Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 10:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson vann Meistaradeild Evrópu aftur með Magdeburg og var aftur valinn verðmætastur. Getty/Jürgen Fromme Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Þar til í gær var Aron Pálmarsson sá eini í sögu Meistaradeildar Evrópu sem valinn hefur verið MVP (verðmætasti leikmaður) úrslitahelgarinnar í tvígang. Aron var valinn árið 2014 þegar hann vann keppnina með Kiel og aftur 2016 þegar hann lék með Veszprém. Gísli endurtók hins vegar leikinn með liði sínu Magdeburg og var valinn verðmætastur rétt eins og 2023 þegar hann fór á kostum í úrslitaleiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitunum. Í gær skoraði Gísli svo átta mörk og gaf tvær stoðsendingar í 32-26 sigrinum á Füchse Berlín í úrslitaleik í Köln, eftir að hafa aftur verið að glíma við axlarmeiðsli í aðdraganda úrslitahelgarinnar. „Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Mér líður eins og að ég sé að fá „deja vu“. Þetta var stórkostleg liðsframmistaða frá fyrstu mínútu. Við gáfum tóninn, settum ákveðinn standard og gáfumst aldrei upp. Héldum stöðugt áfram að gera okkar besta. Við vorum hundrað prósent í öllum okkar sóknaraðgerðum og í vörn. Við vorum bara hundrað prósent einbeittir. Með eitt markmið í dag og það var að vinna Meistaradeild Evrópu. Það gerðum við,“ sagði Gísli í viðtali við EHF strax eftir leik. Spurður út í einstaklingsverðlaun sín, sem hann hlaut nú í annað sinn, benti Gísli á Ómar Inga Magnússon og aðra liðsfélaga sína: „Það er virkilega gaman að vinna þetta aftur en, líklega eins og ég sagði fyrir tveimur árum, þá er þetta í raun liðinu mínu að þakka. Ég vinn svona titla ekki einn, ég þarf að hafa þá í kringum mig. Ég er stoltur en ég er enn stoltari af að vinna titilinn með þessum gaurum í annað sinn,“ sagði Gísli. Þýski handboltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Þar til í gær var Aron Pálmarsson sá eini í sögu Meistaradeildar Evrópu sem valinn hefur verið MVP (verðmætasti leikmaður) úrslitahelgarinnar í tvígang. Aron var valinn árið 2014 þegar hann vann keppnina með Kiel og aftur 2016 þegar hann lék með Veszprém. Gísli endurtók hins vegar leikinn með liði sínu Magdeburg og var valinn verðmætastur rétt eins og 2023 þegar hann fór á kostum í úrslitaleiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitunum. Í gær skoraði Gísli svo átta mörk og gaf tvær stoðsendingar í 32-26 sigrinum á Füchse Berlín í úrslitaleik í Köln, eftir að hafa aftur verið að glíma við axlarmeiðsli í aðdraganda úrslitahelgarinnar. „Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Mér líður eins og að ég sé að fá „deja vu“. Þetta var stórkostleg liðsframmistaða frá fyrstu mínútu. Við gáfum tóninn, settum ákveðinn standard og gáfumst aldrei upp. Héldum stöðugt áfram að gera okkar besta. Við vorum hundrað prósent í öllum okkar sóknaraðgerðum og í vörn. Við vorum bara hundrað prósent einbeittir. Með eitt markmið í dag og það var að vinna Meistaradeild Evrópu. Það gerðum við,“ sagði Gísli í viðtali við EHF strax eftir leik. Spurður út í einstaklingsverðlaun sín, sem hann hlaut nú í annað sinn, benti Gísli á Ómar Inga Magnússon og aðra liðsfélaga sína: „Það er virkilega gaman að vinna þetta aftur en, líklega eins og ég sagði fyrir tveimur árum, þá er þetta í raun liðinu mínu að þakka. Ég vinn svona titla ekki einn, ég þarf að hafa þá í kringum mig. Ég er stoltur en ég er enn stoltari af að vinna titilinn með þessum gaurum í annað sinn,“ sagði Gísli.
Þýski handboltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira