Tilfallandi neftóbaksskortur veldur skjálfta Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2025 11:13 Jón Pétursson skrifar grallaralegan pistil á Vísi, en undir er grafalvarlegur tónn um aðgerðir nýrra rekstraraðila á Leifsstöð. visir/sigurjón/aðsend Flugfarþegi sem átti leið um Keflavíkurflugvöll í gær er hugsi eftir að neftóbak var hvergi að finna til sölu í fríhöfninni sem komin er undir nýjan rekstraraðila. Heinemann sé þegar farið að taka til hendinni, og líst honum illa á. Heinemann segir hins vegar að um tilfallandi skort á neftóbaki sé að ræða. Jón Pétursson, sem lengi var aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins, átti leið um Leifsstöð í gær. Hann tjáði blaðamanni Vísis að þeir væru þegar farnir að taka til hendinni. Þannig væri til að mynda ekki lengur til neftóbak í fríhöfninni. Og menn þyrftu að hafa vaðið fyrir neðan sig því vöruverð væri talsvert ódýrara á leið úr landi en inn í það aftur. Isavia ohf. samdi við þýska fyrirtækisins Heinemann í rekstur fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli til næstu átta ára. Fjórir aðilar buðu í reksturinn. Heinemann rekur fjölda verslana um allan heim, meðal annars fríhafnarverslanirnar á Gardermoen-flugvelli í Osló og Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, hefur gagnrýnt þennan samning harðlega og segir meðal annars að Heinemann hafi sett sig í samband við íslenska birgja og krafið þá um að lækka verð verulega, vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Jón, sem flaug út í gær, segir Heinemann hafa látið hendur standa fram úr ermum en hann ritaði grein þar sem hann gerir að útgangspunkti það að neftóbak fáist ekki lengur á flugvellinum. Grein Jóns er á léttum nótum en þó má greina grafalvarlegan undirtón. „Svo virðist sem nýir rekstraaðila flughafnarinnar hafi lítinn skilning á því sem stendur landanum næst og velti ég því fyrir mér hvort það hafi verið óráð að breyta rekstrarfyrirkomulagi þessarar annars ágætu verslunar,“ segir Jón meðal annars í grein sem hefur vakið mikla athygli. Jón segir neftóbak því miður ekki einu vöruna sem hefur horfið úr hillunum, aðrar minna áríðandi vörur vanti. Þetta hafði Jón eftir starfsmanni verslunarinnar en of langan texta tæki að telja það allt upp. Uppfært kl 13:00 Tilfallandi neftóbaksskortur „Það fylgja því ýmsar áskoranir því að hefja nýjan rekstur. Við hjá Ísland Duty Free höfum á síðustu dögum tekist á við nokkur vandamál sem snúa að flutnings- og aðfangamálum. Þessi mál hafa nú verið leyst og við erum komin á beinu brautina hvað varðar vöruframboð í verslunum okkar,“ segir Frank Hansen, framkvæmdastjóri Ísland Duty Free í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Frank segir leitt að hafa valdið viðskiptavinum óþægindum. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að að tryggja að slíkt komi ekki fyrir aftur. Það er okkar markmið að bjóða breitt vöruframboð og þá sérstaklega af íslenskum vörum vörum. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga og jákvæðni hjá íslenskum framleiðendum í okkar garð.“ Og hvað varðar nefbóbakið sérstaklega, sem var útgangspunktur í máli Jóns, þá er þar um að ræða tilfallandi skort á þeirri vöru sem leystist fljótt og er sú vara nú komin aftur í hillurnar. Í ljósi nýrra upplýsinga hefur fyrirsögn fréttarinnar verið breytt. Isavia Verslun Samkeppnismál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Formaður Sameykis segir fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, hyggjast þvinga starfsfólk verslana á flugvellinum til að fylgja kjarasamningum VR í stað Sameykis. Sú ákvörðun sé brot á íslenskum lögum og Mannréttindasáttmála Evrópu. 14. maí 2025 13:11 Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, segir ekki rétt að fyrirtækið hyggist meina starfsmönnum verslananna að vera félagsmenn í Sameyki eða skikka þá til aðildar að VR. Þá segir fyrirtækið formann Sameykis hafa farið með rangfærslur í bréfi til félagsmanna sinna á dögunum. Hins vegar staðfestir fyrirtækið að frá og með febrúar 2028 muni „aðeins kjarasamningur VR og SA geta gilt“ um starfsfólk fríhafnarinnar. 16. maí 2025 10:37 Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Þýzka fyrirtækið Heinemann mun taka við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í vor, eftir að hafa orðið hlutskarpast í útboði sem opinbera hlutafélagið Isavia stóð fyrir. 20. mars 2025 07:01 Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Sjá meira
Jón Pétursson, sem lengi var aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins, átti leið um Leifsstöð í gær. Hann tjáði blaðamanni Vísis að þeir væru þegar farnir að taka til hendinni. Þannig væri til að mynda ekki lengur til neftóbak í fríhöfninni. Og menn þyrftu að hafa vaðið fyrir neðan sig því vöruverð væri talsvert ódýrara á leið úr landi en inn í það aftur. Isavia ohf. samdi við þýska fyrirtækisins Heinemann í rekstur fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli til næstu átta ára. Fjórir aðilar buðu í reksturinn. Heinemann rekur fjölda verslana um allan heim, meðal annars fríhafnarverslanirnar á Gardermoen-flugvelli í Osló og Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, hefur gagnrýnt þennan samning harðlega og segir meðal annars að Heinemann hafi sett sig í samband við íslenska birgja og krafið þá um að lækka verð verulega, vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Jón, sem flaug út í gær, segir Heinemann hafa látið hendur standa fram úr ermum en hann ritaði grein þar sem hann gerir að útgangspunkti það að neftóbak fáist ekki lengur á flugvellinum. Grein Jóns er á léttum nótum en þó má greina grafalvarlegan undirtón. „Svo virðist sem nýir rekstraaðila flughafnarinnar hafi lítinn skilning á því sem stendur landanum næst og velti ég því fyrir mér hvort það hafi verið óráð að breyta rekstrarfyrirkomulagi þessarar annars ágætu verslunar,“ segir Jón meðal annars í grein sem hefur vakið mikla athygli. Jón segir neftóbak því miður ekki einu vöruna sem hefur horfið úr hillunum, aðrar minna áríðandi vörur vanti. Þetta hafði Jón eftir starfsmanni verslunarinnar en of langan texta tæki að telja það allt upp. Uppfært kl 13:00 Tilfallandi neftóbaksskortur „Það fylgja því ýmsar áskoranir því að hefja nýjan rekstur. Við hjá Ísland Duty Free höfum á síðustu dögum tekist á við nokkur vandamál sem snúa að flutnings- og aðfangamálum. Þessi mál hafa nú verið leyst og við erum komin á beinu brautina hvað varðar vöruframboð í verslunum okkar,“ segir Frank Hansen, framkvæmdastjóri Ísland Duty Free í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Frank segir leitt að hafa valdið viðskiptavinum óþægindum. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að að tryggja að slíkt komi ekki fyrir aftur. Það er okkar markmið að bjóða breitt vöruframboð og þá sérstaklega af íslenskum vörum vörum. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga og jákvæðni hjá íslenskum framleiðendum í okkar garð.“ Og hvað varðar nefbóbakið sérstaklega, sem var útgangspunktur í máli Jóns, þá er þar um að ræða tilfallandi skort á þeirri vöru sem leystist fljótt og er sú vara nú komin aftur í hillurnar. Í ljósi nýrra upplýsinga hefur fyrirsögn fréttarinnar verið breytt.
Isavia Verslun Samkeppnismál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Formaður Sameykis segir fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, hyggjast þvinga starfsfólk verslana á flugvellinum til að fylgja kjarasamningum VR í stað Sameykis. Sú ákvörðun sé brot á íslenskum lögum og Mannréttindasáttmála Evrópu. 14. maí 2025 13:11 Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, segir ekki rétt að fyrirtækið hyggist meina starfsmönnum verslananna að vera félagsmenn í Sameyki eða skikka þá til aðildar að VR. Þá segir fyrirtækið formann Sameykis hafa farið með rangfærslur í bréfi til félagsmanna sinna á dögunum. Hins vegar staðfestir fyrirtækið að frá og með febrúar 2028 muni „aðeins kjarasamningur VR og SA geta gilt“ um starfsfólk fríhafnarinnar. 16. maí 2025 10:37 Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Þýzka fyrirtækið Heinemann mun taka við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í vor, eftir að hafa orðið hlutskarpast í útboði sem opinbera hlutafélagið Isavia stóð fyrir. 20. mars 2025 07:01 Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Sjá meira
Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Formaður Sameykis segir fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, hyggjast þvinga starfsfólk verslana á flugvellinum til að fylgja kjarasamningum VR í stað Sameykis. Sú ákvörðun sé brot á íslenskum lögum og Mannréttindasáttmála Evrópu. 14. maí 2025 13:11
Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, segir ekki rétt að fyrirtækið hyggist meina starfsmönnum verslananna að vera félagsmenn í Sameyki eða skikka þá til aðildar að VR. Þá segir fyrirtækið formann Sameykis hafa farið með rangfærslur í bréfi til félagsmanna sinna á dögunum. Hins vegar staðfestir fyrirtækið að frá og með febrúar 2028 muni „aðeins kjarasamningur VR og SA geta gilt“ um starfsfólk fríhafnarinnar. 16. maí 2025 10:37
Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Þýzka fyrirtækið Heinemann mun taka við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í vor, eftir að hafa orðið hlutskarpast í útboði sem opinbera hlutafélagið Isavia stóð fyrir. 20. mars 2025 07:01
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent