Brotlentu öðru einkafari á tunglinu Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2025 09:13 Resilience tunglfarið á braut um tunglið á dögunum. AP/ispace Japanska geimfyrirtækið ispace brotlenti öðru geimfari á tunglinu í gærkvöldi. Þetta var önnur tilraun fyrirtækisins til að lenda smáu tunglfari í einkaeigu en báðar hafa misheppnast. Svo virðist sem að tunglfarið Resilience hafi skollið á tunglinu á miklum hraða en samband við farið rofnaði skömmu fyrir áætlaða lendingu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja lendinguna hafa farið vel af stað en sambandið hafi rofnað fljótt. Talið er ólíklegt að sambandið muni nást aftur og engar líkur eru taldar á því að hægt sé að lenda farinu, samkvæmt yfirlýsingu frá ispace. Fyrsta tilraun ispace misheppnaðist árið 2023. Sjá einnig: Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Að þessu sinni var verið að lækka hæð farsins yfir yfirborði tunglsins úr hundrað kílómetrum í tuttugu. Í því ferli kviknaði á réttum tíma á hreyflum Resilience og hægði þá verulega á farinu. Sambandið rofnaði hins vegar á þeim tímapunkti. Starfsmenn ispace hafa komist að því að fjarlægðarskynjari tunglfarsins bilaði og þess vegna hægði farið ekki nægilega mikið á sér. Það mun í kjölfarið hafa skollið á yfirborði tunglsins á miklum hraða. Hér að neðan má sjá myndband sem birt var á miðvikudaginn, þegar Resiliance var á braut um tunglið. Fly me to the Moon 🎵🌝RESILIENCE status: nominal Distance above the Lunar surface: ca. 100 km Current orbital phase: Low lunar orbit, traveling at ca. 5,800 km/h RESILIENCE remains in a circular orbit as landing day approaches. This video was captured from lunar orbit by… pic.twitter.com/Ll7FCudqL5— ispace (@ispace_inc) June 4, 2025 Resiliance bar lítinn dróna og vísindabúnað frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þessi búnaður og geimfarið átti að vera virkur í allt að tvær vikur. Margir reyna að lenda á tunglinu Frá árinu 2019 hafa nokkur einkafyrirtæki gert tilraunir til að lenda geimförum á tunglinu. Það hefur þó í flestum tilfellum ekki gengið nægilega vel. Bandaríska fyrirtækið Intuitive Machines var fyrsta fyrirtækið til að lenda einkageimfari á tunglinu í fyrra. Þar á undan höfðu einungis ríkisstjórnum tekist að lenda fari á tunglinu. Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kína og Indlandi. Reisilance var skotið á loft með Blue Ghost tunglfari fyrirtækisins Firefly. Það fór aðra og fljótari leið til tunglsins og var því lent þar í mars. Forsvarsmenn ispace segjast ætla að gera þriðju tilraunina til að lenda á tunglinu árið 2027. Verið er að smíða stærra lendingarfar fyrir það verkefni og á það að bera búnað sem tengist Artemis áætluninni svokölluðu. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Geimurinn Tunglið Japan Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
Svo virðist sem að tunglfarið Resilience hafi skollið á tunglinu á miklum hraða en samband við farið rofnaði skömmu fyrir áætlaða lendingu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja lendinguna hafa farið vel af stað en sambandið hafi rofnað fljótt. Talið er ólíklegt að sambandið muni nást aftur og engar líkur eru taldar á því að hægt sé að lenda farinu, samkvæmt yfirlýsingu frá ispace. Fyrsta tilraun ispace misheppnaðist árið 2023. Sjá einnig: Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Að þessu sinni var verið að lækka hæð farsins yfir yfirborði tunglsins úr hundrað kílómetrum í tuttugu. Í því ferli kviknaði á réttum tíma á hreyflum Resilience og hægði þá verulega á farinu. Sambandið rofnaði hins vegar á þeim tímapunkti. Starfsmenn ispace hafa komist að því að fjarlægðarskynjari tunglfarsins bilaði og þess vegna hægði farið ekki nægilega mikið á sér. Það mun í kjölfarið hafa skollið á yfirborði tunglsins á miklum hraða. Hér að neðan má sjá myndband sem birt var á miðvikudaginn, þegar Resiliance var á braut um tunglið. Fly me to the Moon 🎵🌝RESILIENCE status: nominal Distance above the Lunar surface: ca. 100 km Current orbital phase: Low lunar orbit, traveling at ca. 5,800 km/h RESILIENCE remains in a circular orbit as landing day approaches. This video was captured from lunar orbit by… pic.twitter.com/Ll7FCudqL5— ispace (@ispace_inc) June 4, 2025 Resiliance bar lítinn dróna og vísindabúnað frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þessi búnaður og geimfarið átti að vera virkur í allt að tvær vikur. Margir reyna að lenda á tunglinu Frá árinu 2019 hafa nokkur einkafyrirtæki gert tilraunir til að lenda geimförum á tunglinu. Það hefur þó í flestum tilfellum ekki gengið nægilega vel. Bandaríska fyrirtækið Intuitive Machines var fyrsta fyrirtækið til að lenda einkageimfari á tunglinu í fyrra. Þar á undan höfðu einungis ríkisstjórnum tekist að lenda fari á tunglinu. Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kína og Indlandi. Reisilance var skotið á loft með Blue Ghost tunglfari fyrirtækisins Firefly. Það fór aðra og fljótari leið til tunglsins og var því lent þar í mars. Forsvarsmenn ispace segjast ætla að gera þriðju tilraunina til að lenda á tunglinu árið 2027. Verið er að smíða stærra lendingarfar fyrir það verkefni og á það að bera búnað sem tengist Artemis áætluninni svokölluðu. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið.
Geimurinn Tunglið Japan Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira