Árásarmaðurinn í Minnesota handtekinn Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2025 06:19 Lögregla segir að Vance Luther Boelther hafi verið vopnaður þegar hann var handtekinn. Hann veitti ekki mótstöðu þegar lögregla nálgaðist hann. AP Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið 57 ára karlmann sem grunaður er um að hafa skotið ríkisþingmann og eiginmann hennar til bana um helgina. Grunaður árásarmaður var klæddur sem lögreglumaður þegar hann skaut hjónin. Lögregla hefur leitað mannsins í tvo daga en hinn grunaði, Vance Luther Boelter, var handtekinn nærri eign sinni í Green Isle í úthverfi Minneapolis, í kjölfar ábendingar sem barst um að sést hafi til hans þar. Boelther er grunaður um að hafa skotið Melissu Hortman, þingmann Demókrata á ríkisþingi Minnesota, og eiginmann hennar Mark, til bana á laugardaginn. Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segir að ástæður árásarinnar hafi verið „pólitískar skoðanir“ árásarmannsins. Lögregla segir að Boelther sé einnig grunaður um að hafa skotið og sært annan þingmann Demókrata – John Hoffman, öldingadeildarþingmann í Minnesota, og eiginkonu hans Yvette – á heimili þeirra á svipuðum slóðum. Ástand þeirra er sagt vera stöðugt eftir að þau gengust undir aðgerð. Lögregla segir að Boelther hafi verið vopnaður þegar hann hafi við handtekinn en að hann hafi ekki veitt mótstöðu þegar lögregla nálgaðist hann og handtók. Hringir „kannski“ í Walz Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við bandaríska fjölmiðla í gær að hann muni „kannski“ hringja í Walz til að ræða árásina á þingmennina. „Þetta er hræðilegur atburður. Mér finnst hann hræðilegur ríkisstjóri. Mér finnst hann vera vanhæfur. En kannski hringi ég í hann. Kannski hringi ég í aðra líka,“ sagði Trump í samtali við ABC. Walz var varaforsetaefni Kamölu Harris, frambjóðanda Demókrata í foretakosningunum 2024 þegar Trump hafði betur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Annar þingmaðurinn látinn og byssumannsins enn leitað Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær. 15. júní 2025 13:14 Tveir ríkisþingmenn skotnir á heimilum sínum Tveir ríkisþingmenn Demókrata í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum voru skotnir á heimilum sínum í gærkvöldi. 14. júní 2025 14:47 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Lögregla hefur leitað mannsins í tvo daga en hinn grunaði, Vance Luther Boelter, var handtekinn nærri eign sinni í Green Isle í úthverfi Minneapolis, í kjölfar ábendingar sem barst um að sést hafi til hans þar. Boelther er grunaður um að hafa skotið Melissu Hortman, þingmann Demókrata á ríkisþingi Minnesota, og eiginmann hennar Mark, til bana á laugardaginn. Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segir að ástæður árásarinnar hafi verið „pólitískar skoðanir“ árásarmannsins. Lögregla segir að Boelther sé einnig grunaður um að hafa skotið og sært annan þingmann Demókrata – John Hoffman, öldingadeildarþingmann í Minnesota, og eiginkonu hans Yvette – á heimili þeirra á svipuðum slóðum. Ástand þeirra er sagt vera stöðugt eftir að þau gengust undir aðgerð. Lögregla segir að Boelther hafi verið vopnaður þegar hann hafi við handtekinn en að hann hafi ekki veitt mótstöðu þegar lögregla nálgaðist hann og handtók. Hringir „kannski“ í Walz Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við bandaríska fjölmiðla í gær að hann muni „kannski“ hringja í Walz til að ræða árásina á þingmennina. „Þetta er hræðilegur atburður. Mér finnst hann hræðilegur ríkisstjóri. Mér finnst hann vera vanhæfur. En kannski hringi ég í hann. Kannski hringi ég í aðra líka,“ sagði Trump í samtali við ABC. Walz var varaforsetaefni Kamölu Harris, frambjóðanda Demókrata í foretakosningunum 2024 þegar Trump hafði betur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Annar þingmaðurinn látinn og byssumannsins enn leitað Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær. 15. júní 2025 13:14 Tveir ríkisþingmenn skotnir á heimilum sínum Tveir ríkisþingmenn Demókrata í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum voru skotnir á heimilum sínum í gærkvöldi. 14. júní 2025 14:47 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Annar þingmaðurinn látinn og byssumannsins enn leitað Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær. 15. júní 2025 13:14
Tveir ríkisþingmenn skotnir á heimilum sínum Tveir ríkisþingmenn Demókrata í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum voru skotnir á heimilum sínum í gærkvöldi. 14. júní 2025 14:47