Inter búið að hafa samband við Fabregas Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2025 10:41 Cesc Fabregas er staddur í Lundúnum eins og er, að íhuga framtíð sína. Jonathan Moscrop/Getty Images Inter er í leit að nýjum þjálfara eftir að Simone Inzaghi lét af störfum og félagið hefur nú haft samband við Spánverjann Cesc Fabregas, þjálfara Como á Ítalíu. Hann er sagður efstur á óskalistanum en aðrir koma til greina. Sky Sports á Ítalíu greinir frá fregnunum. Þar segir að Inter hafi haft samband við Como í gærkvöldi og fengið leyfi fyrir því að hafa samband við Fabregas. Hann sé sjálfur staddur í Lundúnum, óákveðinn en muni funda með forráðamönnum beggja félaga í dag og taka ákvörðun í kjölfarið. Fabregas hafi nú þegar hafnað tilboðum frá Bayer Leverkusen og Roma. Inter Milan have made initial contact with Cesc Fabregas over potentially becoming their next head coach, according to Sky in Italy 💼 pic.twitter.com/PlijeiAgFW— Sky Sports Football (@SkyFootball) June 4, 2025 Tveir aðrir koma til greina Ef Fabregas vill ekki taka við stöðunni er Inter sagt hafa augastað á tveimur öðrum þjálfurum. Annars vegar Christian Chivu, fyrrum leikmann félagsins sem hefur áður starfað sem þjálfari hjá unglingaliðum Inter og bjargaði Parma frá falli úr ítölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hins vegar Patrick Vieira, sem spilaði með Inter frá 2006-10 og stýrði Genoa á síðasta tímabili. Inzaghi sækir seðlana í sandinum Eftir stærsta tap sögunnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ákvað Simone Inzaghi að hætta störfum hjá Inter og taka við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Undir stjórn Inzaghi frá 2021 varð Inter ítalskur meistari í fyrra og vann tvo bikarmeistaratitla auk ítalska ofurbikarsins í þrígang. Auk þess að komast tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en tapa í bæði skipti. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Gamla brýnið Allegri tekur við AC Milan AC Milan olli miklum vonbrigðum á nýafstöðnu tímabili. Liðið endaði í 8. sæti Serie A, efstu deildar Ítalíu. Ofan á það tapaði liðið fyrir Bologna í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar og féll úr leik gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Því hefur verið ákveðið að sækja nýjan mann i brúnna. 29. maí 2025 20:30 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Sky Sports á Ítalíu greinir frá fregnunum. Þar segir að Inter hafi haft samband við Como í gærkvöldi og fengið leyfi fyrir því að hafa samband við Fabregas. Hann sé sjálfur staddur í Lundúnum, óákveðinn en muni funda með forráðamönnum beggja félaga í dag og taka ákvörðun í kjölfarið. Fabregas hafi nú þegar hafnað tilboðum frá Bayer Leverkusen og Roma. Inter Milan have made initial contact with Cesc Fabregas over potentially becoming their next head coach, according to Sky in Italy 💼 pic.twitter.com/PlijeiAgFW— Sky Sports Football (@SkyFootball) June 4, 2025 Tveir aðrir koma til greina Ef Fabregas vill ekki taka við stöðunni er Inter sagt hafa augastað á tveimur öðrum þjálfurum. Annars vegar Christian Chivu, fyrrum leikmann félagsins sem hefur áður starfað sem þjálfari hjá unglingaliðum Inter og bjargaði Parma frá falli úr ítölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hins vegar Patrick Vieira, sem spilaði með Inter frá 2006-10 og stýrði Genoa á síðasta tímabili. Inzaghi sækir seðlana í sandinum Eftir stærsta tap sögunnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ákvað Simone Inzaghi að hætta störfum hjá Inter og taka við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Undir stjórn Inzaghi frá 2021 varð Inter ítalskur meistari í fyrra og vann tvo bikarmeistaratitla auk ítalska ofurbikarsins í þrígang. Auk þess að komast tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en tapa í bæði skipti.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Gamla brýnið Allegri tekur við AC Milan AC Milan olli miklum vonbrigðum á nýafstöðnu tímabili. Liðið endaði í 8. sæti Serie A, efstu deildar Ítalíu. Ofan á það tapaði liðið fyrir Bologna í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar og féll úr leik gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Því hefur verið ákveðið að sækja nýjan mann i brúnna. 29. maí 2025 20:30 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Gamla brýnið Allegri tekur við AC Milan AC Milan olli miklum vonbrigðum á nýafstöðnu tímabili. Liðið endaði í 8. sæti Serie A, efstu deildar Ítalíu. Ofan á það tapaði liðið fyrir Bologna í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar og féll úr leik gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Því hefur verið ákveðið að sækja nýjan mann i brúnna. 29. maí 2025 20:30