Sakhæfi og refsing móður sem myrti eigið barn staðfest Árni Sæberg skrifar 12. júní 2025 16:46 Móðirin bjó ásamt drengjunum tveimur á Nýbýlavegi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest átján ára fangelsisrefsingu móður, sem sakfelld var fyrir að ráða syni sínum bana og að reyna að ráða öðrum syni sínum bana. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að konan væri sakhæf en lögmaður hennar taldi að meta ætti andleg veikindi konunnar henni til refsilækkunar eða refsileysis. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp síðdegis. Konan var upphaflega sakfelld fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum í janúar í fyrra í héraði í nóvember þess árs. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi svipt drenginn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn. Drengurinn hafi látist af völdum köfnunar. Í kjölfarið hafi hún farið inn í herbergi eldri sonar síns þar sem hann lá sofandi. Þar hafi hún tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað. Drengurinn hafi vaknað og tekist að losa sig úr taki móður sinnar. Þunglynd en ekki ósakhæf Í dómi héraðsdóms sagði að konan hefði verið þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. „Málinu verður áfrýjað til Landsréttar, þar sem telja verður nauðsynlegt að tekið verði til endurskoðunar annarsvegar hve þungur dómurinn er og hinsvegar að ekki hafi verið fallist á að ákærða hafi verið ósakhæf á verknaðarstundu og hafi átt sér ákveðnar málsbætur í ljósi þess hve alvarleg andleg veikindi hún glímdi við er verknaðurinn var framinn,“ sagði í skriflegu svari Evu Dóru Kolbrúnardóttur, skipaðs verjanda konunnar, við fyrirspurn Vísis á sínum tíma. Landsréttur hefur nú komist að sömu niðurstöðu og héraðsdómur og dæmt konuna til átján ára fangelsisvistar. Í dómi Landsréttar kom fram að ákvæði almennra hegningarlaga geymdi undantekningu frá því þeirri meginreglu að mönnum skyldi refsað fyrir afbrot sín og það leiddi ekki til sakhæfisskorts þótt sá, sem framið hefði refsiverðan verknað, væri haldinn ranghugmyndum af völdum geðsjúkdóms nema hann hefði alls ekki verið fær um að stjórna gerðum sínum er hann vann verkið. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, hafi dómur héraðsdóms verið staðfestur. Andlát barns á Nýbýlavegi Dómsmál Kópavogur Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp síðdegis. Konan var upphaflega sakfelld fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum í janúar í fyrra í héraði í nóvember þess árs. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi svipt drenginn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn. Drengurinn hafi látist af völdum köfnunar. Í kjölfarið hafi hún farið inn í herbergi eldri sonar síns þar sem hann lá sofandi. Þar hafi hún tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað. Drengurinn hafi vaknað og tekist að losa sig úr taki móður sinnar. Þunglynd en ekki ósakhæf Í dómi héraðsdóms sagði að konan hefði verið þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. „Málinu verður áfrýjað til Landsréttar, þar sem telja verður nauðsynlegt að tekið verði til endurskoðunar annarsvegar hve þungur dómurinn er og hinsvegar að ekki hafi verið fallist á að ákærða hafi verið ósakhæf á verknaðarstundu og hafi átt sér ákveðnar málsbætur í ljósi þess hve alvarleg andleg veikindi hún glímdi við er verknaðurinn var framinn,“ sagði í skriflegu svari Evu Dóru Kolbrúnardóttur, skipaðs verjanda konunnar, við fyrirspurn Vísis á sínum tíma. Landsréttur hefur nú komist að sömu niðurstöðu og héraðsdómur og dæmt konuna til átján ára fangelsisvistar. Í dómi Landsréttar kom fram að ákvæði almennra hegningarlaga geymdi undantekningu frá því þeirri meginreglu að mönnum skyldi refsað fyrir afbrot sín og það leiddi ekki til sakhæfisskorts þótt sá, sem framið hefði refsiverðan verknað, væri haldinn ranghugmyndum af völdum geðsjúkdóms nema hann hefði alls ekki verið fær um að stjórna gerðum sínum er hann vann verkið. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, hafi dómur héraðsdóms verið staðfestur.
Andlát barns á Nýbýlavegi Dómsmál Kópavogur Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira