SVEIT þarf að greiða milljón á dag þar til gögn eru afhent Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2025 06:56 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins og Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Einar tók við framkvæmdastjórastöðunni hjá SVEIT í síðasta mánuði. Vísir/Arnar/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur lagt dagsektir á Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) vegna brota samtakanna á lagaskyldu til þess að afhenda eftirlitinu gögn. Dagsektirnar eru lagðar á til þess að knýja á um að SVEIT fari að samkeppnislögum og afhendi umkrafin gögn. SVEIT hefur kært álagninguna. Frá þessu segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Þar kemur fram að það sé niðurstaða eftirlitsins að SVEIT hafi vanrækt ótvíræða lagaskyldu um afhendingu gagna og brotið þar með gegn 19. gr. samkeppnislaga. SVEIT er gert að greiða dagsektir að fjárhæð einni milljón króna á dag þar til umbeðin gögn hafa verið afhent Samkeppniseftirlitinu. Kjarasamningur talinn brjóta gegn samkeppnislögum Málið snýr að því að í mars síðastliðnum hafi Samkeppniseftirlitinu borist kvörtun frá Alþýðusambandi Íslands, Eflingu og Starfsgreinasambandi Íslands vegna „ólögmæts verðsamráðs fyrirtækja á veitingamarkaði og ólögmæts verðsamráðs innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði“. Var því haldið fram að gerð SVEIT á einhliða kjarasamningi við félagið Virðingu, þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði, hafi farið gegn samkeppnislögum. „Í kvörtuninni er rökstutt að félagið Virðing sé „gervistéttarfélag“ og jafnframt að undanþága 2. mgr. 2. gr. samkeppnislaga frá gildissviði laganna vegna „launa eða annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum“ eigi ekki við. Samkeppniseftirlitið ákvað að hefja rannsókn og óskaði eftir gögnum frá SVEIT, tilteknum aðildarfyrirtækjum SVEIT og Virðingu. Gögn hafa borist frá Virðingu og aðildarfyrirtækjum SVEIT sem gagnabeiðni var beint til. Sveit hafnar afhendingu gagna og kemur þannig í veg fyrir rannsókn SVEIT hefur hins vegar ítrekað hafnað kröfu Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagna. Hafa samtökin krafist þess að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðum brotum á samkeppnislögum verði felld niður. Til stuðnings þessu er m.a. staðhæft að Samkeppniseftirlitið hafi „engar heimildir til að hefja rannsókn vegna stofnunar stéttarfélags, aðdraganda kjarasamningsgerðar, efnis kjarasamnings eða gildi hans, sbr. 1. og 2. gr. samkeppnislaga.“ Dagsektarákvörðunin Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um dagsektir er bent á að undanþága 2. mgr. 2. gr. samkeppnislaga frá gildissviði laganna vegna launa eða annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum sé í samkeppnisrétti háð tilteknum skilyrðum. Ef viðkomandi samningur uppfyllir ekki þau skilyrði og telst því ekki kjarasamningur í skilningi samkeppnisréttarins getur hann falið í sér ólögmætt samráð viðkomandi fyrirtækja og samtaka þeirra um laun launþega (e. wage fixing). Slík brot fara gegn 10. gr. samkeppnislaga, sbr. 12. gr. laganna, og teljast að jafnaði alvarleg og til þess fallin að valda tjóni. Rannsókn samkeppnisyfirvalda í málum af þessum toga felst m.a. í því að leggja mat á hvort um raunverulegan kjarasamning sé að ræða eða ekki. Ákvæði 19. gr. samkeppnislaga veita Samkeppniseftirlitinu ríkar heimildir til þess að kalla eftir öllum nauðsynlegum gögnum í þágu rannsóknar málsins,“ segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins. SVEIT hefur kært álagningu dagsektanna. SVEIT segist telja að málið eigi ekki heima á borði eftirlitsins. Þar að auki telur SVEIT að stéttarfélögin, þar með talið Efling, geti ekki átt aðild að málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra SVEIT. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá SVEIT. Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Tengdar fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins. 11. apríl 2025 12:33 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Frá þessu segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Þar kemur fram að það sé niðurstaða eftirlitsins að SVEIT hafi vanrækt ótvíræða lagaskyldu um afhendingu gagna og brotið þar með gegn 19. gr. samkeppnislaga. SVEIT er gert að greiða dagsektir að fjárhæð einni milljón króna á dag þar til umbeðin gögn hafa verið afhent Samkeppniseftirlitinu. Kjarasamningur talinn brjóta gegn samkeppnislögum Málið snýr að því að í mars síðastliðnum hafi Samkeppniseftirlitinu borist kvörtun frá Alþýðusambandi Íslands, Eflingu og Starfsgreinasambandi Íslands vegna „ólögmæts verðsamráðs fyrirtækja á veitingamarkaði og ólögmæts verðsamráðs innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði“. Var því haldið fram að gerð SVEIT á einhliða kjarasamningi við félagið Virðingu, þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði, hafi farið gegn samkeppnislögum. „Í kvörtuninni er rökstutt að félagið Virðing sé „gervistéttarfélag“ og jafnframt að undanþága 2. mgr. 2. gr. samkeppnislaga frá gildissviði laganna vegna „launa eða annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum“ eigi ekki við. Samkeppniseftirlitið ákvað að hefja rannsókn og óskaði eftir gögnum frá SVEIT, tilteknum aðildarfyrirtækjum SVEIT og Virðingu. Gögn hafa borist frá Virðingu og aðildarfyrirtækjum SVEIT sem gagnabeiðni var beint til. Sveit hafnar afhendingu gagna og kemur þannig í veg fyrir rannsókn SVEIT hefur hins vegar ítrekað hafnað kröfu Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagna. Hafa samtökin krafist þess að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðum brotum á samkeppnislögum verði felld niður. Til stuðnings þessu er m.a. staðhæft að Samkeppniseftirlitið hafi „engar heimildir til að hefja rannsókn vegna stofnunar stéttarfélags, aðdraganda kjarasamningsgerðar, efnis kjarasamnings eða gildi hans, sbr. 1. og 2. gr. samkeppnislaga.“ Dagsektarákvörðunin Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um dagsektir er bent á að undanþága 2. mgr. 2. gr. samkeppnislaga frá gildissviði laganna vegna launa eða annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum sé í samkeppnisrétti háð tilteknum skilyrðum. Ef viðkomandi samningur uppfyllir ekki þau skilyrði og telst því ekki kjarasamningur í skilningi samkeppnisréttarins getur hann falið í sér ólögmætt samráð viðkomandi fyrirtækja og samtaka þeirra um laun launþega (e. wage fixing). Slík brot fara gegn 10. gr. samkeppnislaga, sbr. 12. gr. laganna, og teljast að jafnaði alvarleg og til þess fallin að valda tjóni. Rannsókn samkeppnisyfirvalda í málum af þessum toga felst m.a. í því að leggja mat á hvort um raunverulegan kjarasamning sé að ræða eða ekki. Ákvæði 19. gr. samkeppnislaga veita Samkeppniseftirlitinu ríkar heimildir til þess að kalla eftir öllum nauðsynlegum gögnum í þágu rannsóknar málsins,“ segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins. SVEIT hefur kært álagningu dagsektanna. SVEIT segist telja að málið eigi ekki heima á borði eftirlitsins. Þar að auki telur SVEIT að stéttarfélögin, þar með talið Efling, geti ekki átt aðild að málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra SVEIT. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá SVEIT.
Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Tengdar fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins. 11. apríl 2025 12:33 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins. 11. apríl 2025 12:33