Víðir um mál Oscars: „Réttur okkar þingmanna að hafa skoðun“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2025 12:20 Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. vísir/Anton Brink Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um að hafa samband við Útlendingastofnun og láta vita af því að hinn sautján ára gamli Oscar fengi líklega ríkisborgararétt. Brottflutningur sem átti að fara fram í dag hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. „Ég sendi tölvupóst á forstjóra Útlendingastofnunar þar sem ég upplýsti um það að í málsmeðferð undirnefndar sem fjallar um veitingu ríkisborgararéttar hafi komið fram að yfirgnæfandi líkur séu á að viðkomandi fái ríkisborgararétt í meðferð Alþingis á næstu vikum,“ segir Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingar og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt og þeirra á meðal er umsókn hins sautján ára gamla Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja hann úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupóstsins frá Víði. „Mér fannst þetta bara eðlilegt í ljósi stöðunnar. Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ segir Víðir. „Við erum að standa frammi fyrir mikilli vinnu og kostnaði við að flytja úr landi einstakling sem ætti þá rétt á að koma aftur til landsins eftir skamman tíma ef málið fengi þá afgreiðslu í þinginu sem vænta má.“ Þú telur sem sagt allar líkur á því að hann fái ríkisborgararétt? „Já, ég geri það“ Sakaður um pólitísk afskipti Víðir á ekki sjálfur sæti í undirnefndinni sem fer yfir umsóknirnar, en hún heyrir þó undir allsherjar- og menntamálanefnd. Fyrrnefndir fyrirvarar felast í því að undirnefndin, og svo allsherjar og mentnamálanefnd eiga eftir að afgreiða málið frá sér og leggja fyrir þingið. Víðir segir að frumvarpið verði tilbúið á næstu tveimur vikum eða svo. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í allsherjar og menntamálanefnd, bókaði athugasemdir við málsmeðferðina á nefndarfundi í morgun og sakaði Víði um pólitísk afskipti af ferlinu. Víðir játar því að vinnubrögðin séu eflaust ekki hefðbundin. „Þetta er bara það sem ég tók ákvörðun um að gera án þess að hafa verið beittur einhverjum þrýstingi eða fengið beiðni um það,“ segir Víðir. Þrátt fyrir að mál Oscars hafi vakið mikla athygli og að efnt hafi verið til mótmæla hafa ráðherrar lítið tjáð sig um hans stöðu og hefur dómsmálaráðherra vísað til þess að hún hafi ekki afskipti af einstaka málum. Er alveg sátt um að það sé verið að beita sér með þessum hætti? „Ég hef ekkert rætt þetta við dómsmálaráðherra né aðra ráðherra og veit ekki hvaða skoðun menn hafa á því. Það er bara réttur okkar þingmanna að hafa skoðun og við eigum að fylgja eigin sannfæringu samkvæmt stjórnarskrá,“ segir Víðir. Hann segir mál Oscars hafa snert við sér líkt og fleirum. „Ég held að þetta hafi snert við öllum. Ég held að þessi mál geri það alltaf. Allir sem hingað koma og sækja um alþjóðlega vernd, auðvitað snerta þær sögur okkur öll og við vildum örugglega mörg gera meira á meðan aðrir vilja gera minna,“ segir Víðir. Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
„Ég sendi tölvupóst á forstjóra Útlendingastofnunar þar sem ég upplýsti um það að í málsmeðferð undirnefndar sem fjallar um veitingu ríkisborgararéttar hafi komið fram að yfirgnæfandi líkur séu á að viðkomandi fái ríkisborgararétt í meðferð Alþingis á næstu vikum,“ segir Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingar og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt og þeirra á meðal er umsókn hins sautján ára gamla Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja hann úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupóstsins frá Víði. „Mér fannst þetta bara eðlilegt í ljósi stöðunnar. Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ segir Víðir. „Við erum að standa frammi fyrir mikilli vinnu og kostnaði við að flytja úr landi einstakling sem ætti þá rétt á að koma aftur til landsins eftir skamman tíma ef málið fengi þá afgreiðslu í þinginu sem vænta má.“ Þú telur sem sagt allar líkur á því að hann fái ríkisborgararétt? „Já, ég geri það“ Sakaður um pólitísk afskipti Víðir á ekki sjálfur sæti í undirnefndinni sem fer yfir umsóknirnar, en hún heyrir þó undir allsherjar- og menntamálanefnd. Fyrrnefndir fyrirvarar felast í því að undirnefndin, og svo allsherjar og mentnamálanefnd eiga eftir að afgreiða málið frá sér og leggja fyrir þingið. Víðir segir að frumvarpið verði tilbúið á næstu tveimur vikum eða svo. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í allsherjar og menntamálanefnd, bókaði athugasemdir við málsmeðferðina á nefndarfundi í morgun og sakaði Víði um pólitísk afskipti af ferlinu. Víðir játar því að vinnubrögðin séu eflaust ekki hefðbundin. „Þetta er bara það sem ég tók ákvörðun um að gera án þess að hafa verið beittur einhverjum þrýstingi eða fengið beiðni um það,“ segir Víðir. Þrátt fyrir að mál Oscars hafi vakið mikla athygli og að efnt hafi verið til mótmæla hafa ráðherrar lítið tjáð sig um hans stöðu og hefur dómsmálaráðherra vísað til þess að hún hafi ekki afskipti af einstaka málum. Er alveg sátt um að það sé verið að beita sér með þessum hætti? „Ég hef ekkert rætt þetta við dómsmálaráðherra né aðra ráðherra og veit ekki hvaða skoðun menn hafa á því. Það er bara réttur okkar þingmanna að hafa skoðun og við eigum að fylgja eigin sannfæringu samkvæmt stjórnarskrá,“ segir Víðir. Hann segir mál Oscars hafa snert við sér líkt og fleirum. „Ég held að þetta hafi snert við öllum. Ég held að þessi mál geri það alltaf. Allir sem hingað koma og sækja um alþjóðlega vernd, auðvitað snerta þær sögur okkur öll og við vildum örugglega mörg gera meira á meðan aðrir vilja gera minna,“ segir Víðir.
Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira