Bíða eftir gúmmíi og spila á Þórsvelli eins og stelpurnar Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 18:02 Hásteinsvöllur hefur alltaf verið lagður grasi, eins og á þessari mynd, en núna er komið gervigras sem á vantar gúmmíkurl. ÍBV Eyjamenn neyðast til að spila heimaleiki sína áfram á Þórsvelli um sinn þó að búið sé að leggja gervigras á Hásteinsvöll, því beðið er eftir sendingu af gúmmíkurli á nýja völlinn. Þetta staðfestir Magnús Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Fótbolta.net í dag. Bæði karla- og kvennalið ÍBV hafa byrjað fótboltasumarið á grasinu á Þórsvelli og reyndar vegnað þar býsna vel. Vonir stóðu þó til þess að Hásteinsvöllur yrði klár fyrir síðustu mánaðamót, svo að til að mynda yrði hægt að nýta hann á stóru krakkamótunum. Hins vegar er ekki hægt að spila á honum á TM-mótinu sem hófst í morgun. Stelpurnar á TM-mótinu munu aftur á móti spila á Þórsvelli á mótinu, líkt og karlalið ÍBV gegn Breiðabliki í Bestu deildinni á sunnudag, og viðurkennir Magnús að menn hafi óttast að álagið á vellinum yrði of mikið: „Já, en miðað við hvernig spáin er þá hef ég minni áhyggjur af því í dag heldur en ég hafði í síðustu viku. Við höfðum sannarlega áhyggjur, en það er flottur dagur í dag og verður á morgun líka. Við erum að reyna spila sem minnst á Þórsvelli,“ segir Magnús við Fótbolta.net. Blæs á samsæriskenningar Samkvæmt frétt miðilsins er nú vonast til þess að gúmmíkurlið verið komið til Eyja og á hinn nýja Hásteinsvöll eftir viku. Það þýðir þó að auk leiksins við Breiðablik á sunnudag munu Eyjamenn spila bikarleikinn við Val á Þórsvelli næsta fimmtudag. Fyrsti leikur ÍBV á Hásteinsvelli í sumar gæti því orðið mánudaginn 23. júní í nýliðaslagnum við Aftureldingu í Bestu deild karla. Degi síðar eiga Eyjakonur svo heimaleik við Fylki í Lengjudeild kvenna. Karlalið ÍBV hefur fengið sjö stig af tólf mögulegum á Þórsvelli í sumar auk þess að vinna þar bikarsigur gegn Víkingum. Kvennalið ÍBV hefur svo náð í sjö stig af níu mögulegum á Þórsvelli og unnið þar bikarsigra gegn Gróttu og Völsungi. Það er því óhætt að segja að uppskeran hafi verið góð hjá ÍBV á Þórsvelli en Magnús blæs á allar samsæriskenningar um að reynt sé að fresta því að liðin færi sig yfir á gervigrasið á Hásteinsvelli, bara vegna þess hve vel gangi á Þórsvelli: „Ég er heiðarlegur með að það hefur ekkert með þetta að gera, upphaflega planið var að völlurinn átti að vera klár í maí,“ segir Magnús og ítrekar að málið hafi sett ÍBV í mikinn vanda því öll plön hafi gert ráð fyrir að hægt yrði að nýta Hásteinsvöll í júní. Besta deild karla ÍBV Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Þetta staðfestir Magnús Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Fótbolta.net í dag. Bæði karla- og kvennalið ÍBV hafa byrjað fótboltasumarið á grasinu á Þórsvelli og reyndar vegnað þar býsna vel. Vonir stóðu þó til þess að Hásteinsvöllur yrði klár fyrir síðustu mánaðamót, svo að til að mynda yrði hægt að nýta hann á stóru krakkamótunum. Hins vegar er ekki hægt að spila á honum á TM-mótinu sem hófst í morgun. Stelpurnar á TM-mótinu munu aftur á móti spila á Þórsvelli á mótinu, líkt og karlalið ÍBV gegn Breiðabliki í Bestu deildinni á sunnudag, og viðurkennir Magnús að menn hafi óttast að álagið á vellinum yrði of mikið: „Já, en miðað við hvernig spáin er þá hef ég minni áhyggjur af því í dag heldur en ég hafði í síðustu viku. Við höfðum sannarlega áhyggjur, en það er flottur dagur í dag og verður á morgun líka. Við erum að reyna spila sem minnst á Þórsvelli,“ segir Magnús við Fótbolta.net. Blæs á samsæriskenningar Samkvæmt frétt miðilsins er nú vonast til þess að gúmmíkurlið verið komið til Eyja og á hinn nýja Hásteinsvöll eftir viku. Það þýðir þó að auk leiksins við Breiðablik á sunnudag munu Eyjamenn spila bikarleikinn við Val á Þórsvelli næsta fimmtudag. Fyrsti leikur ÍBV á Hásteinsvelli í sumar gæti því orðið mánudaginn 23. júní í nýliðaslagnum við Aftureldingu í Bestu deild karla. Degi síðar eiga Eyjakonur svo heimaleik við Fylki í Lengjudeild kvenna. Karlalið ÍBV hefur fengið sjö stig af tólf mögulegum á Þórsvelli í sumar auk þess að vinna þar bikarsigur gegn Víkingum. Kvennalið ÍBV hefur svo náð í sjö stig af níu mögulegum á Þórsvelli og unnið þar bikarsigra gegn Gróttu og Völsungi. Það er því óhætt að segja að uppskeran hafi verið góð hjá ÍBV á Þórsvelli en Magnús blæs á allar samsæriskenningar um að reynt sé að fresta því að liðin færi sig yfir á gervigrasið á Hásteinsvelli, bara vegna þess hve vel gangi á Þórsvelli: „Ég er heiðarlegur með að það hefur ekkert með þetta að gera, upphaflega planið var að völlurinn átti að vera klár í maí,“ segir Magnús og ítrekar að málið hafi sett ÍBV í mikinn vanda því öll plön hafi gert ráð fyrir að hægt yrði að nýta Hásteinsvöll í júní.
Besta deild karla ÍBV Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn