Vond stjórnsýsla að teikna bara einhverja reiti á kort Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. júní 2025 21:28 Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist eiga erfitt að sjá fyrir sér húsnæði á golfvellinum. Vísir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af hugmyndum um uppbyggingu 300 íbúða á svokölluðum framtíðarreit við 27. holu á golfvellinum við Korpúlfsstaði í Grafarvogi. Hann gagnrýnir skort á samráði við Golfklúbb Reykjavíkur en samkvæmt upplýsingagátt borgarinnar er ekkert fast í hendi. Brautin sem um ræðir er við enda vallarins og teygir framtíðarreiturinn sig eftir brautinni við Korpúlfsstaðaveg. Í vefsjá borgarinnar yfir uppbyggingarsvæðið má sjá að reiturinn á golfvellinum í Grafarvoginum er skilgreindur sem framtíðarreitur og segir þar að á þessu stigi sé ekkert ákveðið eða fast í hendi. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fyrirætlanirnar í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann furðar sig á skilgreiningu svæðisins í vefsjánni. Önnur álitleg svæði í grenndinni „Til hvers að birta einhver svæði sem eru kannski ekki fyrirætlanir um að byggja á, bara til þess að, í raun og veru valda úlfúð og átökum í nærumhverfinu frekar en að koma bara og vera tilbúin og segja hvernig hlutirnir eiga að vera eða hefja samtalið við nærumhverfið, hvernig borgin getur séð fyrir sér framtíðina, það að teikna bara einhverja reiti á kort, mér finnst það bara vond stjórnsýsla.“ Þarna hafi verið birt gögn um að á svæðinu eigi að byggja. „Og mér vitanlega hefur ekkert samtal átt sér stað við Golfklúbbinn, eða neina þá aðila sem eru hérna í kring, eða íbúa þess vegna.“ Friðjón segir erfitt að sjá fyrir sér samvist íbúabyggðar og starfsemi golfvallarins á svæðinu, vernda þurfi slík græn svæði, önnur álitleg uppbyggingasvæði séu í grenndinni. „Það er hægt að færa hlutina til en við sjáum bara á degi sem þessum hvað þetta svæði er vinsælt og hvað þetta skiptir miklu máli fyrir borgarbúa að geta komist út og verið í hreina loftinu og rokinu. Það er hérna svæði aðeins lengra sem er þróunarreitur sem borgin hefur verið í samtali við golfklúbbinn um, þar er vel verið að það sé hægt að gera eitthvað, en svona byggingarmagn á þessum reit finnst mér eiginlega alveg galið.“ Reykjavík Húsnæðismál Golf Borgarstjórn Golfvellir Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Brautin sem um ræðir er við enda vallarins og teygir framtíðarreiturinn sig eftir brautinni við Korpúlfsstaðaveg. Í vefsjá borgarinnar yfir uppbyggingarsvæðið má sjá að reiturinn á golfvellinum í Grafarvoginum er skilgreindur sem framtíðarreitur og segir þar að á þessu stigi sé ekkert ákveðið eða fast í hendi. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fyrirætlanirnar í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann furðar sig á skilgreiningu svæðisins í vefsjánni. Önnur álitleg svæði í grenndinni „Til hvers að birta einhver svæði sem eru kannski ekki fyrirætlanir um að byggja á, bara til þess að, í raun og veru valda úlfúð og átökum í nærumhverfinu frekar en að koma bara og vera tilbúin og segja hvernig hlutirnir eiga að vera eða hefja samtalið við nærumhverfið, hvernig borgin getur séð fyrir sér framtíðina, það að teikna bara einhverja reiti á kort, mér finnst það bara vond stjórnsýsla.“ Þarna hafi verið birt gögn um að á svæðinu eigi að byggja. „Og mér vitanlega hefur ekkert samtal átt sér stað við Golfklúbbinn, eða neina þá aðila sem eru hérna í kring, eða íbúa þess vegna.“ Friðjón segir erfitt að sjá fyrir sér samvist íbúabyggðar og starfsemi golfvallarins á svæðinu, vernda þurfi slík græn svæði, önnur álitleg uppbyggingasvæði séu í grenndinni. „Það er hægt að færa hlutina til en við sjáum bara á degi sem þessum hvað þetta svæði er vinsælt og hvað þetta skiptir miklu máli fyrir borgarbúa að geta komist út og verið í hreina loftinu og rokinu. Það er hérna svæði aðeins lengra sem er þróunarreitur sem borgin hefur verið í samtali við golfklúbbinn um, þar er vel verið að það sé hægt að gera eitthvað, en svona byggingarmagn á þessum reit finnst mér eiginlega alveg galið.“
Reykjavík Húsnæðismál Golf Borgarstjórn Golfvellir Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira