leyfisveitingu bæði flóknari og mun kostnaðarsamari.“ Fjögurra vikna reglan heyrir sögunni til Er þetta ekki til marks um það að þessar breytingar hafi verið mistök? „Jú, ég held að það hafi almennt verið of langt gengið í að flækja hlutina og setja svona óþarfar og ómálefnalegar kröfur og íþyngjandi kröfur á atvinnulífið á síðustu árum,“ svarar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu. Í samráðsgátt liggja nú drög að breytingum á reglugerðinni sem eiga að aflétta starfsleyfisskyldu á 23 tegundum atvinnustarfsemi, þar á meðal veitingahúsa, og þess í stað gera starfsemina skráningarskylda. Jóhann Páll gerir ráð fyrir því að reglugerðin verði sett í gildi í vikunni þar sem umsagnarfresti í samráðsgátt lýkur á morgun. „Og það þýðir þá að þessi fjögurra vikna auglýsinga- og umsagnartími mun heita sögunni til,“ segir Jóhann Páll enn fremur. Aðeins ein umsögn hefur borist og barst hún frá Samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem fagna breytingunum. „Þannig erum við að eyða óþarfa biðtíma og það ætti þá líka að draga úr kostnaði sem fellur til þegar veitingastaður er tilbúinn fyrir rekstur en getur ekki opnað og þarf að greiða laun og verður af tekjum af því að menn eru að bíða eftir því að auglýsingafresti vegna starfsleyfis ljúki,“ segir ráðherra. „Mér finnst það algjörlega óþolandi staða.“ Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu vikuna hefur reglugerð sem sett var af síðustu ríkisstjórn leikið veitingamenn grátt, sem og og aðra fyrirtækjaeigendur. Reglugerðin, sem var sett af Guðlaugi Þór Þórðarsyni þegar hann var umhverfisráðherra í síðustu ríkisstjórn, kveður á um fjögurra vikna auglýsinga- og umsagnarskyldu. Þetta hefur meðal annars gert það að verkum að alþjóðlega veitingakeðjan Starbucks frestaði opnun sinni fram í lok sumars, í stað þesss að opna samkvæmt áætlun í maí. Heilbrigðiseftirlitsstofnanir mótmæltu breytingunum á sínum tíma. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taldi breytingarnar valda „óþarfa flækjustigi“ og taldi „enga ástæðu“ fyrir því að auglýsa starfsleyfi samkvæmt hollustuháttareglugerð enda ættu þau öll að standast kröfur reglugerðarinnar sem og kröfur í gildandi skipulagi og hafa samþykkar teikningar hjá byggingarfulltrúa. „Svona krafa er mjög íþyngjandi fyrir atvinnulífið auk þess sem flækjustig eykst talsvert,“ sagði í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi bentu á í sinni umsögn að reglugerðin myndi „óumdeilanlega gera leyfisveitingu bæði flóknari og mun kostnaðarsamari.“ Fjögurra vikna reglan heyrir sögunni til Er þetta ekki til marks um það að þessar breytingar hafi verið mistök? „Jú, ég held að það hafi almennt verið of langt gengið í að flækja hlutina og setja svona óþarfar og ómálefnalegar kröfur og íþyngjandi kröfur á atvinnulífið á síðustu árum,“ svarar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu. Í samráðsgátt liggja nú drög að breytingum á reglugerðinni sem eiga að aflétta starfsleyfisskyldu á 23 tegundum atvinnustarfsemi, þar á meðal veitingahúsa, og þess í stað gera starfsemina skráningarskylda. Jóhann Páll gerir ráð fyrir því að reglugerðin verði sett í gildi í vikunni þar sem umsagnarfresti í samráðsgátt lýkur á morgun. „Og það þýðir þá að þessi fjögurra vikna auglýsinga- og umsagnartími mun heita sögunni til,“ segir Jóhann Páll enn fremur. Aðeins ein umsögn hefur borist og barst hún frá Samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem fagna breytingunum. „Þannig erum við að eyða óþarfa biðtíma og það ætti þá líka að draga úr kostnaði sem fellur til þegar veitingastaður er tilbúinn fyrir rekstur en getur ekki opnað og þarf að greiða laun og verður af tekjum af því að menn eru að bíða eftir því að auglýsingafresti vegna starfsleyfis ljúki,“ segir ráðherra. „Mér finnst það algjörlega óþolandi staða.“
Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira