Búinn að afnema regluverkið sem tafði fyrir opnun Kastrup Agnar Már Másson skrifar 12. júní 2025 13:19 Jóhannn Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Vísir/Vilhelm Regluverk sem hefur gert veitingamönnum í Reykjavík lífið leitt að undanförnu hefur að hluta verið afnumið. Regluverkið olli því meðal annars að Kastrup þurfti að fresta opnun sinni á ný. Þá hyggst ráðherrann einnig aflétta regluverki sem hefur tafið fyrir opnun kaffirisans Starbucks á Íslandi. Veitingamenn í Reykjavík hafa að undanförnu kvartað undan seinagangi við leyfisveitingar vegna reglugerðar um hollustuhætti sem tók í gildi fyrrasumar en fór ekki í framkvæmd hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur fyrr en í maí. Tafði fyrir opnun Kastrup Reglugerðin var sett af síðustu ríkisstjórn en hún fólst í því að hvert einasta starfsleyfi, þyrfti að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins í fjórar vikur áður en leyfi væri veitt. Hver sem er gæti því sent inn kvörtun við leyfisveitinguna og þá hafi eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að þeim tíma liðnum gætu veitingamenn svo þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir að endanleg ákvörðun verði tekin. Regluverkið hefur sett alþjóðakaffirisanum Starbucks stólinn fyrir dyrnar þrátt fyrir að hann ætlaði að opna í húsnæði þar sem þegar var kaffihús. Keðjan ætlaði að opna dyr sínar hér á landi í maí en því hefur verið frestað fram í lok sumars, eins og Morgunblaðið greindi frá í dag. Nýir rekstraraðilar veitingahússins Kastrup við Hverfisgötu ráku sig á sama vegg þegar þeir hyggðust opna staðinn á ný. Þá hefur bakaríið Hygge, sem hygðist opna þar sem Nebraska stóð áður, einnig mætt miklum töfum. Umhverfisráðherra segir að regluverkið sem tefur fyrir opnun Kastrup hafi þegar verið afnumið, en breytingin hafi ekki gengið í gegn fyrr en í síðustu viku. „Þegar það er nýr starfsleyfishafi að taka við starfsleyfisskyldum rekstri, sem heyrir undir þessa reglugerð enda eru engar raunverulegar breytingar að verða á starfsskilunum sjálfum, þá er ekki lengur krafa um að útgefandi leyfisins auglýsi drög að starfsleyfi,“ segir Jóhann Páll Jóhansson, umhverfis orku- og lofstslagsráðherra í samtali við fréttastofu. Önnur reglugerð varðar Starbucks Þá eru fleiri breytingar í farvatninu, að sögn ráðherrans. „Svo erum við vinna að enn stærri breytingum sem felst í því að starfsemi sé skráningarskyld frekar en starfsleyfisskyld,“ bætir ráðherrann við en þar er um að ræða regluverkið sem hefur tafið fyrir opnun Starbucks. „Það myndi þýða að fyrirtæki þurfi bara að skila inn nauðsynlegum gögnum, heilbrigðiseftirlitið farið yfir þau og um leið og það er staðfest að gögnin séu fullnægjandi þá getur viðkomandi aðili hafið starsfemi án þess að það komi til auglýsingar og auglýsingarfrests.“ Einnig sé til skoðunar hjá ráðuneytinu og umhverfis- og orkustofnun hvort styðja megi betur við eftirlitssvæðin þegar komi að leyfisveitingum, t.d. gefa út leiðbeiningar í von um að auka hraða málsmeðferðar. „Ríkisstjórnin leggur áherslu á þetta, að létta undir með fólki og fyrirtæki í rekstri og setja ekki íþyngjandi reglur að óþörfu,“ segir ráðherrann. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í fyrri frétt kom fram að regluverkið sem var afnumið hefði valdið töfum hjá Starbucks en það var rangt. Rétt er að það hafi valdið töfum hjá Kastrup, en regluverk sem ráðherra hyggst breyta varðar aftur á móti Starbucks. Veitingastaðir Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Sjá meira
Veitingamenn í Reykjavík hafa að undanförnu kvartað undan seinagangi við leyfisveitingar vegna reglugerðar um hollustuhætti sem tók í gildi fyrrasumar en fór ekki í framkvæmd hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur fyrr en í maí. Tafði fyrir opnun Kastrup Reglugerðin var sett af síðustu ríkisstjórn en hún fólst í því að hvert einasta starfsleyfi, þyrfti að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins í fjórar vikur áður en leyfi væri veitt. Hver sem er gæti því sent inn kvörtun við leyfisveitinguna og þá hafi eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að þeim tíma liðnum gætu veitingamenn svo þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir að endanleg ákvörðun verði tekin. Regluverkið hefur sett alþjóðakaffirisanum Starbucks stólinn fyrir dyrnar þrátt fyrir að hann ætlaði að opna í húsnæði þar sem þegar var kaffihús. Keðjan ætlaði að opna dyr sínar hér á landi í maí en því hefur verið frestað fram í lok sumars, eins og Morgunblaðið greindi frá í dag. Nýir rekstraraðilar veitingahússins Kastrup við Hverfisgötu ráku sig á sama vegg þegar þeir hyggðust opna staðinn á ný. Þá hefur bakaríið Hygge, sem hygðist opna þar sem Nebraska stóð áður, einnig mætt miklum töfum. Umhverfisráðherra segir að regluverkið sem tefur fyrir opnun Kastrup hafi þegar verið afnumið, en breytingin hafi ekki gengið í gegn fyrr en í síðustu viku. „Þegar það er nýr starfsleyfishafi að taka við starfsleyfisskyldum rekstri, sem heyrir undir þessa reglugerð enda eru engar raunverulegar breytingar að verða á starfsskilunum sjálfum, þá er ekki lengur krafa um að útgefandi leyfisins auglýsi drög að starfsleyfi,“ segir Jóhann Páll Jóhansson, umhverfis orku- og lofstslagsráðherra í samtali við fréttastofu. Önnur reglugerð varðar Starbucks Þá eru fleiri breytingar í farvatninu, að sögn ráðherrans. „Svo erum við vinna að enn stærri breytingum sem felst í því að starfsemi sé skráningarskyld frekar en starfsleyfisskyld,“ bætir ráðherrann við en þar er um að ræða regluverkið sem hefur tafið fyrir opnun Starbucks. „Það myndi þýða að fyrirtæki þurfi bara að skila inn nauðsynlegum gögnum, heilbrigðiseftirlitið farið yfir þau og um leið og það er staðfest að gögnin séu fullnægjandi þá getur viðkomandi aðili hafið starsfemi án þess að það komi til auglýsingar og auglýsingarfrests.“ Einnig sé til skoðunar hjá ráðuneytinu og umhverfis- og orkustofnun hvort styðja megi betur við eftirlitssvæðin þegar komi að leyfisveitingum, t.d. gefa út leiðbeiningar í von um að auka hraða málsmeðferðar. „Ríkisstjórnin leggur áherslu á þetta, að létta undir með fólki og fyrirtæki í rekstri og setja ekki íþyngjandi reglur að óþörfu,“ segir ráðherrann. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í fyrri frétt kom fram að regluverkið sem var afnumið hefði valdið töfum hjá Starbucks en það var rangt. Rétt er að það hafi valdið töfum hjá Kastrup, en regluverk sem ráðherra hyggst breyta varðar aftur á móti Starbucks.
Veitingastaðir Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Sjá meira