Segir ljóst að SVEIT hafi eitthvað að fela Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júní 2025 12:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT. Arnar/Vilhelm Formaður Eflingar segir tregðu Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði eða SVEIT til að afhenda samkeppniseftirlitinu gögn er varða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu vera skýrt merki um að samtökin hafi eitthvað að fela. Framkvæmdarstjóri SVEIT segir ekki koma til greina að afhenda gögnin ef þeim verður deilt með Eflingu. Samkeppniseftirlitið hefur lagt dagsektir á SVEIT og krefst þess að samtökin afhendi gögn er varða kjarasamninga. Í mars síðastliðnum barst Samkeppniseftirlitinu kvörtun frá Eflingu, Alþýðusambandinu og Starfsgreinasambandi Íslands þess efnis að SVEIT gerði einhliða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði. Það væri ólögmætt samráð sem færi gegn samkeppnislögum að þeirra mati. Efling hefur lengi haft horn í síðu SVEIT og segir stéttarfélagið Virðingu vera gervistéttarfélag og framlengingu á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Í kvörtun er SVEIT sakað um ólögmætt verðsamráð á veitingamarkaði og ólögmætt verðsamráð innan samtakanna. Kemur SVEIT spánskt fyrir sjónir Einar Bárðarson, nýr framkvæmdastjóri hjá SVEIT, tekur fram að dagsektirnar leggist ekki á fyrr en að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála liggi fyrir. „Eftir að Efling gerði þessa athugasemd til Samkeppniseftirlitsins, kom það okkur dálítið spánskt fyrir sjónir og höfum við átt erfitt með að samþykkja það að þetta eigi heima inni hjá Samkeppniseftirlitinu. Við höfum kært það til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.“ Að auki tekur Einar fram að SVEIT hafi ekki fengið staðfest að gögnunum verði ekki deilt með þriðja aðila líkt og Eflingu. „Okkur finnst óeðlilegt að þriðji aðili út í bæ sé að vinna úr gögnum sem eru til rannsóknar hjá stofnun eða embætti eins og Samkeppniseftirlitinu. Ég held bara að það sé verið að óska eftir töluvert mikið af gögnum og þau eru svo sem öll tilbúin en verða ekki afhend á meðan áfrýjunarnefndin er að fara með þetta.“ Þið viljið þá ekki að Efling komist í gögnin? „Já okkur finnst það óeðlilegt.“ Ef að áfrýjunarnefnd kemst að því að málið eigi undir Samkeppniseftirlitið verða þá gögnin afhend samstundis? „Ég geri ráð fyrir því, nema að lögfræðingar okkar ráðleggi okkur eitthvað annað,“ segir Einar sem bætir við að það skjóti skökku við að Samkeppniseftirlitið vilji rannsaka SVEIT og Virðingu. Augljóst að gögnin geymi eitthvað sem er þess virði að fela Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir vinnubrögð SVEIT verulega gagnrýnisverð. „Þessi vinnubrögð koma mér alls ekki á óvart. Þetta er í samræmi við þau vinnubrögð sem SVEIT hefur sýnt í einu og öllu.“ Tregða SVEIT við að afhenda umrædd gögn sýni fram á það að samtökin hafi eitthvað að fela að mati Sólveigar. „Ég tel það ljóst. Ástæðan fyrir því að þau vilja ekki afhenda gögn er að þau gögn sem þeir hafa eru auðvitað ófullnægjandi eða sýna fram á það að auðvitað hefur verið fullt samráð á milli SVEIT og svikastéttarfélagsins Virðingar. En ég bara eins og allir bíða eftir því að sjá hvernig þetta mál fer hjá Samkeppniseftirlitinu.“ Hún fagnar því að Samkeppniseftirlitið stígi fram með þessum hætti í málinu. „Efling, SGS og Alþýðusambandið skoðaði málið mjög vel með lögmönnum. Okkur þótti ljóst að þarna væri verið að fremja brot.“ Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur lagt dagsektir á SVEIT og krefst þess að samtökin afhendi gögn er varða kjarasamninga. Í mars síðastliðnum barst Samkeppniseftirlitinu kvörtun frá Eflingu, Alþýðusambandinu og Starfsgreinasambandi Íslands þess efnis að SVEIT gerði einhliða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði. Það væri ólögmætt samráð sem færi gegn samkeppnislögum að þeirra mati. Efling hefur lengi haft horn í síðu SVEIT og segir stéttarfélagið Virðingu vera gervistéttarfélag og framlengingu á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Í kvörtun er SVEIT sakað um ólögmætt verðsamráð á veitingamarkaði og ólögmætt verðsamráð innan samtakanna. Kemur SVEIT spánskt fyrir sjónir Einar Bárðarson, nýr framkvæmdastjóri hjá SVEIT, tekur fram að dagsektirnar leggist ekki á fyrr en að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála liggi fyrir. „Eftir að Efling gerði þessa athugasemd til Samkeppniseftirlitsins, kom það okkur dálítið spánskt fyrir sjónir og höfum við átt erfitt með að samþykkja það að þetta eigi heima inni hjá Samkeppniseftirlitinu. Við höfum kært það til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.“ Að auki tekur Einar fram að SVEIT hafi ekki fengið staðfest að gögnunum verði ekki deilt með þriðja aðila líkt og Eflingu. „Okkur finnst óeðlilegt að þriðji aðili út í bæ sé að vinna úr gögnum sem eru til rannsóknar hjá stofnun eða embætti eins og Samkeppniseftirlitinu. Ég held bara að það sé verið að óska eftir töluvert mikið af gögnum og þau eru svo sem öll tilbúin en verða ekki afhend á meðan áfrýjunarnefndin er að fara með þetta.“ Þið viljið þá ekki að Efling komist í gögnin? „Já okkur finnst það óeðlilegt.“ Ef að áfrýjunarnefnd kemst að því að málið eigi undir Samkeppniseftirlitið verða þá gögnin afhend samstundis? „Ég geri ráð fyrir því, nema að lögfræðingar okkar ráðleggi okkur eitthvað annað,“ segir Einar sem bætir við að það skjóti skökku við að Samkeppniseftirlitið vilji rannsaka SVEIT og Virðingu. Augljóst að gögnin geymi eitthvað sem er þess virði að fela Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir vinnubrögð SVEIT verulega gagnrýnisverð. „Þessi vinnubrögð koma mér alls ekki á óvart. Þetta er í samræmi við þau vinnubrögð sem SVEIT hefur sýnt í einu og öllu.“ Tregða SVEIT við að afhenda umrædd gögn sýni fram á það að samtökin hafi eitthvað að fela að mati Sólveigar. „Ég tel það ljóst. Ástæðan fyrir því að þau vilja ekki afhenda gögn er að þau gögn sem þeir hafa eru auðvitað ófullnægjandi eða sýna fram á það að auðvitað hefur verið fullt samráð á milli SVEIT og svikastéttarfélagsins Virðingar. En ég bara eins og allir bíða eftir því að sjá hvernig þetta mál fer hjá Samkeppniseftirlitinu.“ Hún fagnar því að Samkeppniseftirlitið stígi fram með þessum hætti í málinu. „Efling, SGS og Alþýðusambandið skoðaði málið mjög vel með lögmönnum. Okkur þótti ljóst að þarna væri verið að fremja brot.“
Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira