Rúmur helmingur ánægður með störf Höllu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2025 09:29 Rúmt ár er síðan Halla var kjörin í embættið. Vísir/Vilhelm Fimmtíu og tvö prósent þjóðarinnar eru ánægð með störf Höllu Tómasdóttur forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Það er lítilleg aukning frá síðasta ári, þegar eð meðaltali 48 prósent sögðust ánægðir með störf hennar. Fram kemur í skýrslu Maskínu að rúm 24 prósent sögðust mjög ánægð með störf hennar, tæp 28 prósent sögðust frekar ánægð, rétt tæpur þriðjungur sagðist hvorki ánægður né óánægður. Þá sögðust rúm 14 prósent frekar eða mjög óánægð með störf Höllu, þar af rúm fjögur prósent sem sögðust mjög óánægð. Konur og kjósendur Flokks fólksins ánægðastir Þá eru konur samkvæmt niðurstöðunum ánægðari með störf hennar en karlar. Fjörutíu prósent karlkyns svarenda sögðust ánægð eða mjög ánægð með störf hennar samanborið við rúm 65 prósent kvenkyns svarenda. Dreifing eftir aldri, búsetu og heimilistekjum var nokkuð jöfn en athygli vekur að Halla vinnur sér inn fæst stig frá íbúum Austurlands. Tæp 44 prósent segjast ánægð með störf hennar samanborið við rúm sextíu prósent svarenda af Suðurlandi og Reykjanesi. Loks voru þátttakendur spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Þeir sem kjósa myndu Flokk fólksins eru langtum ánægðastir með störf Höllu, eða tæpt 71 prósent. Þar á eftir koma þeir sem myndu kjósa samfylkinguna, tæp 59 prósent, síðan Sjálfstæðisflokkinn, tæp 55 prósent, tæp 54 prósent Viðreisnarmanna eru ánægðir með störf Höllu. Næst í röðinni eru Framsóknarmenn, tæplega 53 prósent, 46 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins eru ánægðir með störf Höllu og tæp 42 prósent Miðflokksmanna. Mest óánægja með störf Höllu er meðal Pírata, en einungis 27 prósent þeirra sem myndu kjósa þá eru ánægðir með störf hennar, og meðal þeirra sem kjósa myndu Vinstri græna, einungis 15 prósent kjósenda þeirra eru ánægðir með störf hennar. Könnunin fór fram 9. til 14. maí 2025 og voru svarendur 939 talsins. Forseti Íslands Skoðanakannanir Halla Tómasdóttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Það er lítilleg aukning frá síðasta ári, þegar eð meðaltali 48 prósent sögðust ánægðir með störf hennar. Fram kemur í skýrslu Maskínu að rúm 24 prósent sögðust mjög ánægð með störf hennar, tæp 28 prósent sögðust frekar ánægð, rétt tæpur þriðjungur sagðist hvorki ánægður né óánægður. Þá sögðust rúm 14 prósent frekar eða mjög óánægð með störf Höllu, þar af rúm fjögur prósent sem sögðust mjög óánægð. Konur og kjósendur Flokks fólksins ánægðastir Þá eru konur samkvæmt niðurstöðunum ánægðari með störf hennar en karlar. Fjörutíu prósent karlkyns svarenda sögðust ánægð eða mjög ánægð með störf hennar samanborið við rúm 65 prósent kvenkyns svarenda. Dreifing eftir aldri, búsetu og heimilistekjum var nokkuð jöfn en athygli vekur að Halla vinnur sér inn fæst stig frá íbúum Austurlands. Tæp 44 prósent segjast ánægð með störf hennar samanborið við rúm sextíu prósent svarenda af Suðurlandi og Reykjanesi. Loks voru þátttakendur spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Þeir sem kjósa myndu Flokk fólksins eru langtum ánægðastir með störf Höllu, eða tæpt 71 prósent. Þar á eftir koma þeir sem myndu kjósa samfylkinguna, tæp 59 prósent, síðan Sjálfstæðisflokkinn, tæp 55 prósent, tæp 54 prósent Viðreisnarmanna eru ánægðir með störf Höllu. Næst í röðinni eru Framsóknarmenn, tæplega 53 prósent, 46 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins eru ánægðir með störf Höllu og tæp 42 prósent Miðflokksmanna. Mest óánægja með störf Höllu er meðal Pírata, en einungis 27 prósent þeirra sem myndu kjósa þá eru ánægðir með störf hennar, og meðal þeirra sem kjósa myndu Vinstri græna, einungis 15 prósent kjósenda þeirra eru ánægðir með störf hennar. Könnunin fór fram 9. til 14. maí 2025 og voru svarendur 939 talsins.
Forseti Íslands Skoðanakannanir Halla Tómasdóttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira