Ósk um sérbýli, garð og rólegt umhverfi dregur fólk frá höfuðborgarsvæðinu Margrét Þóra Sæmundsdóttir skrifar 6. júní 2025 13:01 Viðfangsefni nýrrar meistararitgerðar í skipulagsfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands kannar hvers vegna fólk ákveður að flytja frá höfuðborgarsvæðinu til nálægra þéttbýlisstaða innan vinnusóknarsvæðis þess og hvaða þættir tengdir búsetuóskum og vali á ferðamáta skipta mestu máli við þá ákvörðun. Rannsóknin beindist að Selfossi sem tilvik rannsóknarinnar, en bærinn hefur vaxið ört á undanförnum árum. Af hverju er viðfangsefnið mikilvægt fyrir skipulagsmál á Íslandi? Á síðustu tíu árum hefur íbúum sveitarfélaga á þéttbýlisstöðum í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins fjölgað hraðar en innan borgarinnar. Í sveitarfélaginu Árborg, þar sem Selfoss er stærsti þéttbýlisstaðurinn, hefur íbúum fjölgað um 49%, úr rúmlega 8.000 í 12.000 íbúa, á meðan fjölgunin hefur aðeins verið 19% á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða hefur umferð á stofnbrautum frá höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann aukist verulega með tilheyrandi álagi á vegakerfið, en til dæmis hefur umferð aukist um 88% á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss. Þessi þróun vekur upp spurningar um á hvaða forsendum íbúar á þéttbýlisstöðum í kringum höfuðborgarsvæðið taka ákvörðun um að búa lengra frá vinnustað og hvort búsetuóskir þeirra vegi þyngra en aðrir þættir, svo sem lengri ferðatími til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðið. Markmið og aðferð Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða þættir tengdir búsetuóskum skipta mestu máli þegar tekin er ákvörðun um að flytja til nærliggjandi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins innan vinnusóknarsvæðis þess og hvernig val á ferðamáta til og frá vinnu hefur áhrif á þá ákvörðun. Leitast var við að svara því að hvaða marki búsetuóskir hafa áhrif á flutninga til þéttbýlisstaða í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins á Íslandi og hvernig þær tengjast ferðamöguleikum til og frá vinnu. Spurningakönnun var lögð fyrir nýaðflutta íbúa Selfoss, sem flutt höfðu frá höfuðborgarsvæðinu á árunum 2020 til 2024. 48 íbúar svöruðu könnunni á þeim tíu dögum sem hún var opin og svarhlutfallið var 22%. Auk þess voru tekin viðtöl við þrjá íbúa til að fá dýpri innsýn í viðhorf þeirra og til frekari skýringa á svörum sem vöktu sérstaka athygli við greiningu svara úr könnuninni. Svarendur samanstóðu að mestu leyti að barnafjölskyldum og eldri hjónum. Helstu niðurstöður Niðurstöður sýna að búsetuóskir um sérbýli, einkagarð og rólegt og fjölskylduvænt umhverfi voru meginástæður flutnings. Margir nefndu að stærra húsnæði á lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu hefði skipti miklu máli og samkvæmt niðurstöðum búa nú 88% íbúa í sérbýli, svo sem einbýli, par- eða raðhúsi, en 68% íbúa bjuggu áður í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Flestir íbúar voru tilbúnir að sætta sig við lengri ferðatíma á einkabíl til vinnu á höfuðborgarsvæðinu til að uppfylla þessar óskir og einfalda daglegt líf fjölskyldunnar. Almenningssamgöngur voru almennt ekki taldar raunhæfur valkostur til vinnuferða vegna takmarkaðs aðgengis, langs ferðatíma og lítillar tíðni. Þýðing niðurstaðna fyrir skipulagsmál á Íslandi Rannsóknin varpar ljósi á hvernig mismunandi persónulegar óskir og kerfislægir þættir móta búsetuóskir og val á ferðamáta íbúa á jaðri vinnusóknarsvæðisins. Hún undirstrikar mikilvægi þess að stefnumótun í skipulags- og samgöngumálum á Íslandi taki mið af fjölbreyttum búsetuóskum og ólíkum þörfum íbúa, ef ætlunin er að draga úr útþenslu byggðar, álagi á vegakerfi og stuðla að sjálfbærri þróun byggðar með vistvænum ferðamátum. Mikilvægt er að skipulags- og húsnæðisstefna á höfuðborgarsvæðinu taki meira tillit til fjölbreyttra húsnæðisþarfa, sérstaklega barnafjölskyldna ef ætlunin er að halda þeim á höfuðborgarsvæðinu. Ef ætlunin er að draga úr álagi á stofnbrautir til höfuðborgarsvæðisins og draga úr umferðarröðum við sitthvorn endann við Ölfusárbrú og Rauðavatn, þegar fleiri ferðast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu á einkabíl, þá þarf að hvetja til sjálfbærari ferðavenja, meðal annars með því að efla almenningssamgöngur. Þar mætti horfa til nýrra lausna, svo sem uppbyggingar hagkvæmra tengimiðstöðva (e. park and ride system) við borgarmörkin, þar sem íbúar frá nærliggjandi þéttbýlisstöðum geta lagt bílnum við bílastæðahús og haldið svo ferð sinni áfram með almenningssamgöngum á forgangsakreinum inn á helstu atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins. Slíkt myndi stytta ferðatíma, bæta nýtingu strætó og létta á umferð. Af niðurstöðum þessarar rannsóknar með Selfoss sem tilvik má leiða líkum að því að til að sporna við frekari aukningu umferðar þarf að bregðast við rót vandans og afleiðingum hans. Vandamálið felst meðal annars í skorti á fjölbreyttum og fjölskylduvænum búsetukostum innan höfuðborgarsvæðisins og veikri stöðu almenningssamgangna sem raunhæfs valkostar gagnvart einkabílnum. Til að ná árangri þarf að samþætta samgöngustefnu, húsnæðisstefnu og skipulagstefnu þannig að þær styðji hver við aðra og leiði til raunverulegra valkosta fyrir íbúa. Ef sambærileg búsetugæði og á Selfossi væru í vaxandi mæli í boði í borginni þá má draga þá ályktun að líklega myndu færri flytja út fyrir borgarmörkin, þar sem flestir virðast vilja vinna á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma er mikilvægt að sveitarfélög eins og Árborg skipuleggi uppbyggingu með hagkvæmum og sjálfbærum hætti. Þar skiptir máli að byggð verði samfelld, fjölbreytt og tengd skilvirkum samgöngum, ef draga á úr notkun á einkabílnum og hvetja fleiri til að nota aðra raunhæfa ferðamáta. Rannsóknin gefur mikilvægar vísbendingar um þá þróun sem hefur átt sér stað á síðustu árum. Í framtíðarverkefnum væri áhugavert að skoða fleiri þéttbýlisstaði á jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, svo sem Hveragerði, Þorlákshöfn, Reykjanesbæ og Akranes til að greina hvort sambærileg mynstur komi fram milli sveitarfélaga eða landshluta. Það myndi einnig stækka úrtakið og efla áreiðanleika niðurstaðna enn frekari með fjölbreyttari innsýn í upplifun íbúa. Um ritgerðina Grein þessi byggir á meistararitgerð sem unnin var við námsbraut í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknin var styrkt af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og tekur til samspils búsetuóska og vali á ferðamáta í íslensku samhengi utan höfuðborgarsvæðisins. Ritgerðin verður birt á Skemmunni við útskrift 6. júní næstkomandi. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Húsnæðismál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Viðfangsefni nýrrar meistararitgerðar í skipulagsfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands kannar hvers vegna fólk ákveður að flytja frá höfuðborgarsvæðinu til nálægra þéttbýlisstaða innan vinnusóknarsvæðis þess og hvaða þættir tengdir búsetuóskum og vali á ferðamáta skipta mestu máli við þá ákvörðun. Rannsóknin beindist að Selfossi sem tilvik rannsóknarinnar, en bærinn hefur vaxið ört á undanförnum árum. Af hverju er viðfangsefnið mikilvægt fyrir skipulagsmál á Íslandi? Á síðustu tíu árum hefur íbúum sveitarfélaga á þéttbýlisstöðum í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins fjölgað hraðar en innan borgarinnar. Í sveitarfélaginu Árborg, þar sem Selfoss er stærsti þéttbýlisstaðurinn, hefur íbúum fjölgað um 49%, úr rúmlega 8.000 í 12.000 íbúa, á meðan fjölgunin hefur aðeins verið 19% á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða hefur umferð á stofnbrautum frá höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann aukist verulega með tilheyrandi álagi á vegakerfið, en til dæmis hefur umferð aukist um 88% á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss. Þessi þróun vekur upp spurningar um á hvaða forsendum íbúar á þéttbýlisstöðum í kringum höfuðborgarsvæðið taka ákvörðun um að búa lengra frá vinnustað og hvort búsetuóskir þeirra vegi þyngra en aðrir þættir, svo sem lengri ferðatími til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðið. Markmið og aðferð Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða þættir tengdir búsetuóskum skipta mestu máli þegar tekin er ákvörðun um að flytja til nærliggjandi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins innan vinnusóknarsvæðis þess og hvernig val á ferðamáta til og frá vinnu hefur áhrif á þá ákvörðun. Leitast var við að svara því að hvaða marki búsetuóskir hafa áhrif á flutninga til þéttbýlisstaða í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins á Íslandi og hvernig þær tengjast ferðamöguleikum til og frá vinnu. Spurningakönnun var lögð fyrir nýaðflutta íbúa Selfoss, sem flutt höfðu frá höfuðborgarsvæðinu á árunum 2020 til 2024. 48 íbúar svöruðu könnunni á þeim tíu dögum sem hún var opin og svarhlutfallið var 22%. Auk þess voru tekin viðtöl við þrjá íbúa til að fá dýpri innsýn í viðhorf þeirra og til frekari skýringa á svörum sem vöktu sérstaka athygli við greiningu svara úr könnuninni. Svarendur samanstóðu að mestu leyti að barnafjölskyldum og eldri hjónum. Helstu niðurstöður Niðurstöður sýna að búsetuóskir um sérbýli, einkagarð og rólegt og fjölskylduvænt umhverfi voru meginástæður flutnings. Margir nefndu að stærra húsnæði á lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu hefði skipti miklu máli og samkvæmt niðurstöðum búa nú 88% íbúa í sérbýli, svo sem einbýli, par- eða raðhúsi, en 68% íbúa bjuggu áður í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Flestir íbúar voru tilbúnir að sætta sig við lengri ferðatíma á einkabíl til vinnu á höfuðborgarsvæðinu til að uppfylla þessar óskir og einfalda daglegt líf fjölskyldunnar. Almenningssamgöngur voru almennt ekki taldar raunhæfur valkostur til vinnuferða vegna takmarkaðs aðgengis, langs ferðatíma og lítillar tíðni. Þýðing niðurstaðna fyrir skipulagsmál á Íslandi Rannsóknin varpar ljósi á hvernig mismunandi persónulegar óskir og kerfislægir þættir móta búsetuóskir og val á ferðamáta íbúa á jaðri vinnusóknarsvæðisins. Hún undirstrikar mikilvægi þess að stefnumótun í skipulags- og samgöngumálum á Íslandi taki mið af fjölbreyttum búsetuóskum og ólíkum þörfum íbúa, ef ætlunin er að draga úr útþenslu byggðar, álagi á vegakerfi og stuðla að sjálfbærri þróun byggðar með vistvænum ferðamátum. Mikilvægt er að skipulags- og húsnæðisstefna á höfuðborgarsvæðinu taki meira tillit til fjölbreyttra húsnæðisþarfa, sérstaklega barnafjölskyldna ef ætlunin er að halda þeim á höfuðborgarsvæðinu. Ef ætlunin er að draga úr álagi á stofnbrautir til höfuðborgarsvæðisins og draga úr umferðarröðum við sitthvorn endann við Ölfusárbrú og Rauðavatn, þegar fleiri ferðast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu á einkabíl, þá þarf að hvetja til sjálfbærari ferðavenja, meðal annars með því að efla almenningssamgöngur. Þar mætti horfa til nýrra lausna, svo sem uppbyggingar hagkvæmra tengimiðstöðva (e. park and ride system) við borgarmörkin, þar sem íbúar frá nærliggjandi þéttbýlisstöðum geta lagt bílnum við bílastæðahús og haldið svo ferð sinni áfram með almenningssamgöngum á forgangsakreinum inn á helstu atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins. Slíkt myndi stytta ferðatíma, bæta nýtingu strætó og létta á umferð. Af niðurstöðum þessarar rannsóknar með Selfoss sem tilvik má leiða líkum að því að til að sporna við frekari aukningu umferðar þarf að bregðast við rót vandans og afleiðingum hans. Vandamálið felst meðal annars í skorti á fjölbreyttum og fjölskylduvænum búsetukostum innan höfuðborgarsvæðisins og veikri stöðu almenningssamgangna sem raunhæfs valkostar gagnvart einkabílnum. Til að ná árangri þarf að samþætta samgöngustefnu, húsnæðisstefnu og skipulagstefnu þannig að þær styðji hver við aðra og leiði til raunverulegra valkosta fyrir íbúa. Ef sambærileg búsetugæði og á Selfossi væru í vaxandi mæli í boði í borginni þá má draga þá ályktun að líklega myndu færri flytja út fyrir borgarmörkin, þar sem flestir virðast vilja vinna á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma er mikilvægt að sveitarfélög eins og Árborg skipuleggi uppbyggingu með hagkvæmum og sjálfbærum hætti. Þar skiptir máli að byggð verði samfelld, fjölbreytt og tengd skilvirkum samgöngum, ef draga á úr notkun á einkabílnum og hvetja fleiri til að nota aðra raunhæfa ferðamáta. Rannsóknin gefur mikilvægar vísbendingar um þá þróun sem hefur átt sér stað á síðustu árum. Í framtíðarverkefnum væri áhugavert að skoða fleiri þéttbýlisstaði á jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, svo sem Hveragerði, Þorlákshöfn, Reykjanesbæ og Akranes til að greina hvort sambærileg mynstur komi fram milli sveitarfélaga eða landshluta. Það myndi einnig stækka úrtakið og efla áreiðanleika niðurstaðna enn frekari með fjölbreyttari innsýn í upplifun íbúa. Um ritgerðina Grein þessi byggir á meistararitgerð sem unnin var við námsbraut í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknin var styrkt af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og tekur til samspils búsetuóska og vali á ferðamáta í íslensku samhengi utan höfuðborgarsvæðisins. Ritgerðin verður birt á Skemmunni við útskrift 6. júní næstkomandi. Höfundur er skipulagsfræðingur.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun