Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Atli Ísleifsson skrifar 6. júní 2025 06:33 Maðurinn sagðist hafa notað skóla fimm til átta sinnum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu manns um endurgreiðslu á körfuboltaskóm sem hann hafi keypt og vildi síðar meina að væru haldnir vanköntum og hefðu aflagast. Í úrskurði nefndarinnar segir að maðurinn hafi keypt skóna í verslun í febrúar 2024 fyrir 9.190 krónur. Kaupandi skóparsins sagðist aðeins hafa notað skóna í fimm til átta skipti við körfuboltaiðkun, en í nóvember 2024 – um níu mánuði eftir kaupin – hafi hann fundið fyrir því að botn beggja skónna hefði aflagast við hælinn. Kaupandinn fór þá í verslunina og óskaði eftir að fá skóna endurgreidda. Vildi hann meina að skórnir hefðu verið gallaðir við kaupin og hafi hann upplýst seljanda um ágallana um leið og hann hafi orðið þeirra var. Forsvarsmenn verslunarinnar höfnuðu kröfu mannsins og vísuðu til þess að 28 daga skilafresturinn væri löngu liðinn og auk þess að kaupandinn ætti að beina kvörtuninni um galla til framleiðanda skónna. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að þar sem ætlaður galli á skónum hafi komið upp að liðnum sex mánuðum hvíli sönnunarbyrði fyrir því að skórnir hafi verið haldnir galla við kaupin á kaupanda skónna. Lagði fram tvær ljósmyndir Við meðferð málsins lagði kaupandi skóparsins fram tvær ljósmyndir sem sýni skóna að innanverðu og að af þeim verði ráðið að einhver aflögun hafi orðið á innleggi við hæl. Nefndarmenn segja að þó sé erfitt að sjá með skýrum hætti hverjar skemmdir á skónum raunverulega hafi verið auk þess að líta verði til þess að ýmis atriði geti haft áhrif á líftíma skóa – svo sem notkun þeirra, umgengni og umhirða. „Með hliðsjón af framanröktu og framlögðum gögnum verður ekki séð að sóknaraðila hafi tekist sönnun um að þeir vankantar sem eru á skónum megi rekja til galla sem hafi verið til staðar við afhendingu þeirra 15. febrúar 2024. Verður því að hafna kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Neytendur Verslun Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar segir að maðurinn hafi keypt skóna í verslun í febrúar 2024 fyrir 9.190 krónur. Kaupandi skóparsins sagðist aðeins hafa notað skóna í fimm til átta skipti við körfuboltaiðkun, en í nóvember 2024 – um níu mánuði eftir kaupin – hafi hann fundið fyrir því að botn beggja skónna hefði aflagast við hælinn. Kaupandinn fór þá í verslunina og óskaði eftir að fá skóna endurgreidda. Vildi hann meina að skórnir hefðu verið gallaðir við kaupin og hafi hann upplýst seljanda um ágallana um leið og hann hafi orðið þeirra var. Forsvarsmenn verslunarinnar höfnuðu kröfu mannsins og vísuðu til þess að 28 daga skilafresturinn væri löngu liðinn og auk þess að kaupandinn ætti að beina kvörtuninni um galla til framleiðanda skónna. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að þar sem ætlaður galli á skónum hafi komið upp að liðnum sex mánuðum hvíli sönnunarbyrði fyrir því að skórnir hafi verið haldnir galla við kaupin á kaupanda skónna. Lagði fram tvær ljósmyndir Við meðferð málsins lagði kaupandi skóparsins fram tvær ljósmyndir sem sýni skóna að innanverðu og að af þeim verði ráðið að einhver aflögun hafi orðið á innleggi við hæl. Nefndarmenn segja að þó sé erfitt að sjá með skýrum hætti hverjar skemmdir á skónum raunverulega hafi verið auk þess að líta verði til þess að ýmis atriði geti haft áhrif á líftíma skóa – svo sem notkun þeirra, umgengni og umhirða. „Með hliðsjón af framanröktu og framlögðum gögnum verður ekki séð að sóknaraðila hafi tekist sönnun um að þeir vankantar sem eru á skónum megi rekja til galla sem hafi verið til staðar við afhendingu þeirra 15. febrúar 2024. Verður því að hafna kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar.
Neytendur Verslun Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira