Brotin stjórnarandstaða í fýlu Arnar Steinn Þórarinsson skrifar 14. júní 2025 10:32 Ef þú ert eins og flest allir Íslendingar, þá fylgist þú ekki endilega mikið með því sem er að gerast á Alþingi, nema kannski lestu aðra hverja frétt á Vísi eða Mbl. Þú hefur kannski séð að það hafa verið mikil átök um bókun 35 og að umræðurnar sem hafa átt sér stað niðri á þingi hafa verið frekar „tense“. Á meðan Miðflokkurinn sendir allt sitt lið til að endurtaka sömu ræðuna aftur og aftur til að tefja bókun 35, þá er Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn sammála þessu máli. Þeir hafa í raun stutt þetta mál frá upphafi, en þeir tefja þetta mál bara til þess að önnur mál komist ekki í gegn. Þetta bitnar að sjálfsögðu á fólkinu í landinu, sem er kannski markmiðið þeirra. Þau vilja láta ríkisstjórnina líta illa út svo að fylgið þeirra vaxi, það er það eina sem þeir hugsa um. Þau vilja bara komast til valda og virða ekki að það hefur verið myndaður meirihluti sem þeir eru ekki hluti af. Þeir þurfa að virða það að þótt það sé þeirra hlutverk að veita ríkisstjórninni aðhald þýðir ekki að hún þurfi að hlýða henni. Þeir geta ekki vælt og verið í fýlu yfir því að þingmenn meirihlutans finnist hugmyndir þeirra innan nefndanna lélegar. Auðvitað á alltaf að hlusta á alla og taka mark á öllum, en það að vera í fýlu yfir því að fá nei er ekki ástæða til þess að ásaka þingmenn um brot á stjórnarskránni. Það verður spennandi að sjá hvernig þinglokin munu fara, hvort andstaðan muni gefa eftir eða hvort meirihlutinn muni gefa afslátt til andstöðunnar. En ef maður fylgist með hvernig flokkarnir vinna og hvar viljinn liggur hjá þeim þá er svo ljóst hvað flokkarnir sex berjast fyrir, hvort það sé fyrir almannahagsmunum eða sérhagsmunum. Ég hvet lesendur til þess að fylgjast með Alþingisrásinni á næstu dögum þó það sé ekki nema bara í fimm mínútur, til þess að sjá hvort flokkarnir sem þau kusu séu í alvörunni að vinna fyrir þeim. Höfundur er í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Bókun 35 EES-samningurinn Alþingi Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Ef þú ert eins og flest allir Íslendingar, þá fylgist þú ekki endilega mikið með því sem er að gerast á Alþingi, nema kannski lestu aðra hverja frétt á Vísi eða Mbl. Þú hefur kannski séð að það hafa verið mikil átök um bókun 35 og að umræðurnar sem hafa átt sér stað niðri á þingi hafa verið frekar „tense“. Á meðan Miðflokkurinn sendir allt sitt lið til að endurtaka sömu ræðuna aftur og aftur til að tefja bókun 35, þá er Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn sammála þessu máli. Þeir hafa í raun stutt þetta mál frá upphafi, en þeir tefja þetta mál bara til þess að önnur mál komist ekki í gegn. Þetta bitnar að sjálfsögðu á fólkinu í landinu, sem er kannski markmiðið þeirra. Þau vilja láta ríkisstjórnina líta illa út svo að fylgið þeirra vaxi, það er það eina sem þeir hugsa um. Þau vilja bara komast til valda og virða ekki að það hefur verið myndaður meirihluti sem þeir eru ekki hluti af. Þeir þurfa að virða það að þótt það sé þeirra hlutverk að veita ríkisstjórninni aðhald þýðir ekki að hún þurfi að hlýða henni. Þeir geta ekki vælt og verið í fýlu yfir því að þingmenn meirihlutans finnist hugmyndir þeirra innan nefndanna lélegar. Auðvitað á alltaf að hlusta á alla og taka mark á öllum, en það að vera í fýlu yfir því að fá nei er ekki ástæða til þess að ásaka þingmenn um brot á stjórnarskránni. Það verður spennandi að sjá hvernig þinglokin munu fara, hvort andstaðan muni gefa eftir eða hvort meirihlutinn muni gefa afslátt til andstöðunnar. En ef maður fylgist með hvernig flokkarnir vinna og hvar viljinn liggur hjá þeim þá er svo ljóst hvað flokkarnir sex berjast fyrir, hvort það sé fyrir almannahagsmunum eða sérhagsmunum. Ég hvet lesendur til þess að fylgjast með Alþingisrásinni á næstu dögum þó það sé ekki nema bara í fimm mínútur, til þess að sjá hvort flokkarnir sem þau kusu séu í alvörunni að vinna fyrir þeim. Höfundur er í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar