Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 10:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson vann Meistaradeild Evrópu aftur með Magdeburg og var aftur valinn verðmætastur. Getty/Jürgen Fromme Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Þar til í gær var Aron Pálmarsson sá eini í sögu Meistaradeildar Evrópu sem valinn hefur verið MVP (verðmætasti leikmaður) úrslitahelgarinnar í tvígang. Aron var valinn árið 2014 þegar hann vann keppnina með Kiel og aftur 2016 þegar hann lék með Veszprém. Gísli endurtók hins vegar leikinn með liði sínu Magdeburg og var valinn verðmætastur rétt eins og 2023 þegar hann fór á kostum í úrslitaleiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitunum. Í gær skoraði Gísli svo átta mörk og gaf tvær stoðsendingar í 32-26 sigrinum á Füchse Berlín í úrslitaleik í Köln, eftir að hafa aftur verið að glíma við axlarmeiðsli í aðdraganda úrslitahelgarinnar. „Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Mér líður eins og að ég sé að fá „deja vu“. Þetta var stórkostleg liðsframmistaða frá fyrstu mínútu. Við gáfum tóninn, settum ákveðinn standard og gáfumst aldrei upp. Héldum stöðugt áfram að gera okkar besta. Við vorum hundrað prósent í öllum okkar sóknaraðgerðum og í vörn. Við vorum bara hundrað prósent einbeittir. Með eitt markmið í dag og það var að vinna Meistaradeild Evrópu. Það gerðum við,“ sagði Gísli í viðtali við EHF strax eftir leik. Spurður út í einstaklingsverðlaun sín, sem hann hlaut nú í annað sinn, benti Gísli á Ómar Inga Magnússon og aðra liðsfélaga sína: „Það er virkilega gaman að vinna þetta aftur en, líklega eins og ég sagði fyrir tveimur árum, þá er þetta í raun liðinu mínu að þakka. Ég vinn svona titla ekki einn, ég þarf að hafa þá í kringum mig. Ég er stoltur en ég er enn stoltari af að vinna titilinn með þessum gaurum í annað sinn,“ sagði Gísli. Þýski handboltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Þar til í gær var Aron Pálmarsson sá eini í sögu Meistaradeildar Evrópu sem valinn hefur verið MVP (verðmætasti leikmaður) úrslitahelgarinnar í tvígang. Aron var valinn árið 2014 þegar hann vann keppnina með Kiel og aftur 2016 þegar hann lék með Veszprém. Gísli endurtók hins vegar leikinn með liði sínu Magdeburg og var valinn verðmætastur rétt eins og 2023 þegar hann fór á kostum í úrslitaleiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitunum. Í gær skoraði Gísli svo átta mörk og gaf tvær stoðsendingar í 32-26 sigrinum á Füchse Berlín í úrslitaleik í Köln, eftir að hafa aftur verið að glíma við axlarmeiðsli í aðdraganda úrslitahelgarinnar. „Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Mér líður eins og að ég sé að fá „deja vu“. Þetta var stórkostleg liðsframmistaða frá fyrstu mínútu. Við gáfum tóninn, settum ákveðinn standard og gáfumst aldrei upp. Héldum stöðugt áfram að gera okkar besta. Við vorum hundrað prósent í öllum okkar sóknaraðgerðum og í vörn. Við vorum bara hundrað prósent einbeittir. Með eitt markmið í dag og það var að vinna Meistaradeild Evrópu. Það gerðum við,“ sagði Gísli í viðtali við EHF strax eftir leik. Spurður út í einstaklingsverðlaun sín, sem hann hlaut nú í annað sinn, benti Gísli á Ómar Inga Magnússon og aðra liðsfélaga sína: „Það er virkilega gaman að vinna þetta aftur en, líklega eins og ég sagði fyrir tveimur árum, þá er þetta í raun liðinu mínu að þakka. Ég vinn svona titla ekki einn, ég þarf að hafa þá í kringum mig. Ég er stoltur en ég er enn stoltari af að vinna titilinn með þessum gaurum í annað sinn,“ sagði Gísli.
Þýski handboltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira