Segir ljóst að Víðir hafi brotið stjórnsýslureglur: „Það er verið að kaupa sér vinsældir“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2025 00:03 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Vísir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar, hafi brotið stjórnsýslureglur með afskiptum sínum af máli Oscars. Hann segir að málið sé enn eitt dæmið um að þingmenn kaupi sér vinsældir með lögbrotum. Víðir Reynisson hefur sætt harðri gagnrýni úr ranni stjórnarandstöðunnar eftir að hann tjáði Útlendingastofnun að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að allsherjarnefnd alþingis legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Hefur þingmaðurinn verið sakaður um pólitísk afskipti og galin vinnubrögð. Haukur Arnþórsson var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann segir að málið líti mjög illa út gagnvart stjórnsýslunni. „Þetta er ekki pólitískt mál. Það þýðir ekkert að koma í fjölmiðla og segja: „Ég tek pólitíska ákvörðun.“ Þetta er stjórnsýslumál,“ segir Haukur. Stendur eitthvað í lögum um að Víðir hafi ekki mátt senda þennan tölvupóst? „Já hann mátti ekkert senda þennan tölvupóst. Þetta er brot á stjórnskipuninni. Það getur enginn stjórnmálamaður farið að skipta sér af því hvað framkvæmdavaldið gerir,“ segir hann. Fer hann svo að tala um hvernig hlutirnir voru á dögum Jónasar frá Hriflu, þegar hann var að „vesenast“ í ríkisstofnunum. Hann segir að mál Víðis sé miklu verra en maður áttar sig á. Hann telur að verið sé að kaupa sér vinsældir. En Víðir segist bundinn eigin samvisku, og segir að þingmenn eigi að taka ákvarðanir þannig? „Hann gerir það í pólitískum málum en þetta er ekki pólitískt mál, þetta er bara rangt hjá honum. Það er einfaldlega þannig að þetta er stjórnsýslumál.“ Þá segir hann að á umliðnum árum hafi átt sér stað mikil valddreifing í samfélaginu, vald hafi verið tekið frá ráðherrum til að þeir séu ekki að taka geðþóttaákvarðanir til stofnana og síðan séu líka komnar úrskurðarnefndir. „Það er ekki lengur hægt að kæra mál til ráðherra, þau eru kærð til úrskurðanefnda.“ „Þetta mál fer til útlendingastofnunar svo fer það til kærunefndar útlendingamála, og ef menn eru ósáttir fer það fyrir dómstóla. Það fer aldrei fyrir alþingi, það er alþingi sem setur lögin um þetta“ „Það að brjóta gegn þrískiptingu valdsins er mjög alvarlegt.“ Þá segir Haukur einnig að það gangi gegn jafnræðisreglu að taka einn til hliðar af nítján sem bíða brottvísunar úr landi fram fyrir röðina. „Hann má ekki taka svona stjórnsýsluákvörðun hann Víðir.“ En þetta er ekki fyrsta dæmið af þessum toga, Guðmundur Ingi hafði samband við ríkislögreglustjóra í fyrra vegna sambærilegs máls? „Jájá það hafa verið nokkur svona dæmi. Svandís Svavarsdóttir setti bann á hvalveiðar sem var ólöglegt. Það eru allmörg dæmi um það að þingmenn kaupi sér vinsældir með lögbrötum.“ Hvaða afleiðingar mun þetta hafa? „Væntanlega engar,“ segir Haukur. Viðtalið er lengra og hægt er að hlusta á það í heild sinni í spilararnum hér að ofan. Mál Oscars frá Kólumbíu Alþingi Bylgjan Reykjavík síðdegis Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Þingflokksformaður Viðreisnar sýnir því skilning að Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar, hafi farið fram á frestun brottvísunar Oscars Botanegra. 4. júní 2025 12:19 „Það er rétt skilið“ Útlendingastofnun varaði Víði Reynisson, formann Allsherjar- og menntamálanefndar, við því að það yrði fordæmisgefandi ef stofunin frestaði brottvísun allra þeirra 19 sem voru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra. Útlendingastofnun krafðist þess vegna skýrari svara frá þingmanninum. 4. júní 2025 11:22 Forstjóri Útlendingastofnunar vildi skýr svör frá Víði um umsókn Oscars Forstjóri Útlendingastofnunar fór í tölvupósti fram á að fá skýr svör frá Víði Reynissyni, formanni allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis, um það hvort undirnefndi nefndarinnar hygðist veita Oscari Boganegra ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. 3. júní 2025 18:43 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
Víðir Reynisson hefur sætt harðri gagnrýni úr ranni stjórnarandstöðunnar eftir að hann tjáði Útlendingastofnun að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að allsherjarnefnd alþingis legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Hefur þingmaðurinn verið sakaður um pólitísk afskipti og galin vinnubrögð. Haukur Arnþórsson var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann segir að málið líti mjög illa út gagnvart stjórnsýslunni. „Þetta er ekki pólitískt mál. Það þýðir ekkert að koma í fjölmiðla og segja: „Ég tek pólitíska ákvörðun.“ Þetta er stjórnsýslumál,“ segir Haukur. Stendur eitthvað í lögum um að Víðir hafi ekki mátt senda þennan tölvupóst? „Já hann mátti ekkert senda þennan tölvupóst. Þetta er brot á stjórnskipuninni. Það getur enginn stjórnmálamaður farið að skipta sér af því hvað framkvæmdavaldið gerir,“ segir hann. Fer hann svo að tala um hvernig hlutirnir voru á dögum Jónasar frá Hriflu, þegar hann var að „vesenast“ í ríkisstofnunum. Hann segir að mál Víðis sé miklu verra en maður áttar sig á. Hann telur að verið sé að kaupa sér vinsældir. En Víðir segist bundinn eigin samvisku, og segir að þingmenn eigi að taka ákvarðanir þannig? „Hann gerir það í pólitískum málum en þetta er ekki pólitískt mál, þetta er bara rangt hjá honum. Það er einfaldlega þannig að þetta er stjórnsýslumál.“ Þá segir hann að á umliðnum árum hafi átt sér stað mikil valddreifing í samfélaginu, vald hafi verið tekið frá ráðherrum til að þeir séu ekki að taka geðþóttaákvarðanir til stofnana og síðan séu líka komnar úrskurðarnefndir. „Það er ekki lengur hægt að kæra mál til ráðherra, þau eru kærð til úrskurðanefnda.“ „Þetta mál fer til útlendingastofnunar svo fer það til kærunefndar útlendingamála, og ef menn eru ósáttir fer það fyrir dómstóla. Það fer aldrei fyrir alþingi, það er alþingi sem setur lögin um þetta“ „Það að brjóta gegn þrískiptingu valdsins er mjög alvarlegt.“ Þá segir Haukur einnig að það gangi gegn jafnræðisreglu að taka einn til hliðar af nítján sem bíða brottvísunar úr landi fram fyrir röðina. „Hann má ekki taka svona stjórnsýsluákvörðun hann Víðir.“ En þetta er ekki fyrsta dæmið af þessum toga, Guðmundur Ingi hafði samband við ríkislögreglustjóra í fyrra vegna sambærilegs máls? „Jájá það hafa verið nokkur svona dæmi. Svandís Svavarsdóttir setti bann á hvalveiðar sem var ólöglegt. Það eru allmörg dæmi um það að þingmenn kaupi sér vinsældir með lögbrötum.“ Hvaða afleiðingar mun þetta hafa? „Væntanlega engar,“ segir Haukur. Viðtalið er lengra og hægt er að hlusta á það í heild sinni í spilararnum hér að ofan.
Mál Oscars frá Kólumbíu Alþingi Bylgjan Reykjavík síðdegis Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Þingflokksformaður Viðreisnar sýnir því skilning að Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar, hafi farið fram á frestun brottvísunar Oscars Botanegra. 4. júní 2025 12:19 „Það er rétt skilið“ Útlendingastofnun varaði Víði Reynisson, formann Allsherjar- og menntamálanefndar, við því að það yrði fordæmisgefandi ef stofunin frestaði brottvísun allra þeirra 19 sem voru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra. Útlendingastofnun krafðist þess vegna skýrari svara frá þingmanninum. 4. júní 2025 11:22 Forstjóri Útlendingastofnunar vildi skýr svör frá Víði um umsókn Oscars Forstjóri Útlendingastofnunar fór í tölvupósti fram á að fá skýr svör frá Víði Reynissyni, formanni allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis, um það hvort undirnefndi nefndarinnar hygðist veita Oscari Boganegra ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. 3. júní 2025 18:43 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
„Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Þingflokksformaður Viðreisnar sýnir því skilning að Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar, hafi farið fram á frestun brottvísunar Oscars Botanegra. 4. júní 2025 12:19
„Það er rétt skilið“ Útlendingastofnun varaði Víði Reynisson, formann Allsherjar- og menntamálanefndar, við því að það yrði fordæmisgefandi ef stofunin frestaði brottvísun allra þeirra 19 sem voru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra. Útlendingastofnun krafðist þess vegna skýrari svara frá þingmanninum. 4. júní 2025 11:22
Forstjóri Útlendingastofnunar vildi skýr svör frá Víði um umsókn Oscars Forstjóri Útlendingastofnunar fór í tölvupósti fram á að fá skýr svör frá Víði Reynissyni, formanni allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis, um það hvort undirnefndi nefndarinnar hygðist veita Oscari Boganegra ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. 3. júní 2025 18:43