Segir klerkastjórninni að semja áður en það „verður of seint“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2025 11:09 Tvær af herþotunum sem Ísraelar hafa notast við til árásanna og til að verjast sjálfsprengidrónum frá Íran. Ísraelski herinn Ísraelski herinn hefur haldið árásum á Íran áfram í dag með árásum á kjarnorkurannsóknarstöðvar og yfirmenn herafla Íran. Áður en árásirnar hófust í gær notuðu útsendarar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, sjálfsprengidróna gegn loftvarnarkerfum í Íran og grófu þannig undan vörnum landsins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að klerkastjórnin verði að gera samkomulag um kjarnorkurannsóknir þeirra, áður en það verði of seint. Árásirnar á landið muni eingöngu verða umfangsmeiri. Árásir Ísraela í dag hafa meðal annars beinst að hátt settum mönnum í herafla Íran, eins og árásirnar í nótt gerðu einnig. Margir af æðstu leiðtogum hers landsins og byltingarvarðarins, auk kjarnorkuvísindamanna, eru sagðir liggja í valnum en klerkastjórnin hefur lítið staðfest í þessum efnum. Ísraelar segjast í morgun hafa fellt marga af æðstu leiðtogum flughers Íran þegar þeir komu saman á fundi í neðanjarðarbyrgi. Amir Ali Hajizadeh, æðsti yfirmaður fluhersins, er sagður hafa verið í byrginu. Einn talsmanna hersins segir árásirnar eingöngu vera að hefjast og að enn sé búist við miklum viðbrögðum frá Íran. Árásir á kjarnorkuvopnaáætlun Íran Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Viðræður milli klerkastjórnarinnar og ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ekki skilað árangri og virðast hafa strandað á dögunum. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) ályktaði í gærmorgun að ráðamenn í Íran stæðu ekki við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Í kjölfarið sökuðu Ísraelar Írana um að safna mjög auðguðu úrani, með því markmiði að smíða kjarnorkusprengjur. Sjá einnig: Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Þó nokkrar árásir virðast hafa verið gerðar á kjarnorkurannsóknarstöðina í Natanz, en hún er sú stærsta sinnar tegundar í Íran. Ísralear birtu í morgun myndband sem á að vera af þeirri rannsóknarstöð. IDF publishes a video claiming to show the "3D illustration of the uranium enrichment site in the Natanz area." pic.twitter.com/MimhkvdXps— Clash Report (@clashreport) June 13, 2025 Ayjatollah Ali Khameini, æðstiklerkur Íran, hefur heitið hefndum gegn Ísrael og sagt að Ísraelar muni gjalda fyrir árásirnar. Shahed-sjálfsprengidrónum hefur verið flogið frá Íran í átt að Ísrael en þeir virðast hafa verið skotnir niður. Sjá einnig: Æðstiklerkurinn hótar hefndum og drónaárásir eru hafnar Forsvarsmenn Mossad, leyniþjónustu Ísrael, birtu í morgun myndbönd sem sýna útsendara stofnunarinnar í Íran. Þar notuðu þeir smáa sjálfsprengidróna til að granda loftvarnarkerfum áður en árásirnar hófust í gær. Drónarnir voru einnig notaðir gegn skotflaugum sem Íran hefði getað skotið að Ísrael. Þessar aðgerðir eru sagðar hafa grafið undan vörnum Íran fyrir árásirnar í gærkvöldi. The Mossad spy agency reveals footage showing its actions against Iranian air defenses and ballistic missile launchers in Iran this morning.According to an Israeli official, the Mossad built a secret explosive drone base in Iran for this morning's operation.The drones were… pic.twitter.com/JYJWBV82fg— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) June 13, 2025 „Þeir eru allir fallnir núna“ Donald Trump sagði á dögunum að hann vildi ekki að Ísraelar gerðu árásir á Íran og vildi frekar láta reyna frekar á samningaviðræður til að koma böndum á kjarnorkvuopnaáætlun klerkastjórnarinnar. Tóninn í Trump breyttist töluvert á allra síðustu dögum og gaf hann til kynna að hann hefði ekki mikla trú á því að viðræður myndu bera árangur. Hann skrifaði svo í morgun á Truth Social, samfélagsmiðil sinn, að hann hefði itrekað gefið Írönum tækifæri til að semja en það hafi ekki borið árangur. „Ég sagði þeim að þetta gæti orðið mun verra en þeir hafa áður þekkt, búist við eða verið sagt, að Bandaríkin framleiði bestu og bannvænustu hergögn heimsins og að Ísraelar ættu mikið af þeim. Og þeir kunna svo sannarlega að nota þau,“ skrifaði Trump. Hann sagði ákveðna harðlínumenn hafa talað af hugrekki en þeir hafi ekki áttað sig á því sem væri í vændum. „Þeir eru allir fallnir núna og þetta mun eingöngu versna,“ skrifaði Trump. Hann sagði að enn væri þó hægt að binda enda á „þessa slátrun“. Íranar yrðu að semja. „GERIÐ ÞAÐ, ÁÐUR EN ÞAÐ VERÐUR OF SEINT.“ Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að klerkastjórnin verði að gera samkomulag um kjarnorkurannsóknir þeirra, áður en það verði of seint. Árásirnar á landið muni eingöngu verða umfangsmeiri. Árásir Ísraela í dag hafa meðal annars beinst að hátt settum mönnum í herafla Íran, eins og árásirnar í nótt gerðu einnig. Margir af æðstu leiðtogum hers landsins og byltingarvarðarins, auk kjarnorkuvísindamanna, eru sagðir liggja í valnum en klerkastjórnin hefur lítið staðfest í þessum efnum. Ísraelar segjast í morgun hafa fellt marga af æðstu leiðtogum flughers Íran þegar þeir komu saman á fundi í neðanjarðarbyrgi. Amir Ali Hajizadeh, æðsti yfirmaður fluhersins, er sagður hafa verið í byrginu. Einn talsmanna hersins segir árásirnar eingöngu vera að hefjast og að enn sé búist við miklum viðbrögðum frá Íran. Árásir á kjarnorkuvopnaáætlun Íran Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Viðræður milli klerkastjórnarinnar og ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ekki skilað árangri og virðast hafa strandað á dögunum. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) ályktaði í gærmorgun að ráðamenn í Íran stæðu ekki við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Í kjölfarið sökuðu Ísraelar Írana um að safna mjög auðguðu úrani, með því markmiði að smíða kjarnorkusprengjur. Sjá einnig: Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Þó nokkrar árásir virðast hafa verið gerðar á kjarnorkurannsóknarstöðina í Natanz, en hún er sú stærsta sinnar tegundar í Íran. Ísralear birtu í morgun myndband sem á að vera af þeirri rannsóknarstöð. IDF publishes a video claiming to show the "3D illustration of the uranium enrichment site in the Natanz area." pic.twitter.com/MimhkvdXps— Clash Report (@clashreport) June 13, 2025 Ayjatollah Ali Khameini, æðstiklerkur Íran, hefur heitið hefndum gegn Ísrael og sagt að Ísraelar muni gjalda fyrir árásirnar. Shahed-sjálfsprengidrónum hefur verið flogið frá Íran í átt að Ísrael en þeir virðast hafa verið skotnir niður. Sjá einnig: Æðstiklerkurinn hótar hefndum og drónaárásir eru hafnar Forsvarsmenn Mossad, leyniþjónustu Ísrael, birtu í morgun myndbönd sem sýna útsendara stofnunarinnar í Íran. Þar notuðu þeir smáa sjálfsprengidróna til að granda loftvarnarkerfum áður en árásirnar hófust í gær. Drónarnir voru einnig notaðir gegn skotflaugum sem Íran hefði getað skotið að Ísrael. Þessar aðgerðir eru sagðar hafa grafið undan vörnum Íran fyrir árásirnar í gærkvöldi. The Mossad spy agency reveals footage showing its actions against Iranian air defenses and ballistic missile launchers in Iran this morning.According to an Israeli official, the Mossad built a secret explosive drone base in Iran for this morning's operation.The drones were… pic.twitter.com/JYJWBV82fg— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) June 13, 2025 „Þeir eru allir fallnir núna“ Donald Trump sagði á dögunum að hann vildi ekki að Ísraelar gerðu árásir á Íran og vildi frekar láta reyna frekar á samningaviðræður til að koma böndum á kjarnorkvuopnaáætlun klerkastjórnarinnar. Tóninn í Trump breyttist töluvert á allra síðustu dögum og gaf hann til kynna að hann hefði ekki mikla trú á því að viðræður myndu bera árangur. Hann skrifaði svo í morgun á Truth Social, samfélagsmiðil sinn, að hann hefði itrekað gefið Írönum tækifæri til að semja en það hafi ekki borið árangur. „Ég sagði þeim að þetta gæti orðið mun verra en þeir hafa áður þekkt, búist við eða verið sagt, að Bandaríkin framleiði bestu og bannvænustu hergögn heimsins og að Ísraelar ættu mikið af þeim. Og þeir kunna svo sannarlega að nota þau,“ skrifaði Trump. Hann sagði ákveðna harðlínumenn hafa talað af hugrekki en þeir hafi ekki áttað sig á því sem væri í vændum. „Þeir eru allir fallnir núna og þetta mun eingöngu versna,“ skrifaði Trump. Hann sagði að enn væri þó hægt að binda enda á „þessa slátrun“. Íranar yrðu að semja. „GERIÐ ÞAÐ, ÁÐUR EN ÞAÐ VERÐUR OF SEINT.“
Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira