Engu slaufað Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 7. júní 2025 08:32 Þingmaður Framsóknarflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, fór mikinn í ræðustól Alþingis fyrr í vikunni með stórkarlalegum yfirlýsingum um að uppbyggingu verknámsskóla hafi nú verið „slaufað“, á vakt nýrrar ríkisstjórnar. Það er einfaldlega rangt. Frumvarpi til fjáraukalaga var dreift á Alþingi í vikunni og þar kemur skýrt fram, eins og hefur reyndar líka komið fram í máli Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra, að ekki er verið að slaufa neinum framkvæmdum sem varða verknámshús framhaldsskólanna eða draga úr því fé sem ráðstafað verður til þeirra verkefna sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Einungis er verið að hliðra fjárheimildum á milli ára, af þeirri ástæðu að fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki komnar á það stig að unnt sé að ráðstafa því fjármagni til verkefnanna, sem áður hafði verið ráðgert að setja í verkin strax á þessu ári. Fjármagnið er hins vegar og verður áfram til staðar og verkefnin halda áfram. Verknámshús munu rísa. Þetta ætti þingmaður Framsóknar að vita, enda eru tilfærslur fjármuna til fjárfestinga á milli ára eðlilegur hluti af stjórn ríkisfjármálanna. Stefán Vagn ætti að vera sérstaklega meðvitaður um þetta, enda var hann formaður fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili og sem slíkur innsti koppur í búri í fyrri ríkisstjórn, þegar mörg þessara verkefna voru kynnt og ákveðin. Hins vegar hafa verkin gengið hægar en vonir höfðu verið kveiktar um. Þáverandi ráðherra Framsóknarflokksins fór enda vítt og breitt um landið með penna á lofti og undirritaði viljayfirlýsingar um verkefnin, án þess að fjármunirnir sem til þeirra áttu að renna væru endilega tryggðir. Nú hefur ný verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hins vegar tekið við og mun vinna þessi verkefni af ábyrgð, með raunhæfum áætlunum og því fjármagni sem þarf til. Það er ekki ábyrg nálgun að skapa óvissu og vekja ótta með upphrópunum í þingsal um að verið sé að slaufa heilu verknámshúsunum. Í stað þess að gera það og veitast að mennta- og barnamálaráðherra í leiðinni ætti Stefán Vagn að líta í eigin barm og íhuga hvernig gekk hjá honum og öðrum í meirihluta fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili við að tryggja fé til þessarar uppbyggingar. Það var ekki gert í þeim mæli sem til þurfti, bara alls ekki, og það er ástæðan fyrir því að þessi verkefni eru ekki komin lengra á veg. En nú höldum við áfram, af ábyrgð og alvöru, að byggja upp verknám á Íslandi. Það er ein undirstaða atvinnulífs okkar til framtíðar sem þar liggur undir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrv. skólameistari verkmenntaskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eydís Ásbjörnsdóttir Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, fór mikinn í ræðustól Alþingis fyrr í vikunni með stórkarlalegum yfirlýsingum um að uppbyggingu verknámsskóla hafi nú verið „slaufað“, á vakt nýrrar ríkisstjórnar. Það er einfaldlega rangt. Frumvarpi til fjáraukalaga var dreift á Alþingi í vikunni og þar kemur skýrt fram, eins og hefur reyndar líka komið fram í máli Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra, að ekki er verið að slaufa neinum framkvæmdum sem varða verknámshús framhaldsskólanna eða draga úr því fé sem ráðstafað verður til þeirra verkefna sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Einungis er verið að hliðra fjárheimildum á milli ára, af þeirri ástæðu að fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki komnar á það stig að unnt sé að ráðstafa því fjármagni til verkefnanna, sem áður hafði verið ráðgert að setja í verkin strax á þessu ári. Fjármagnið er hins vegar og verður áfram til staðar og verkefnin halda áfram. Verknámshús munu rísa. Þetta ætti þingmaður Framsóknar að vita, enda eru tilfærslur fjármuna til fjárfestinga á milli ára eðlilegur hluti af stjórn ríkisfjármálanna. Stefán Vagn ætti að vera sérstaklega meðvitaður um þetta, enda var hann formaður fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili og sem slíkur innsti koppur í búri í fyrri ríkisstjórn, þegar mörg þessara verkefna voru kynnt og ákveðin. Hins vegar hafa verkin gengið hægar en vonir höfðu verið kveiktar um. Þáverandi ráðherra Framsóknarflokksins fór enda vítt og breitt um landið með penna á lofti og undirritaði viljayfirlýsingar um verkefnin, án þess að fjármunirnir sem til þeirra áttu að renna væru endilega tryggðir. Nú hefur ný verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hins vegar tekið við og mun vinna þessi verkefni af ábyrgð, með raunhæfum áætlunum og því fjármagni sem þarf til. Það er ekki ábyrg nálgun að skapa óvissu og vekja ótta með upphrópunum í þingsal um að verið sé að slaufa heilu verknámshúsunum. Í stað þess að gera það og veitast að mennta- og barnamálaráðherra í leiðinni ætti Stefán Vagn að líta í eigin barm og íhuga hvernig gekk hjá honum og öðrum í meirihluta fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili við að tryggja fé til þessarar uppbyggingar. Það var ekki gert í þeim mæli sem til þurfti, bara alls ekki, og það er ástæðan fyrir því að þessi verkefni eru ekki komin lengra á veg. En nú höldum við áfram, af ábyrgð og alvöru, að byggja upp verknám á Íslandi. Það er ein undirstaða atvinnulífs okkar til framtíðar sem þar liggur undir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrv. skólameistari verkmenntaskóla
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar