Svikin loforð í leikskólamálum Reykjanesbæjar Gígja Sigríður Guðjónsdóttir skrifar 12. júní 2025 08:30 Undanfarna daga hafa leikskólamálin í Reykjanesbæ komist í kastljósið og það er ekki að ástæðulausu. Umræðan hefur blossað upp af krafti og óhætt er að segja að margar barnafjölskyldur hafi beðið lengi eftir að þessi mikilvægi málaflokkur fengi verðskuldaða athygli. Fyrir fjórum árum stóð ég einmitt í þeirri stöðu að bíða eftir leikskólaplássi og þótti staðan einfaldlega ólíðandi að þurfa bíða 6-12 mánuðum lengur eftir plássi heldur en vinkonur mínar í öðrum sveitarfélögum. Það var einmitt að þeirri ástæðu að ég bauð mig fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum þar sem upp kom ákveðið loforðakapphlaup um bætingar í leikskólamálum. Samfylkingin stóð þar uppi sem sigurvegarinn, með loforði um dagvistun barna við 18 mánaða aldur. Að ákveðnu leiti er ánægjulegt að sjá umræðuna um leikskólamál blossa upp aftur, því öflugir leikskólar gera grunninn að góðum og barnvænum samfélögum. Á sama tíma er sorglegt að sjá hvað lítið hefur gerst í þessum efnum hjá okkur í Reykjanesbæ. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu í Reykjanesbæ er nú allt að ári hærri en í sambærilegum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Í Garðabæ, Hafnarfirði, Akureyri, Kópavogi og Mosfellsbæ hefja börn leikskóladvöl að jafnaði á aldrinum 15 til 19 mánaða. Í Reykjanesbæ er þetta bil hins vegar 24 til 29 mánaða og í verstu tilfellum er börnum ekki boðin leikskóladvöl fyrr en þau eru eldri en 30 mánaða. Í Reykjanesbæ starfar þó öflugur hópur dagforeldra, sem eru ekki á vegum bæjarins. Því er ekkert tryggt framboð af þeim og stöðug umræða um innritun barna í leikskóla við 12 mánaða aldur heldur aftur af nýliðun og fjölgun í þeirri starfsstétt. Mv. Skráða dagforeldra í Reykjanesbæ geta þeir tekið á móti 135 börnum, en í Reykjanesbæ eru yfir 700 börn á aldrinum 0 – 2 ára. Þegar þetta er staðan þurfa margir foreldrar að skiptast á að taka launalaust leyfi, fresta því að fara aftur inn á vinnumarkað og leyta úrlausna sem hafa áhrif á fjárhaf fjölskyldunnar og getur valdið miklu álagi. Leikskólamálin snúast ekki einungis um dagvistun – þau snúast um örvun, félagsskap og framtíð barnanna, möguleika foreldranna og það hvort sveitarfélagið hafi raunverulegan metnað til þess að skara fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur. Þegar þessi grunnþjónusta sveitarfélagsins er ekki að batna er verið að grafa undan samkeppnisstöðu bæjarins. Barnafjölskyldur leita einfaldlega annað, þangað sem þjónustan er í lagi og þar sem stjórnendur taka ábyrgð. Með þessum skrifum er ég að vekja athygli á að skammtímaráðstafanir meirihlutans hafa ekki virkað, það þarf að spíta í lófana og gera Reykjanesbæ að eina besta sveitafélagi landsins fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er uppeldis- og menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa leikskólamálin í Reykjanesbæ komist í kastljósið og það er ekki að ástæðulausu. Umræðan hefur blossað upp af krafti og óhætt er að segja að margar barnafjölskyldur hafi beðið lengi eftir að þessi mikilvægi málaflokkur fengi verðskuldaða athygli. Fyrir fjórum árum stóð ég einmitt í þeirri stöðu að bíða eftir leikskólaplássi og þótti staðan einfaldlega ólíðandi að þurfa bíða 6-12 mánuðum lengur eftir plássi heldur en vinkonur mínar í öðrum sveitarfélögum. Það var einmitt að þeirri ástæðu að ég bauð mig fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum þar sem upp kom ákveðið loforðakapphlaup um bætingar í leikskólamálum. Samfylkingin stóð þar uppi sem sigurvegarinn, með loforði um dagvistun barna við 18 mánaða aldur. Að ákveðnu leiti er ánægjulegt að sjá umræðuna um leikskólamál blossa upp aftur, því öflugir leikskólar gera grunninn að góðum og barnvænum samfélögum. Á sama tíma er sorglegt að sjá hvað lítið hefur gerst í þessum efnum hjá okkur í Reykjanesbæ. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu í Reykjanesbæ er nú allt að ári hærri en í sambærilegum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Í Garðabæ, Hafnarfirði, Akureyri, Kópavogi og Mosfellsbæ hefja börn leikskóladvöl að jafnaði á aldrinum 15 til 19 mánaða. Í Reykjanesbæ er þetta bil hins vegar 24 til 29 mánaða og í verstu tilfellum er börnum ekki boðin leikskóladvöl fyrr en þau eru eldri en 30 mánaða. Í Reykjanesbæ starfar þó öflugur hópur dagforeldra, sem eru ekki á vegum bæjarins. Því er ekkert tryggt framboð af þeim og stöðug umræða um innritun barna í leikskóla við 12 mánaða aldur heldur aftur af nýliðun og fjölgun í þeirri starfsstétt. Mv. Skráða dagforeldra í Reykjanesbæ geta þeir tekið á móti 135 börnum, en í Reykjanesbæ eru yfir 700 börn á aldrinum 0 – 2 ára. Þegar þetta er staðan þurfa margir foreldrar að skiptast á að taka launalaust leyfi, fresta því að fara aftur inn á vinnumarkað og leyta úrlausna sem hafa áhrif á fjárhaf fjölskyldunnar og getur valdið miklu álagi. Leikskólamálin snúast ekki einungis um dagvistun – þau snúast um örvun, félagsskap og framtíð barnanna, möguleika foreldranna og það hvort sveitarfélagið hafi raunverulegan metnað til þess að skara fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur. Þegar þessi grunnþjónusta sveitarfélagsins er ekki að batna er verið að grafa undan samkeppnisstöðu bæjarins. Barnafjölskyldur leita einfaldlega annað, þangað sem þjónustan er í lagi og þar sem stjórnendur taka ábyrgð. Með þessum skrifum er ég að vekja athygli á að skammtímaráðstafanir meirihlutans hafa ekki virkað, það þarf að spíta í lófana og gera Reykjanesbæ að eina besta sveitafélagi landsins fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er uppeldis- og menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun