Engu slaufað Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 7. júní 2025 08:32 Þingmaður Framsóknarflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, fór mikinn í ræðustól Alþingis fyrr í vikunni með stórkarlalegum yfirlýsingum um að uppbyggingu verknámsskóla hafi nú verið „slaufað“, á vakt nýrrar ríkisstjórnar. Það er einfaldlega rangt. Frumvarpi til fjáraukalaga var dreift á Alþingi í vikunni og þar kemur skýrt fram, eins og hefur reyndar líka komið fram í máli Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra, að ekki er verið að slaufa neinum framkvæmdum sem varða verknámshús framhaldsskólanna eða draga úr því fé sem ráðstafað verður til þeirra verkefna sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Einungis er verið að hliðra fjárheimildum á milli ára, af þeirri ástæðu að fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki komnar á það stig að unnt sé að ráðstafa því fjármagni til verkefnanna, sem áður hafði verið ráðgert að setja í verkin strax á þessu ári. Fjármagnið er hins vegar og verður áfram til staðar og verkefnin halda áfram. Verknámshús munu rísa. Þetta ætti þingmaður Framsóknar að vita, enda eru tilfærslur fjármuna til fjárfestinga á milli ára eðlilegur hluti af stjórn ríkisfjármálanna. Stefán Vagn ætti að vera sérstaklega meðvitaður um þetta, enda var hann formaður fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili og sem slíkur innsti koppur í búri í fyrri ríkisstjórn, þegar mörg þessara verkefna voru kynnt og ákveðin. Hins vegar hafa verkin gengið hægar en vonir höfðu verið kveiktar um. Þáverandi ráðherra Framsóknarflokksins fór enda vítt og breitt um landið með penna á lofti og undirritaði viljayfirlýsingar um verkefnin, án þess að fjármunirnir sem til þeirra áttu að renna væru endilega tryggðir. Nú hefur ný verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hins vegar tekið við og mun vinna þessi verkefni af ábyrgð, með raunhæfum áætlunum og því fjármagni sem þarf til. Það er ekki ábyrg nálgun að skapa óvissu og vekja ótta með upphrópunum í þingsal um að verið sé að slaufa heilu verknámshúsunum. Í stað þess að gera það og veitast að mennta- og barnamálaráðherra í leiðinni ætti Stefán Vagn að líta í eigin barm og íhuga hvernig gekk hjá honum og öðrum í meirihluta fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili við að tryggja fé til þessarar uppbyggingar. Það var ekki gert í þeim mæli sem til þurfti, bara alls ekki, og það er ástæðan fyrir því að þessi verkefni eru ekki komin lengra á veg. En nú höldum við áfram, af ábyrgð og alvöru, að byggja upp verknám á Íslandi. Það er ein undirstaða atvinnulífs okkar til framtíðar sem þar liggur undir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrv. skólameistari verkmenntaskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eydís Ásbjörnsdóttir Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, fór mikinn í ræðustól Alþingis fyrr í vikunni með stórkarlalegum yfirlýsingum um að uppbyggingu verknámsskóla hafi nú verið „slaufað“, á vakt nýrrar ríkisstjórnar. Það er einfaldlega rangt. Frumvarpi til fjáraukalaga var dreift á Alþingi í vikunni og þar kemur skýrt fram, eins og hefur reyndar líka komið fram í máli Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra, að ekki er verið að slaufa neinum framkvæmdum sem varða verknámshús framhaldsskólanna eða draga úr því fé sem ráðstafað verður til þeirra verkefna sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Einungis er verið að hliðra fjárheimildum á milli ára, af þeirri ástæðu að fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki komnar á það stig að unnt sé að ráðstafa því fjármagni til verkefnanna, sem áður hafði verið ráðgert að setja í verkin strax á þessu ári. Fjármagnið er hins vegar og verður áfram til staðar og verkefnin halda áfram. Verknámshús munu rísa. Þetta ætti þingmaður Framsóknar að vita, enda eru tilfærslur fjármuna til fjárfestinga á milli ára eðlilegur hluti af stjórn ríkisfjármálanna. Stefán Vagn ætti að vera sérstaklega meðvitaður um þetta, enda var hann formaður fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili og sem slíkur innsti koppur í búri í fyrri ríkisstjórn, þegar mörg þessara verkefna voru kynnt og ákveðin. Hins vegar hafa verkin gengið hægar en vonir höfðu verið kveiktar um. Þáverandi ráðherra Framsóknarflokksins fór enda vítt og breitt um landið með penna á lofti og undirritaði viljayfirlýsingar um verkefnin, án þess að fjármunirnir sem til þeirra áttu að renna væru endilega tryggðir. Nú hefur ný verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hins vegar tekið við og mun vinna þessi verkefni af ábyrgð, með raunhæfum áætlunum og því fjármagni sem þarf til. Það er ekki ábyrg nálgun að skapa óvissu og vekja ótta með upphrópunum í þingsal um að verið sé að slaufa heilu verknámshúsunum. Í stað þess að gera það og veitast að mennta- og barnamálaráðherra í leiðinni ætti Stefán Vagn að líta í eigin barm og íhuga hvernig gekk hjá honum og öðrum í meirihluta fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili við að tryggja fé til þessarar uppbyggingar. Það var ekki gert í þeim mæli sem til þurfti, bara alls ekki, og það er ástæðan fyrir því að þessi verkefni eru ekki komin lengra á veg. En nú höldum við áfram, af ábyrgð og alvöru, að byggja upp verknám á Íslandi. Það er ein undirstaða atvinnulífs okkar til framtíðar sem þar liggur undir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrv. skólameistari verkmenntaskóla
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun