Fagmennska, fræðileg þekking, samráð, samvinna, þarfir og vilji barna og ungmenna eru grundvallaratriði Árni Guðmundsson skrifar 7. júní 2025 09:00 Það var leitt að heyra af leiftursnöggum skipulagsbreytingum í æskulýðsmálum á Akureyri. Aðferðafræðin söm og í Hafnarfirði þegar heill málaflokkur var umræðulaust lagður niður og tekið upp fyrirkomulag sem að mestu var aflagt um og eftir 1980 og kallaðist félagsstarf í skólum. Báðar þessar breytingar eiga það sannmerkt að þær voru ekki gerðar í neinu samtali eða samráði við fag eða fræðavettvanginn og hvað þá við börnin og ungmennin. Atburðarrásin minnir einna helst á harðsvíraðar sviptingar og átök sem stundum eiga sér stað í viðskiptalífinu og eru ekki til eftirbreytni. Það sem gerir þessa breytingu á Akureyri sérstaka er að það er löngu vitað og liggur í hlutarins eðli að hlutverk næsta bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði verður að fagvæða þessa mikilvægu starfsemi og hefja til vegs að nýju. Í þeim gögnum, um þessar skipulagsbreytingar, sem ég hef séð eru engar fag- eða fræðilegar forsendur fyrir þessu, en þar má finna grundvallar skilningsleysi á mikilvægri starfsemi félagsmiðstöðva. Málaflokkurinn og foræði hans er með þessum breytingum í raun og í verki komin á hendi faghóps sem hefur takmarkaða þekkingu á starfinu. Hvaða sérþekkingu hafa skólastjórar á sviði tómstunda- og félagsmálafræða? Í kennaranámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ekkert námskeið í tómstunda- og félagsmálafræðum. Starfslýsingar í þessu skipulagi eru í takt við ofur skólaliða, liðléttinga, í því sem flokka má sem hefðbundið skólastarf s.s. viðveru í frímínútum, aðstoð við hópa o.fl í þessum dúr og nánast allt á forsendum skólans. Velta má fyrir sér hvort skólinn eigi marka alla tilveru barna og ungmenna. Eiga Akureyrisk ungmenni sem af einhverjum ástæðum tekst ekki að aðalaga sig agavaldi skólans að gjalda þess í frítíma sínum? Er ekki bara tilvalið að skólastjórar sinni alfarið því sem þeir eru bestir í, sem að öllu jöfnu er að reka skóla? Hafa skólastjórnendur ekki nú þegar nóg á sínum herðum. Verkefnið er annað og felst í því að skapa forsendur til þess reka félagsmiðstöðvar. Fjárveitingar Akureyrarbæjar til félagsmiðstöðva hafa undanfarin ár verið af skornum skammti, málflokkurinn verið undir fjármagnaður. Í því liggur vandinn. Ef það þykir nauðsynlegt að breyta skipulagi þá er gott að leita að uppbyggilegri fyrirmynd en skipan Hafnfirskra æskulýðsmála. Í þessum efnum má benda á skipulag Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og ekki síst á vandaða starfsskrá SFS sem er leiðarljósi í góðu félagsmiðstöðvastarfi og sjá má hér: https://reykjavik.is/sites/default/files/starfsskra_fristundamidst_2015-lores.pdf Það er vissulega margt annað sem mætti tína til en verður ekki gert í stuttu greinarkorni eins og þessu. Kjarni málsins er sá að það er verulegt rými til raunverulegra framfara. Ég skora á bæjaryfirvöld að vinda ofan af þessu og endurskoða þessa ákvörðun í því ljósi. Fagmennska, fræðileg þekking, samráð, samvinna, þarfir og vilji barna og ungmenna eru grundvallaratriði. Í því felst raunverulega verðmætasköpun. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Skóla- og menntamál Árni Guðmundsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það var leitt að heyra af leiftursnöggum skipulagsbreytingum í æskulýðsmálum á Akureyri. Aðferðafræðin söm og í Hafnarfirði þegar heill málaflokkur var umræðulaust lagður niður og tekið upp fyrirkomulag sem að mestu var aflagt um og eftir 1980 og kallaðist félagsstarf í skólum. Báðar þessar breytingar eiga það sannmerkt að þær voru ekki gerðar í neinu samtali eða samráði við fag eða fræðavettvanginn og hvað þá við börnin og ungmennin. Atburðarrásin minnir einna helst á harðsvíraðar sviptingar og átök sem stundum eiga sér stað í viðskiptalífinu og eru ekki til eftirbreytni. Það sem gerir þessa breytingu á Akureyri sérstaka er að það er löngu vitað og liggur í hlutarins eðli að hlutverk næsta bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði verður að fagvæða þessa mikilvægu starfsemi og hefja til vegs að nýju. Í þeim gögnum, um þessar skipulagsbreytingar, sem ég hef séð eru engar fag- eða fræðilegar forsendur fyrir þessu, en þar má finna grundvallar skilningsleysi á mikilvægri starfsemi félagsmiðstöðva. Málaflokkurinn og foræði hans er með þessum breytingum í raun og í verki komin á hendi faghóps sem hefur takmarkaða þekkingu á starfinu. Hvaða sérþekkingu hafa skólastjórar á sviði tómstunda- og félagsmálafræða? Í kennaranámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ekkert námskeið í tómstunda- og félagsmálafræðum. Starfslýsingar í þessu skipulagi eru í takt við ofur skólaliða, liðléttinga, í því sem flokka má sem hefðbundið skólastarf s.s. viðveru í frímínútum, aðstoð við hópa o.fl í þessum dúr og nánast allt á forsendum skólans. Velta má fyrir sér hvort skólinn eigi marka alla tilveru barna og ungmenna. Eiga Akureyrisk ungmenni sem af einhverjum ástæðum tekst ekki að aðalaga sig agavaldi skólans að gjalda þess í frítíma sínum? Er ekki bara tilvalið að skólastjórar sinni alfarið því sem þeir eru bestir í, sem að öllu jöfnu er að reka skóla? Hafa skólastjórnendur ekki nú þegar nóg á sínum herðum. Verkefnið er annað og felst í því að skapa forsendur til þess reka félagsmiðstöðvar. Fjárveitingar Akureyrarbæjar til félagsmiðstöðva hafa undanfarin ár verið af skornum skammti, málflokkurinn verið undir fjármagnaður. Í því liggur vandinn. Ef það þykir nauðsynlegt að breyta skipulagi þá er gott að leita að uppbyggilegri fyrirmynd en skipan Hafnfirskra æskulýðsmála. Í þessum efnum má benda á skipulag Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og ekki síst á vandaða starfsskrá SFS sem er leiðarljósi í góðu félagsmiðstöðvastarfi og sjá má hér: https://reykjavik.is/sites/default/files/starfsskra_fristundamidst_2015-lores.pdf Það er vissulega margt annað sem mætti tína til en verður ekki gert í stuttu greinarkorni eins og þessu. Kjarni málsins er sá að það er verulegt rými til raunverulegra framfara. Ég skora á bæjaryfirvöld að vinda ofan af þessu og endurskoða þessa ákvörðun í því ljósi. Fagmennska, fræðileg þekking, samráð, samvinna, þarfir og vilji barna og ungmenna eru grundvallaratriði. Í því felst raunverulega verðmætasköpun. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar