„Óásættanlegt“ að ofbeldi fái ekki sömu athygli og veiðigjöld Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 22:31 Halla hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar. Vísir/Vilhelm Þingmaður framsóknar segir óásættanlegt að ofbeldi, sem börn landsins verði fyrir, fái ekki sömu athygli á Alþingi og mál eins og veiðigjaldafrumvarpið. Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar setti nokkur þingmál í samhengi við borðspilið Matador, sem gengur út á að safna sem mestum auð í gegnum fasteignakaup og fjárfestingar, í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld. Niðurstöður rannsóknar þar sem Matador spil kom við sögu bendi til þess að völd geti aukið sjálfhverfu. „Og stóra áhyggjuefnið er að þegar þegar slíkur hroki nær yfirhöndinni að þá töpum við hæfninni til að hlusta á ólík sjónarmið og átök dýpka. Slík átök birtast okkur oft í þessum þingsal.“ Hún nefnir auðlindamálin sem dæmi og segir Ísland hafa skapað orkumarkað sem minni óþægilega á „eftirlitslausan fjármálamarkaðinn“ fyrir hrun. „Raforkuverð hefur aldrei hækkað jafn hratt. Skortur á framtíðarsýn hefur leitt af sér að tugir vindorkuverkefna í erlendri eigu eru í bígerð og valdið er hjá þeim sem vilja margar virkjanir hratt á meðan rödd náttúruverndar þagnar. Við eigum að framleiða meiri orku en við megum ekki líta á ráðstöfun takmarkaðra auðlinda, lands og víðerna, sömu augum og kaup á götum eða húsum í Matador leiknum.“ „Ofbeldi er vá“ Þá tók hún annað dæmi þar sem hún bar athygli sem veiðigjaldafrumvarpið fær á Alþingi saman við athygli sem mál tengd ofbeldi fá á Alþingi. Veiðigjöldin eru afar mikilvægt úrlausnarefni en það er óásættanlegt að ofbeldi, líkt og í skólum barnanna okkar í vetur fái ekki sömu athygli hér á þingi. Við þurfum kjark til að ræða orsakir, eins og ójöfnuð, árekstra við innflytjendur, og þverrandi andlega líðan. Hún kallar eftir því að brugðist verði við faraldur ofbeldis af sömu festu og Almannavarnir þegar eldgos steðjar að. „Þá koma allir saman, aðgerðir eru skýrar og mat á árangri er stöðugt þar til hættan er yfirstaðin. Ofbeldi er vá sem þarf sams konar aðgerðarfestu.“ Loks setti hún húsnæðismarkaðinn í samhengi við Matador spilið sem hún nefndi. „Við þurfum að passa að forgjöf og heppni ráði því ekki hvort þú eigir þak yfir höfuðið og vextir verða að lækka. Uppbygging íbúðarhúsnæðis á ekki bara að vera á forsendum þeirra ríku. Áður var hagkvæmara húsnæði byggt svo að fleiri kæmust að. Húsnæðismál eru lífsspursmál og húsnæðismarkaður má ekki vera í leikur anda Matador spilsins.“ Framsóknarflokkurinn Alþingi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar setti nokkur þingmál í samhengi við borðspilið Matador, sem gengur út á að safna sem mestum auð í gegnum fasteignakaup og fjárfestingar, í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld. Niðurstöður rannsóknar þar sem Matador spil kom við sögu bendi til þess að völd geti aukið sjálfhverfu. „Og stóra áhyggjuefnið er að þegar þegar slíkur hroki nær yfirhöndinni að þá töpum við hæfninni til að hlusta á ólík sjónarmið og átök dýpka. Slík átök birtast okkur oft í þessum þingsal.“ Hún nefnir auðlindamálin sem dæmi og segir Ísland hafa skapað orkumarkað sem minni óþægilega á „eftirlitslausan fjármálamarkaðinn“ fyrir hrun. „Raforkuverð hefur aldrei hækkað jafn hratt. Skortur á framtíðarsýn hefur leitt af sér að tugir vindorkuverkefna í erlendri eigu eru í bígerð og valdið er hjá þeim sem vilja margar virkjanir hratt á meðan rödd náttúruverndar þagnar. Við eigum að framleiða meiri orku en við megum ekki líta á ráðstöfun takmarkaðra auðlinda, lands og víðerna, sömu augum og kaup á götum eða húsum í Matador leiknum.“ „Ofbeldi er vá“ Þá tók hún annað dæmi þar sem hún bar athygli sem veiðigjaldafrumvarpið fær á Alþingi saman við athygli sem mál tengd ofbeldi fá á Alþingi. Veiðigjöldin eru afar mikilvægt úrlausnarefni en það er óásættanlegt að ofbeldi, líkt og í skólum barnanna okkar í vetur fái ekki sömu athygli hér á þingi. Við þurfum kjark til að ræða orsakir, eins og ójöfnuð, árekstra við innflytjendur, og þverrandi andlega líðan. Hún kallar eftir því að brugðist verði við faraldur ofbeldis af sömu festu og Almannavarnir þegar eldgos steðjar að. „Þá koma allir saman, aðgerðir eru skýrar og mat á árangri er stöðugt þar til hættan er yfirstaðin. Ofbeldi er vá sem þarf sams konar aðgerðarfestu.“ Loks setti hún húsnæðismarkaðinn í samhengi við Matador spilið sem hún nefndi. „Við þurfum að passa að forgjöf og heppni ráði því ekki hvort þú eigir þak yfir höfuðið og vextir verða að lækka. Uppbygging íbúðarhúsnæðis á ekki bara að vera á forsendum þeirra ríku. Áður var hagkvæmara húsnæði byggt svo að fleiri kæmust að. Húsnæðismál eru lífsspursmál og húsnæðismarkaður má ekki vera í leikur anda Matador spilsins.“
Framsóknarflokkurinn Alþingi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent