Ökumenn mótorhjóla greiða meira en landsbyggðin minna Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júní 2025 18:56 Daði Már Kristófersson er fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Umdeilt frumvarp um kílómetragjald er loks komið úr nefnd á þinginu. Gildistöku laganna hefur verið frestað og ökumenn bifhjóla koma til með að greiða meira en fyrirhugað var. Fjármálaráðherra segir breytingar nefndarinnar sanngjarnar og til hins betra. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skilaði áliti um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla fyrir helgi. Nefndin var með frumvarpið á sínu borði í þrjá mánuði og gerði fjölmargar breytingar á því, flestar þeirra þó minniháttar. Stærsta breytingin er líklegast sú að gildistökunni er frestað um þrjá mánuði, til 1. október. Sliti vega ekki aðalatriðið Fjölmargir höfðu sent umsagnir um frumvarpið og margar þeirra skoðaðar af nefndinni. Mikið hefur verið rætt um fyrsta gjaldbilið, en þar falla undir öll ökutæki undir 3.500 kíló. Hagsmunahópar vildu að bilið tæki ekki til svo breiðs hóps, en ekki var fallist á það. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kveðst ánægður með það. „Ég held að þarna sé verið að taka undir það sjónarmið að slitið á vegunum eitt og sér er óverulegur hluti af kostnaði ríkisins við að veita þessa þjónustu fyrir þessu léttustu ökutæki. Það hreinlega tekur sig ekki. Munurinn er of lítill. Stóri kostnaðurinn er að byggja veginn og halda honum opnum, ekki slitið á honum,“ segir Daði. Íbúar á landsbyggðinni höfðu áhyggjur af því að minnkað bil yrði dulinn landsbyggðarskattur. „Það er þannig að úti á landi, einfaldlega vegna fjarlægðar, þyngri færðar á veturna og svona, eru bílar að jafnaði stærri. Að vera með eitt gjaldbil upp í 3,5 tonn gerir þetta minna íþyngjandi fyrir landsbyggðina og það að verkum að hún borgi minna en ekki meira,“ segir Daði. Mótorhjólaökumenn greiða meira Þá var því breytt að ökumenn bifhjóla bætast við fyrsta bilið, en í fyrri útgáfu var kveðið á um að þeir myndu greiða fjórar krónur í stað 6,6 króna á hvern kílómetra. „Aftur, þá gæti hljómað skringilega, að bifhjól sem er augljóslega léttara en léttur bíll, flokkist sem bíll. En það er bara þannig að það að byggja veginn, sinna löggæslu á honum, halda honum við, halda honum opnum á veturna, kostar það sama fyrir öll þessi ökutæki. Munurinn vegna slits er óverulegur,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Bifhjól Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skilaði áliti um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla fyrir helgi. Nefndin var með frumvarpið á sínu borði í þrjá mánuði og gerði fjölmargar breytingar á því, flestar þeirra þó minniháttar. Stærsta breytingin er líklegast sú að gildistökunni er frestað um þrjá mánuði, til 1. október. Sliti vega ekki aðalatriðið Fjölmargir höfðu sent umsagnir um frumvarpið og margar þeirra skoðaðar af nefndinni. Mikið hefur verið rætt um fyrsta gjaldbilið, en þar falla undir öll ökutæki undir 3.500 kíló. Hagsmunahópar vildu að bilið tæki ekki til svo breiðs hóps, en ekki var fallist á það. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kveðst ánægður með það. „Ég held að þarna sé verið að taka undir það sjónarmið að slitið á vegunum eitt og sér er óverulegur hluti af kostnaði ríkisins við að veita þessa þjónustu fyrir þessu léttustu ökutæki. Það hreinlega tekur sig ekki. Munurinn er of lítill. Stóri kostnaðurinn er að byggja veginn og halda honum opnum, ekki slitið á honum,“ segir Daði. Íbúar á landsbyggðinni höfðu áhyggjur af því að minnkað bil yrði dulinn landsbyggðarskattur. „Það er þannig að úti á landi, einfaldlega vegna fjarlægðar, þyngri færðar á veturna og svona, eru bílar að jafnaði stærri. Að vera með eitt gjaldbil upp í 3,5 tonn gerir þetta minna íþyngjandi fyrir landsbyggðina og það að verkum að hún borgi minna en ekki meira,“ segir Daði. Mótorhjólaökumenn greiða meira Þá var því breytt að ökumenn bifhjóla bætast við fyrsta bilið, en í fyrri útgáfu var kveðið á um að þeir myndu greiða fjórar krónur í stað 6,6 króna á hvern kílómetra. „Aftur, þá gæti hljómað skringilega, að bifhjól sem er augljóslega léttara en léttur bíll, flokkist sem bíll. En það er bara þannig að það að byggja veginn, sinna löggæslu á honum, halda honum við, halda honum opnum á veturna, kostar það sama fyrir öll þessi ökutæki. Munurinn vegna slits er óverulegur,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Bifhjól Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira