„Þetta er afturför í þjónustu við konur með endómetríósu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. júní 2025 11:56 Jón Ívar Einarsson er sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Vísir/Adelina Antal Heilbrigðisráðuneytið hefur gert Sjúkratryggingum Íslands að semja við Klíníkina í Ármúla um að framkvæma hundrað aðgerðir á árinu vegna endómetríósu. Það eru um helmingi færri en árið áður. Skurðlæknir hjá Klíníkinni sem framkvæmir slíkar aðgerðir segir ákvörðunina lengja biðlista til muna. Jóni Ívari Einarssyni, skurðlækni hjá Klíníkinni í Ármúla, bárust þær fregnir í byrjun árs að Sjúkratryggingar hygðust lækka fjölda niðurgreidda aðgerða kvenna með endómetríósu hjá einkareknum stofum. Samstarfið hófst er Willum Þór Þórsson var heilbrigðisráðherra og koma að kostnaðarþátttöku aðgerðanna. Nú hefur Heilbrigðisráðuneytið gert samning við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu fyrir árið 2025 en samningurinn er upp á helmingi færri aðgerðir en Jón Ívar hefur framkvæmt hingað til. „Sjúkratryggingar létu okkur vita í febrúar eða mars að þetta stæði til. Við mótmæltum því og komu með rök. Það voru viðræður í gangi, við hittum Sjúkratryggingar og þau sýndu þessu mikinn skilning. Mér fannst á þeim að þau styddu að þessi starfsemi myndi halda áfram óbreytt og þau sáu notagildi þjónustunnar. En þau fengu þau skilaboð frá Heilbrigðisráðuneytinu að það myndi ekki vera þannig. Þannig að ákvörðunin er sú, það eru ekki Sjúkratryggingar sem taka þessar ákvarðanir heldur heilbrigðisráðherra,“ segir Jón Ívar í Bítinu á Bylgjunni. Að hans sögn framkvæmir hann um tvo þriðju allra aðgerða vegna endómetríósu á landinu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. Skurðlæknar Landspítalans framkvæmi um hundrað til 130 aðgerðir á ári. Ástæða fækkunarinnar sé sú að ekki séu lengur biðlistar fyrir þess konar aðgerð í opinbera kerfinu. Allir sem sækist eftir þjónustu Landspítalans fái viðtalstíma innan þriggja mánaða og komist í skurðaðgerð innan þriggja mánaða eftir það. „Ég vil meina að við séum opinbera kerfið líka því ríkið er að greiða fyrir þessar aðgerðir hjá okkur og þeir eru að fá meira fyrir peninginn í rauninni. Það er bið í þessu kerfi vegna þess, þó að við séum ekki innan Landspítalans erum við í þessu heilbrigðiskerfi okkar. Við erum að sinna konum sem þurfa á þessari þjónustu að halda.“ Langir biðlistar séu enn hjá honum og lengist listinn enn frekar eftir breytingarnar. „Það er mjög langur biðlisti hjá okkur því miður, af því að, held ég, að konurnar vilja frekar koma til okkar,“ segir Jón Ívar. „Venjulega er greitt fyrir um tvö hundruð aðgerðir á ári en nú er búið að framkvæma um hundrað aðgerðir og þeir sögðu allt í einu að þetta er búið á þessu ári. Sem þýðir að kona sem kemur núna á stofuna þarf að bíða að öllum líkindum í eitt og hálft ár eftir aðgerð. Af því að það eru engar aðgerðir það sem eftir er af árinu, ég er nú þegar með hundrað konur á biðlista fyrir næsta árið. Það er algjörlega ólíðandi að þurfa hafa svona langa bið.“ Bauð konunum þrjá valmöguleika „Ég sendi tölvupóst á allar konurnar og bauð þeim þrjá möguleika. Það var að bíða áfram, það gæti verið eitt og hálft ár eða jafnvel lengur, borga sjálfar eða ég myndi vísa þeim á Landspítalann,“ segir Jón Ívar. Um sjö prósent kvennanna hafi óskað eftir því að Jón Ívar myndi vísa þeim á Landspítalann. Mikill meirihluti hafi hins vegar óskað eftir því að bíða lengur á biðlistanum eða einfaldlega greitt fyrir aðgerðina sjálfar. Jón Ívar segir það gríðarlega mikilvægt að konur sem glími við endómetríósu fái aðstoð sem fyrst. Langir biðlistar geta leitt til varanlegs skaða. „Það er mikilvægt að ná konum helst fyrir 25 ára aldur því eftir það getur verið óafturkræfur skaði.“ Konur með endómetríósu, sem séu um tíu prósent kvenna hérlendis, upplifa gríðarlega mikinn sársauka og þurfa jafnvel að vera frá vinnu og skóla nokkra daga í mánuði vegna hans. „Varðandi verkina þá segja jafnvel konur sem hafa átt börn að verkirnir sem þær fá við endómetríósu séu jafnvel verri en þær upplifa við barnsburð. Við gerðum rannsókn á fyrsta ári starfseminnar og þá voru meðalverkirnir níu af tíu mögulegum,“ segir Jón Ívar. „Ég vil bara þjónusta þessar konur vel. Þetta er afturför í þjónustu við konur með endómetríósu.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Bítið Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Jóni Ívari Einarssyni, skurðlækni hjá Klíníkinni í Ármúla, bárust þær fregnir í byrjun árs að Sjúkratryggingar hygðust lækka fjölda niðurgreidda aðgerða kvenna með endómetríósu hjá einkareknum stofum. Samstarfið hófst er Willum Þór Þórsson var heilbrigðisráðherra og koma að kostnaðarþátttöku aðgerðanna. Nú hefur Heilbrigðisráðuneytið gert samning við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu fyrir árið 2025 en samningurinn er upp á helmingi færri aðgerðir en Jón Ívar hefur framkvæmt hingað til. „Sjúkratryggingar létu okkur vita í febrúar eða mars að þetta stæði til. Við mótmæltum því og komu með rök. Það voru viðræður í gangi, við hittum Sjúkratryggingar og þau sýndu þessu mikinn skilning. Mér fannst á þeim að þau styddu að þessi starfsemi myndi halda áfram óbreytt og þau sáu notagildi þjónustunnar. En þau fengu þau skilaboð frá Heilbrigðisráðuneytinu að það myndi ekki vera þannig. Þannig að ákvörðunin er sú, það eru ekki Sjúkratryggingar sem taka þessar ákvarðanir heldur heilbrigðisráðherra,“ segir Jón Ívar í Bítinu á Bylgjunni. Að hans sögn framkvæmir hann um tvo þriðju allra aðgerða vegna endómetríósu á landinu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. Skurðlæknar Landspítalans framkvæmi um hundrað til 130 aðgerðir á ári. Ástæða fækkunarinnar sé sú að ekki séu lengur biðlistar fyrir þess konar aðgerð í opinbera kerfinu. Allir sem sækist eftir þjónustu Landspítalans fái viðtalstíma innan þriggja mánaða og komist í skurðaðgerð innan þriggja mánaða eftir það. „Ég vil meina að við séum opinbera kerfið líka því ríkið er að greiða fyrir þessar aðgerðir hjá okkur og þeir eru að fá meira fyrir peninginn í rauninni. Það er bið í þessu kerfi vegna þess, þó að við séum ekki innan Landspítalans erum við í þessu heilbrigðiskerfi okkar. Við erum að sinna konum sem þurfa á þessari þjónustu að halda.“ Langir biðlistar séu enn hjá honum og lengist listinn enn frekar eftir breytingarnar. „Það er mjög langur biðlisti hjá okkur því miður, af því að, held ég, að konurnar vilja frekar koma til okkar,“ segir Jón Ívar. „Venjulega er greitt fyrir um tvö hundruð aðgerðir á ári en nú er búið að framkvæma um hundrað aðgerðir og þeir sögðu allt í einu að þetta er búið á þessu ári. Sem þýðir að kona sem kemur núna á stofuna þarf að bíða að öllum líkindum í eitt og hálft ár eftir aðgerð. Af því að það eru engar aðgerðir það sem eftir er af árinu, ég er nú þegar með hundrað konur á biðlista fyrir næsta árið. Það er algjörlega ólíðandi að þurfa hafa svona langa bið.“ Bauð konunum þrjá valmöguleika „Ég sendi tölvupóst á allar konurnar og bauð þeim þrjá möguleika. Það var að bíða áfram, það gæti verið eitt og hálft ár eða jafnvel lengur, borga sjálfar eða ég myndi vísa þeim á Landspítalann,“ segir Jón Ívar. Um sjö prósent kvennanna hafi óskað eftir því að Jón Ívar myndi vísa þeim á Landspítalann. Mikill meirihluti hafi hins vegar óskað eftir því að bíða lengur á biðlistanum eða einfaldlega greitt fyrir aðgerðina sjálfar. Jón Ívar segir það gríðarlega mikilvægt að konur sem glími við endómetríósu fái aðstoð sem fyrst. Langir biðlistar geta leitt til varanlegs skaða. „Það er mikilvægt að ná konum helst fyrir 25 ára aldur því eftir það getur verið óafturkræfur skaði.“ Konur með endómetríósu, sem séu um tíu prósent kvenna hérlendis, upplifa gríðarlega mikinn sársauka og þurfa jafnvel að vera frá vinnu og skóla nokkra daga í mánuði vegna hans. „Varðandi verkina þá segja jafnvel konur sem hafa átt börn að verkirnir sem þær fá við endómetríósu séu jafnvel verri en þær upplifa við barnsburð. Við gerðum rannsókn á fyrsta ári starfseminnar og þá voru meðalverkirnir níu af tíu mögulegum,“ segir Jón Ívar. „Ég vil bara þjónusta þessar konur vel. Þetta er afturför í þjónustu við konur með endómetríósu.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Bítið Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira