„Erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2025 19:09 Einar Örn Ólafsson forstjóri Play. Vísir/Einar Forstjóri Play hefur fulla trú á fyrirhuguðum breytingum á rekstri félagsins sem kynntar voru í tilkynningu til kauphallar síðdegis í dag. Félagið verði áfram íslenskt þó verið sé að færa stóran hluta starfseminnar til útlanda. Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play ætla að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og afskrá félagið af hlutabréfamarkaði. Íslensku flugrekstrarleyfi verði skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. Tilkynning um væntanlegt yfirtökutilboð barst eftir lokun kauphallar í dag. Sjá einnig: Vilja taka yfir Play Einar Örn Ólafsson forstjóri Play sat fyrir svörum í kvöldfréttum. „Við erum að tilkynna um nokkrar breytingar á sama tíma sem ekki eru allar skyldar. Það að taka félagið af markaði er ein aðgerð og að auka hlutafé er önnur. Svo er þessi þriðja sem er breyting á okkar högum með því að fækka vélum á Íslandi og fjölga þá verkefnum annars staðar.“ Getum við áfram talað um Play sem íslenskt flugfélag eftir þessar breytingar? „Já, þetta er skilgreiningaratriði. Ég er ekki viss um að fólk hafi áttað sig á því að Iceland Express í gamla daga og Wow á fyrstu árum þess, voru ekki rekin á íslenskum flugrekstrarleyfum heldur á annars konar leyfum erlendis frá. Fólk mun ekki finna neinn mun, það mun koma um borð í sömu vélarnar, þær verða áfram rauðar, það verður sama starfsfólkið á sömu kjörunum,“ segir Einar Hann vekur athygli á nýundirrituðum kjarasamningum við bæði flugmenn og flugliða. „Okkar farþegar munu ekki upplifa neina breytingu þegar það kemur um borð. Það mun upplifa nákvæmlega sömu þjónustu og sömu flugvélar og sama starfsfólkið. Þannig að fólkið mun upplifa íslenskt flugfélag.“ Einar segir að höfuðstöðvar félagsins verði jafnframt áfram hér á landi. „Þetta er svolítið tæknilegt atriði að flugrekstrarleyfi sé skráð á Möltu. Það eru til dæmis mörg skip sem eru skráð allt annars staðar þó fólki finnist það vera íslensk skip.“ Hann segir að bæði verði fækkun í innlenda flotanum og á skrifstofu félagsins hér á landi, sem helgist í því að flugrekstrarleyfið verði fært til Möltu. „En þetta eru ekki stórkostlegar breytingar. “ Hvar getur Play endað gangi þetta upp? „Ég væri ekki að standa í því að leiða hóp til að kaupa félag og taka það af markaði ef ég hefði ekki trú á þessu. Þannig að ég hef auðvitað fulla trú á þessu. Við erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa og halda áfram með þá starfsemi sem hefur gengið vel og færa flotann yfir í arðbær verkefni. Þannig að, já ég hef fulla trú á þessu.“ Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play ætla að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og afskrá félagið af hlutabréfamarkaði. Íslensku flugrekstrarleyfi verði skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. Tilkynning um væntanlegt yfirtökutilboð barst eftir lokun kauphallar í dag. Sjá einnig: Vilja taka yfir Play Einar Örn Ólafsson forstjóri Play sat fyrir svörum í kvöldfréttum. „Við erum að tilkynna um nokkrar breytingar á sama tíma sem ekki eru allar skyldar. Það að taka félagið af markaði er ein aðgerð og að auka hlutafé er önnur. Svo er þessi þriðja sem er breyting á okkar högum með því að fækka vélum á Íslandi og fjölga þá verkefnum annars staðar.“ Getum við áfram talað um Play sem íslenskt flugfélag eftir þessar breytingar? „Já, þetta er skilgreiningaratriði. Ég er ekki viss um að fólk hafi áttað sig á því að Iceland Express í gamla daga og Wow á fyrstu árum þess, voru ekki rekin á íslenskum flugrekstrarleyfum heldur á annars konar leyfum erlendis frá. Fólk mun ekki finna neinn mun, það mun koma um borð í sömu vélarnar, þær verða áfram rauðar, það verður sama starfsfólkið á sömu kjörunum,“ segir Einar Hann vekur athygli á nýundirrituðum kjarasamningum við bæði flugmenn og flugliða. „Okkar farþegar munu ekki upplifa neina breytingu þegar það kemur um borð. Það mun upplifa nákvæmlega sömu þjónustu og sömu flugvélar og sama starfsfólkið. Þannig að fólkið mun upplifa íslenskt flugfélag.“ Einar segir að höfuðstöðvar félagsins verði jafnframt áfram hér á landi. „Þetta er svolítið tæknilegt atriði að flugrekstrarleyfi sé skráð á Möltu. Það eru til dæmis mörg skip sem eru skráð allt annars staðar þó fólki finnist það vera íslensk skip.“ Hann segir að bæði verði fækkun í innlenda flotanum og á skrifstofu félagsins hér á landi, sem helgist í því að flugrekstrarleyfið verði fært til Möltu. „En þetta eru ekki stórkostlegar breytingar. “ Hvar getur Play endað gangi þetta upp? „Ég væri ekki að standa í því að leiða hóp til að kaupa félag og taka það af markaði ef ég hefði ekki trú á þessu. Þannig að ég hef auðvitað fulla trú á þessu. Við erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa og halda áfram með þá starfsemi sem hefur gengið vel og færa flotann yfir í arðbær verkefni. Þannig að, já ég hef fulla trú á þessu.“
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira