Brotlentu öðru einkafari á tunglinu Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2025 09:13 Resilience tunglfarið á braut um tunglið á dögunum. AP/ispace Japanska geimfyrirtækið ispace brotlenti öðru geimfari á tunglinu í gærkvöldi. Þetta var önnur tilraun fyrirtækisins til að lenda smáu tunglfari í einkaeigu en báðar hafa misheppnast. Svo virðist sem að tunglfarið Resilience hafi skollið á tunglinu á miklum hraða en samband við farið rofnaði skömmu fyrir áætlaða lendingu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja lendinguna hafa farið vel af stað en sambandið hafi rofnað fljótt. Talið er ólíklegt að sambandið muni nást aftur og engar líkur eru taldar á því að hægt sé að lenda farinu, samkvæmt yfirlýsingu frá ispace. Fyrsta tilraun ispace misheppnaðist árið 2023. Sjá einnig: Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Að þessu sinni var verið að lækka hæð farsins yfir yfirborði tunglsins úr hundrað kílómetrum í tuttugu. Í því ferli kviknaði á réttum tíma á hreyflum Resilience og hægði þá verulega á farinu. Sambandið rofnaði hins vegar á þeim tímapunkti. Starfsmenn ispace hafa komist að því að fjarlægðarskynjari tunglfarsins bilaði og þess vegna hægði farið ekki nægilega mikið á sér. Það mun í kjölfarið hafa skollið á yfirborði tunglsins á miklum hraða. Hér að neðan má sjá myndband sem birt var á miðvikudaginn, þegar Resiliance var á braut um tunglið. Fly me to the Moon 🎵🌝RESILIENCE status: nominal Distance above the Lunar surface: ca. 100 km Current orbital phase: Low lunar orbit, traveling at ca. 5,800 km/h RESILIENCE remains in a circular orbit as landing day approaches. This video was captured from lunar orbit by… pic.twitter.com/Ll7FCudqL5— ispace (@ispace_inc) June 4, 2025 Resiliance bar lítinn dróna og vísindabúnað frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þessi búnaður og geimfarið átti að vera virkur í allt að tvær vikur. Margir reyna að lenda á tunglinu Frá árinu 2019 hafa nokkur einkafyrirtæki gert tilraunir til að lenda geimförum á tunglinu. Það hefur þó í flestum tilfellum ekki gengið nægilega vel. Bandaríska fyrirtækið Intuitive Machines var fyrsta fyrirtækið til að lenda einkageimfari á tunglinu í fyrra. Þar á undan höfðu einungis ríkisstjórnum tekist að lenda fari á tunglinu. Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kína og Indlandi. Reisilance var skotið á loft með Blue Ghost tunglfari fyrirtækisins Firefly. Það fór aðra og fljótari leið til tunglsins og var því lent þar í mars. Forsvarsmenn ispace segjast ætla að gera þriðju tilraunina til að lenda á tunglinu árið 2027. Verið er að smíða stærra lendingarfar fyrir það verkefni og á það að bera búnað sem tengist Artemis áætluninni svokölluðu. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Geimurinn Tunglið Japan Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira
Svo virðist sem að tunglfarið Resilience hafi skollið á tunglinu á miklum hraða en samband við farið rofnaði skömmu fyrir áætlaða lendingu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja lendinguna hafa farið vel af stað en sambandið hafi rofnað fljótt. Talið er ólíklegt að sambandið muni nást aftur og engar líkur eru taldar á því að hægt sé að lenda farinu, samkvæmt yfirlýsingu frá ispace. Fyrsta tilraun ispace misheppnaðist árið 2023. Sjá einnig: Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Að þessu sinni var verið að lækka hæð farsins yfir yfirborði tunglsins úr hundrað kílómetrum í tuttugu. Í því ferli kviknaði á réttum tíma á hreyflum Resilience og hægði þá verulega á farinu. Sambandið rofnaði hins vegar á þeim tímapunkti. Starfsmenn ispace hafa komist að því að fjarlægðarskynjari tunglfarsins bilaði og þess vegna hægði farið ekki nægilega mikið á sér. Það mun í kjölfarið hafa skollið á yfirborði tunglsins á miklum hraða. Hér að neðan má sjá myndband sem birt var á miðvikudaginn, þegar Resiliance var á braut um tunglið. Fly me to the Moon 🎵🌝RESILIENCE status: nominal Distance above the Lunar surface: ca. 100 km Current orbital phase: Low lunar orbit, traveling at ca. 5,800 km/h RESILIENCE remains in a circular orbit as landing day approaches. This video was captured from lunar orbit by… pic.twitter.com/Ll7FCudqL5— ispace (@ispace_inc) June 4, 2025 Resiliance bar lítinn dróna og vísindabúnað frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þessi búnaður og geimfarið átti að vera virkur í allt að tvær vikur. Margir reyna að lenda á tunglinu Frá árinu 2019 hafa nokkur einkafyrirtæki gert tilraunir til að lenda geimförum á tunglinu. Það hefur þó í flestum tilfellum ekki gengið nægilega vel. Bandaríska fyrirtækið Intuitive Machines var fyrsta fyrirtækið til að lenda einkageimfari á tunglinu í fyrra. Þar á undan höfðu einungis ríkisstjórnum tekist að lenda fari á tunglinu. Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kína og Indlandi. Reisilance var skotið á loft með Blue Ghost tunglfari fyrirtækisins Firefly. Það fór aðra og fljótari leið til tunglsins og var því lent þar í mars. Forsvarsmenn ispace segjast ætla að gera þriðju tilraunina til að lenda á tunglinu árið 2027. Verið er að smíða stærra lendingarfar fyrir það verkefni og á það að bera búnað sem tengist Artemis áætluninni svokölluðu. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið.
Geimurinn Tunglið Japan Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira