„Þarna er gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi“ Agnar Már Másson skrifar 3. júní 2025 14:47 „Mér finnst allt mjög sérstakt við þetta mál,“ segir Guðrún Hafsteisndóttir. Vísir/Samsett Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir afskipti Víðis Reynissonar, formanns Allsherjar- og menntmálanefndar, að máli Oscars Bocanegra vera með öllu óeðlileg. Hún vill endurskoða í heild sinni heimild Alþingis til veitingar ríkisborgararéttar. „Það er greinilegt að þarna voru pólitísk afskipti af málinu,“ segir Guðrún, fyrsti varaformaður allsherjarnefndar, sem gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis á fundi allsherjarnefndar í dag. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, sakaði Víði einnig um pólitísk afskipti af málinu, eins og greint var frá í morgun. Útlendingastofnun hlýðir Víði Vísir greindi frá því í gær að Útlendingastofnun (ÚTL) hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, tjáði stofnuninni að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Víðir hafa tekið sjálfsætða ákvörðun um að hafa samband við ÚTL. „Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ sagði Víðir. Guðrún er ósátt við vinnubörgð Víðis og bendir á að 300 manns bíði eftir því að undirnefnd fari yfir umsókn Oscars um ríkisborgararétt, en með þessu hafi nefndin dregið einn einstakling fram fyrir röðina. „Mér finnst óeðlilegt að formaður nefndarinnar hafi að eigin frumkvæði haft samband við útlendingastofnun og tilkynnt þeim það að þarna væri umsækjandi um ríkisborgararétt sem væru yfirgnæfandi líkur á að fengi ríkisborgararétt,“ segir Guðrún, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Þarna er gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi, sem ég geri alvarlegar athugasemdir við.“ Allir eigi að standa jafnir gagnvart kerfinu Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útle. „Ég ítreka [...] að allir þeir sem sækja um vernd verða að standa jafnir gagnvart því kerfi sem hér er við lýði,“ segir Guðrún. Þegar tvö stjórnsýslustig komast að niðurstöðu um brottvísun, eigi brottvísun að vera niðurstaðan. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. „Nefndin hefur nýhafið störf þegar formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sem situr ekki í þessari undirnefnd, hefur að frumkvæði sínu samband við Útlendingastofnun til að tilkynna að það verði einhver niðurstaða í einhverri nefnfd sem hefur ekki lokið störfum,“ segir Guðrún. Guðrún segir enn fremur að endurskoða þurfi heimild Alþingis til að veita ríkisborgararétt. „Ég er ekki hlynnt því hvernig þetta hefur verið unnið á síðustu árum og ég tel ástæðu til að þetta verði endurskoðað í heild sinni.“ Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
„Það er greinilegt að þarna voru pólitísk afskipti af málinu,“ segir Guðrún, fyrsti varaformaður allsherjarnefndar, sem gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis á fundi allsherjarnefndar í dag. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, sakaði Víði einnig um pólitísk afskipti af málinu, eins og greint var frá í morgun. Útlendingastofnun hlýðir Víði Vísir greindi frá því í gær að Útlendingastofnun (ÚTL) hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, tjáði stofnuninni að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Víðir hafa tekið sjálfsætða ákvörðun um að hafa samband við ÚTL. „Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ sagði Víðir. Guðrún er ósátt við vinnubörgð Víðis og bendir á að 300 manns bíði eftir því að undirnefnd fari yfir umsókn Oscars um ríkisborgararétt, en með þessu hafi nefndin dregið einn einstakling fram fyrir röðina. „Mér finnst óeðlilegt að formaður nefndarinnar hafi að eigin frumkvæði haft samband við útlendingastofnun og tilkynnt þeim það að þarna væri umsækjandi um ríkisborgararétt sem væru yfirgnæfandi líkur á að fengi ríkisborgararétt,“ segir Guðrún, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Þarna er gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi, sem ég geri alvarlegar athugasemdir við.“ Allir eigi að standa jafnir gagnvart kerfinu Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útle. „Ég ítreka [...] að allir þeir sem sækja um vernd verða að standa jafnir gagnvart því kerfi sem hér er við lýði,“ segir Guðrún. Þegar tvö stjórnsýslustig komast að niðurstöðu um brottvísun, eigi brottvísun að vera niðurstaðan. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. „Nefndin hefur nýhafið störf þegar formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sem situr ekki í þessari undirnefnd, hefur að frumkvæði sínu samband við Útlendingastofnun til að tilkynna að það verði einhver niðurstaða í einhverri nefnfd sem hefur ekki lokið störfum,“ segir Guðrún. Guðrún segir enn fremur að endurskoða þurfi heimild Alþingis til að veita ríkisborgararétt. „Ég er ekki hlynnt því hvernig þetta hefur verið unnið á síðustu árum og ég tel ástæðu til að þetta verði endurskoðað í heild sinni.“ Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira