Segir ljóst að SVEIT hafi eitthvað að fela Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júní 2025 12:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT. Arnar/Vilhelm Formaður Eflingar segir tregðu Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði eða SVEIT til að afhenda samkeppniseftirlitinu gögn er varða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu vera skýrt merki um að samtökin hafi eitthvað að fela. Framkvæmdarstjóri SVEIT segir ekki koma til greina að afhenda gögnin ef þeim verður deilt með Eflingu. Samkeppniseftirlitið hefur lagt dagsektir á SVEIT og krefst þess að samtökin afhendi gögn er varða kjarasamninga. Í mars síðastliðnum barst Samkeppniseftirlitinu kvörtun frá Eflingu, Alþýðusambandinu og Starfsgreinasambandi Íslands þess efnis að SVEIT gerði einhliða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði. Það væri ólögmætt samráð sem færi gegn samkeppnislögum að þeirra mati. Efling hefur lengi haft horn í síðu SVEIT og segir stéttarfélagið Virðingu vera gervistéttarfélag og framlengingu á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Í kvörtun er SVEIT sakað um ólögmætt verðsamráð á veitingamarkaði og ólögmætt verðsamráð innan samtakanna. Kemur SVEIT spánskt fyrir sjónir Einar Bárðarson, nýr framkvæmdastjóri hjá SVEIT, tekur fram að dagsektirnar leggist ekki á fyrr en að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála liggi fyrir. „Eftir að Efling gerði þessa athugasemd til Samkeppniseftirlitsins, kom það okkur dálítið spánskt fyrir sjónir og höfum við átt erfitt með að samþykkja það að þetta eigi heima inni hjá Samkeppniseftirlitinu. Við höfum kært það til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.“ Að auki tekur Einar fram að SVEIT hafi ekki fengið staðfest að gögnunum verði ekki deilt með þriðja aðila líkt og Eflingu. „Okkur finnst óeðlilegt að þriðji aðili út í bæ sé að vinna úr gögnum sem eru til rannsóknar hjá stofnun eða embætti eins og Samkeppniseftirlitinu. Ég held bara að það sé verið að óska eftir töluvert mikið af gögnum og þau eru svo sem öll tilbúin en verða ekki afhend á meðan áfrýjunarnefndin er að fara með þetta.“ Þið viljið þá ekki að Efling komist í gögnin? „Já okkur finnst það óeðlilegt.“ Ef að áfrýjunarnefnd kemst að því að málið eigi undir Samkeppniseftirlitið verða þá gögnin afhend samstundis? „Ég geri ráð fyrir því, nema að lögfræðingar okkar ráðleggi okkur eitthvað annað,“ segir Einar sem bætir við að það skjóti skökku við að Samkeppniseftirlitið vilji rannsaka SVEIT og Virðingu. Augljóst að gögnin geymi eitthvað sem er þess virði að fela Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir vinnubrögð SVEIT verulega gagnrýnisverð. „Þessi vinnubrögð koma mér alls ekki á óvart. Þetta er í samræmi við þau vinnubrögð sem SVEIT hefur sýnt í einu og öllu.“ Tregða SVEIT við að afhenda umrædd gögn sýni fram á það að samtökin hafi eitthvað að fela að mati Sólveigar. „Ég tel það ljóst. Ástæðan fyrir því að þau vilja ekki afhenda gögn er að þau gögn sem þeir hafa eru auðvitað ófullnægjandi eða sýna fram á það að auðvitað hefur verið fullt samráð á milli SVEIT og svikastéttarfélagsins Virðingar. En ég bara eins og allir bíða eftir því að sjá hvernig þetta mál fer hjá Samkeppniseftirlitinu.“ Hún fagnar því að Samkeppniseftirlitið stígi fram með þessum hætti í málinu. „Efling, SGS og Alþýðusambandið skoðaði málið mjög vel með lögmönnum. Okkur þótti ljóst að þarna væri verið að fremja brot.“ Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Mest lesið Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur lagt dagsektir á SVEIT og krefst þess að samtökin afhendi gögn er varða kjarasamninga. Í mars síðastliðnum barst Samkeppniseftirlitinu kvörtun frá Eflingu, Alþýðusambandinu og Starfsgreinasambandi Íslands þess efnis að SVEIT gerði einhliða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði. Það væri ólögmætt samráð sem færi gegn samkeppnislögum að þeirra mati. Efling hefur lengi haft horn í síðu SVEIT og segir stéttarfélagið Virðingu vera gervistéttarfélag og framlengingu á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Í kvörtun er SVEIT sakað um ólögmætt verðsamráð á veitingamarkaði og ólögmætt verðsamráð innan samtakanna. Kemur SVEIT spánskt fyrir sjónir Einar Bárðarson, nýr framkvæmdastjóri hjá SVEIT, tekur fram að dagsektirnar leggist ekki á fyrr en að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála liggi fyrir. „Eftir að Efling gerði þessa athugasemd til Samkeppniseftirlitsins, kom það okkur dálítið spánskt fyrir sjónir og höfum við átt erfitt með að samþykkja það að þetta eigi heima inni hjá Samkeppniseftirlitinu. Við höfum kært það til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.“ Að auki tekur Einar fram að SVEIT hafi ekki fengið staðfest að gögnunum verði ekki deilt með þriðja aðila líkt og Eflingu. „Okkur finnst óeðlilegt að þriðji aðili út í bæ sé að vinna úr gögnum sem eru til rannsóknar hjá stofnun eða embætti eins og Samkeppniseftirlitinu. Ég held bara að það sé verið að óska eftir töluvert mikið af gögnum og þau eru svo sem öll tilbúin en verða ekki afhend á meðan áfrýjunarnefndin er að fara með þetta.“ Þið viljið þá ekki að Efling komist í gögnin? „Já okkur finnst það óeðlilegt.“ Ef að áfrýjunarnefnd kemst að því að málið eigi undir Samkeppniseftirlitið verða þá gögnin afhend samstundis? „Ég geri ráð fyrir því, nema að lögfræðingar okkar ráðleggi okkur eitthvað annað,“ segir Einar sem bætir við að það skjóti skökku við að Samkeppniseftirlitið vilji rannsaka SVEIT og Virðingu. Augljóst að gögnin geymi eitthvað sem er þess virði að fela Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir vinnubrögð SVEIT verulega gagnrýnisverð. „Þessi vinnubrögð koma mér alls ekki á óvart. Þetta er í samræmi við þau vinnubrögð sem SVEIT hefur sýnt í einu og öllu.“ Tregða SVEIT við að afhenda umrædd gögn sýni fram á það að samtökin hafi eitthvað að fela að mati Sólveigar. „Ég tel það ljóst. Ástæðan fyrir því að þau vilja ekki afhenda gögn er að þau gögn sem þeir hafa eru auðvitað ófullnægjandi eða sýna fram á það að auðvitað hefur verið fullt samráð á milli SVEIT og svikastéttarfélagsins Virðingar. En ég bara eins og allir bíða eftir því að sjá hvernig þetta mál fer hjá Samkeppniseftirlitinu.“ Hún fagnar því að Samkeppniseftirlitið stígi fram með þessum hætti í málinu. „Efling, SGS og Alþýðusambandið skoðaði málið mjög vel með lögmönnum. Okkur þótti ljóst að þarna væri verið að fremja brot.“
Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Mest lesið Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira